Kaup Fréttablaðsins á DV staðfest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 10:10 Höfuðstöðvar Fréttablaðsins við Hafnartorg þangað sem Hringbraut hefur nú einnig flutt sig. Vísir/Vilhelm Torg ehf sem gefur út Fréttablaðið hefur fest kaup á tilteknum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar þar á meðal útgáfuréttinum að DV og vefmiðlinum DV.is ásamt gafnasafni. Davíð Stefánsson, ritstjóri Fréttablaðsins, greinir sjálfur frá þessu í frétt á Fréttablaðinu. Samningurinn er með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. DV áfram gefið út á prenti Starfsmannafundur hófst á Hafnartorgi klukkan 10 þar sem tíðindunum var deilt með starfsfólki. Samkvæm heimildum Vísis hefur starfsfólki hjá Fréttablaðinu verið tilkynnt að DV verði áfram gefið út á prentformi. Blaðið hefur verið gefið út á föstudögum undanfarin misseri. Þá var áréttað að um kaup væri að ræða, ekki sameiningu. Um væri að ræða tækifæri til að eiga stærstu vefmiðla landsins. Var meðal annars spurt af hverju DV væri líklegt til að hætta að tapa peningum með því að flytjast yfir á Fréttablaðið. Þeirri fyrirspurn var ekki svarað formlega en einhverjir höfðu á orði að samnýting á prentsmiðju og húsnæði myndi hjálpa til. Vefirnir ekki sameinaðir Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. Kjarninn greindi frá því í gærkvöldi að líklegt væri að tilkynnt yrði um um niðurstöðu þeirra viðræðna í dag - sem nú hefur verið gert. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn í sumar og svo restina í október. Helgi vildi ekki tjá sig um kaupin í samtali við fréttastofu og vísaði á Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs. Helgi sagði samkvæmt heimildum Vísis á starfsmannafundinum í morgun að ekki stæði til að sameina vefina tvo, DV.is og frettabladid.is. Stefndi í gjaldþrot Hringbrautar Jón Þórisson lögfræðingur tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins og starfar við hlið Davíðs Stefánssonar en Ólöf Skaftadóttir lét af störfum. Áður hafði Kristín Þorsteinsdóttir hætt sem útgefandi blaðsins. Í framhaldinu var tilkynnt um samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins sem samþykktur var af Samkeppniseftirlitinu seint í nóvember. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kom fram að Hringbraut hefði að óbreyttu stefnt í þrot hefði ekki orðið af sameiningunni. Rekstri þess hefði verið sjálfhætt þar sem afkoman væri afleit. Rekstur Torgs hefði hins vegar verið „réttum megin við núllið“ en ljóst hafi verið að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa. Þriðji risinn á einkamarkaði Um verður að ræða einu fjölmiðlasamsteypuna sem gefur út á prenti, vef og sjónvarpi. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis flytur fréttir á vef, sjónvarpi og útvarpi. Árvakur flytur fréttir á prenti, vef og útvarpi í Morgunblaðinu, Mbl.is og K100. Segja mætti að þriðji risinn bættist í hóp fyrrnefndra tveggja sem flutt hafa fréttir á þremur tegundum miðla. Frjáls fjölmiðlun hóf starfsemi í september 2017 með kaupum á DV, DV.is, Eyjunni, Pressunni, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og ÍNN sem síðar fór í þrot. Sigurður. G. Guðjónsson lögmaður er skráður eigandi Dalsdals ehf. sem er eigandi að öllu hlutafé í félaginu. Aldrei hefur komið fram hver fjármagnar Dalsdal. Tap Frjálsrar fjölmiðlunar var um 240 milljónir króna árið 2018 í framhaldi af 43,6 milljóna króna tapi fyrstu fjóra mánuðina eftir kaupin, á seinni hluta ársins 2017, að því er fram kemur í úttekt Kjarnans. Samstæðan skuldaði 610 milljónir í lok árs 2018. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þótt lestur blaðsins hafi dregist umtalsvert saman síðastliðin ár, en hann var um 64 prósent árið 2010. Í dag er hann 37,8 prósent. Hjá Íslendingum undir fimmtugu hefur hann á sama tímabili farið úr um 64 prósentum í 28,2 prósent. Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Undanþága vegna Torgs og Hringbrautar Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt undanþágu á samkeppnislögum vegna yfirtöku Torgs, sem á og rekur meðal annars Fréttablaðið, á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. 29. október 2019 08:00 Telja að tilkynnt verði um sameiningu DV og Fréttablaðsins í dag Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. 13. desember 2019 08:35 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Hringbraut sameinast Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins. 18. október 2019 10:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Torg ehf sem gefur út Fréttablaðið hefur fest kaup á tilteknum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar þar á meðal útgáfuréttinum að DV og vefmiðlinum DV.is ásamt gafnasafni. Davíð Stefánsson, ritstjóri Fréttablaðsins, greinir sjálfur frá þessu í frétt á Fréttablaðinu. Samningurinn er með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. DV áfram gefið út á prenti Starfsmannafundur hófst á Hafnartorgi klukkan 10 þar sem tíðindunum var deilt með starfsfólki. Samkvæm heimildum Vísis hefur starfsfólki hjá Fréttablaðinu verið tilkynnt að DV verði áfram gefið út á prentformi. Blaðið hefur verið gefið út á föstudögum undanfarin misseri. Þá var áréttað að um kaup væri að ræða, ekki sameiningu. Um væri að ræða tækifæri til að eiga stærstu vefmiðla landsins. Var meðal annars spurt af hverju DV væri líklegt til að hætta að tapa peningum með því að flytjast yfir á Fréttablaðið. Þeirri fyrirspurn var ekki svarað formlega en einhverjir höfðu á orði að samnýting á prentsmiðju og húsnæði myndi hjálpa til. Vefirnir ekki sameinaðir Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. Kjarninn greindi frá því í gærkvöldi að líklegt væri að tilkynnt yrði um um niðurstöðu þeirra viðræðna í dag - sem nú hefur verið gert. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn í sumar og svo restina í október. Helgi vildi ekki tjá sig um kaupin í samtali við fréttastofu og vísaði á Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs. Helgi sagði samkvæmt heimildum Vísis á starfsmannafundinum í morgun að ekki stæði til að sameina vefina tvo, DV.is og frettabladid.is. Stefndi í gjaldþrot Hringbrautar Jón Þórisson lögfræðingur tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins og starfar við hlið Davíðs Stefánssonar en Ólöf Skaftadóttir lét af störfum. Áður hafði Kristín Þorsteinsdóttir hætt sem útgefandi blaðsins. Í framhaldinu var tilkynnt um samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins sem samþykktur var af Samkeppniseftirlitinu seint í nóvember. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kom fram að Hringbraut hefði að óbreyttu stefnt í þrot hefði ekki orðið af sameiningunni. Rekstri þess hefði verið sjálfhætt þar sem afkoman væri afleit. Rekstur Torgs hefði hins vegar verið „réttum megin við núllið“ en ljóst hafi verið að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa. Þriðji risinn á einkamarkaði Um verður að ræða einu fjölmiðlasamsteypuna sem gefur út á prenti, vef og sjónvarpi. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis flytur fréttir á vef, sjónvarpi og útvarpi. Árvakur flytur fréttir á prenti, vef og útvarpi í Morgunblaðinu, Mbl.is og K100. Segja mætti að þriðji risinn bættist í hóp fyrrnefndra tveggja sem flutt hafa fréttir á þremur tegundum miðla. Frjáls fjölmiðlun hóf starfsemi í september 2017 með kaupum á DV, DV.is, Eyjunni, Pressunni, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og ÍNN sem síðar fór í þrot. Sigurður. G. Guðjónsson lögmaður er skráður eigandi Dalsdals ehf. sem er eigandi að öllu hlutafé í félaginu. Aldrei hefur komið fram hver fjármagnar Dalsdal. Tap Frjálsrar fjölmiðlunar var um 240 milljónir króna árið 2018 í framhaldi af 43,6 milljóna króna tapi fyrstu fjóra mánuðina eftir kaupin, á seinni hluta ársins 2017, að því er fram kemur í úttekt Kjarnans. Samstæðan skuldaði 610 milljónir í lok árs 2018. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þótt lestur blaðsins hafi dregist umtalsvert saman síðastliðin ár, en hann var um 64 prósent árið 2010. Í dag er hann 37,8 prósent. Hjá Íslendingum undir fimmtugu hefur hann á sama tímabili farið úr um 64 prósentum í 28,2 prósent.
Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Undanþága vegna Torgs og Hringbrautar Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt undanþágu á samkeppnislögum vegna yfirtöku Torgs, sem á og rekur meðal annars Fréttablaðið, á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. 29. október 2019 08:00 Telja að tilkynnt verði um sameiningu DV og Fréttablaðsins í dag Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. 13. desember 2019 08:35 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Hringbraut sameinast Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins. 18. október 2019 10:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Undanþága vegna Torgs og Hringbrautar Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt undanþágu á samkeppnislögum vegna yfirtöku Torgs, sem á og rekur meðal annars Fréttablaðið, á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. 29. október 2019 08:00
Telja að tilkynnt verði um sameiningu DV og Fréttablaðsins í dag Unnið hefur verið að sameiningu Frjálsar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV, og Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, um nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis. 13. desember 2019 08:35
Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00
Hringbraut sameinast Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins. 18. október 2019 10:00