Steingrímur H. Pétursson, framkvæmdastjóri fjármála og viðskiptaþróunar Haga, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallar.
Steingrímur mun hefja störf erlendis á nýju ári, en mun sinna verkefnum fyrir Haga þangað til.
Steingrímur á 1.250.000 hluti í Högum.
Steingrímur hóf störf hjá Högum í september 2019 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Olís frá árinu 2016.
Steingrímur var framkvæmdastjóri hjá Eimskip 2005-2006, Sandblæstri og Málmhúðun hf. 2000-2002 og Fjárfestingarfélaginu Sjöfn hf. á tímabilinu 2002-2009 auk þess að starfa hjá KPMG Endurskoðun á Akureyri 1996-2000.
Steingrímur situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Bergkristall ehf., Skil Bókhald og Ráðgjöf ehf., Reykjavíkur Apótek ehf., Fasteignafélagið Björkin ehf. og Furuvellir 7 ehf.