Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 12:22 Frá Sauðárkróki í vikunni. Vísir/JóiK Landsnet var tilbúið að hefja framkvæmdir á Sauðárkrókslínu, sem brást gjörsamlega í óveðrinu í liðinni viku, í fyrra en verkið tafðist vegna leyfisveitinga. Rafmagn fór af Skagafirði í óveðrinu á þriðjudag og var raforkuskömmtun á Sauðárkróki í tvo daga. Það þýddi mikla röskun á öllu bæjarlífinu, ekki var hægt að reiða sig á rafkyndingu, fjarskipti rofnuðu og starfsemi fyrirtækja lá niðri. Skagfirðingar reiða sig á Sauðárkrókslínu sem brást gjörsamlega í óveðrinu. Hún er orðin 40 ára gömul en Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að bæjarfélagið hefði í tíu ár legið í yfirvöldum að gerðar yrðu úrbætur á línunni. Sigfús sagði ekki átta sig á því hvers vegna framkvæmdir hefðu ekki hafist fyrr. Hún hafi ekki verið umdeild og enginn sett sig á móti því að hún yrði lögð í jörðu. Framkvæmdir hófust við lagfæringar á línunni í haust. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets sagði á Sprengisandi að hefði nýja línan verið til taks hefði aðeins orðið rafmagnslaust í skamma stund. „Það tekur mjög langan tíma að klára alla ferlana. Í þessu Sauðárkróksferli vorum við búin að full fjármagna okkur árið 2017 og ætluðum að klára framkvæmdir á síðasta ári. En leyfin voru að koma síðasta haust,“ sagði Guðmundur Ingi. Leyfin sem um ræðir voru frá sveitarfélaginu sjálfu og vörðuðu breytingar á aðalskipulagi. Guðmundur sagði Landsnet hafa beðið í tvö og hálft ár eftir leyfinu. „Leyfin komu ekki fyrr en í haust og við hófum framkvæmdir mánuði seinna.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí.Fréttin var uppfærð kl. 15:40 með athugasemd frá sveitarstjórn Skagafjarðar. Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Landsnet var tilbúið að hefja framkvæmdir á Sauðárkrókslínu, sem brást gjörsamlega í óveðrinu í liðinni viku, í fyrra en verkið tafðist vegna leyfisveitinga. Rafmagn fór af Skagafirði í óveðrinu á þriðjudag og var raforkuskömmtun á Sauðárkróki í tvo daga. Það þýddi mikla röskun á öllu bæjarlífinu, ekki var hægt að reiða sig á rafkyndingu, fjarskipti rofnuðu og starfsemi fyrirtækja lá niðri. Skagfirðingar reiða sig á Sauðárkrókslínu sem brást gjörsamlega í óveðrinu. Hún er orðin 40 ára gömul en Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að bæjarfélagið hefði í tíu ár legið í yfirvöldum að gerðar yrðu úrbætur á línunni. Sigfús sagði ekki átta sig á því hvers vegna framkvæmdir hefðu ekki hafist fyrr. Hún hafi ekki verið umdeild og enginn sett sig á móti því að hún yrði lögð í jörðu. Framkvæmdir hófust við lagfæringar á línunni í haust. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets sagði á Sprengisandi að hefði nýja línan verið til taks hefði aðeins orðið rafmagnslaust í skamma stund. „Það tekur mjög langan tíma að klára alla ferlana. Í þessu Sauðárkróksferli vorum við búin að full fjármagna okkur árið 2017 og ætluðum að klára framkvæmdir á síðasta ári. En leyfin voru að koma síðasta haust,“ sagði Guðmundur Ingi. Leyfin sem um ræðir voru frá sveitarfélaginu sjálfu og vörðuðu breytingar á aðalskipulagi. Guðmundur sagði Landsnet hafa beðið í tvö og hálft ár eftir leyfinu. „Leyfin komu ekki fyrr en í haust og við hófum framkvæmdir mánuði seinna.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí.Fréttin var uppfærð kl. 15:40 með athugasemd frá sveitarstjórn Skagafjarðar.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira