Einn íslenskur landsliðsmaður var í eldlínunni í norska handboltanum í dag þegar norsku meistararnir í Elverum heimsóttu Runar.
Aldrei var spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda því Elverum leiddi með þrettán mörkum í leikhléi, 11-24. Meistararnir slökuðu aðeins á klónni í síðari hálfleik en unnu engu að síður öruggan sigur með ellefu mörkum, 30-41.
Sigvaldi nýtti öll þrjú skot sín í leiknum en Jonas Burud og Simen Pettersen voru markahæstir með 7 mörk hvor.
