Af hverju viltu eyðileggja jólin? Daðey Albertsdóttir skrifar 16. desember 2019 13:00 Í gær fékk ég þessa spurningu: „Af hverju viltu eyðileggja jólin? Engir pakkar og ekkert kjöt, hvað er þá eftir?“ Spurningin var vissulega sett fram í gríni en hún fékk mig samt til að hugsa, er ég að eyðileggja jólin? Síðastliðið ár hefur viðhorf mitt gagnvart umhverfinu gjörbreyst og hegðun mín líka. Ég er meðvitaðri um afleiðingar sem hegðun okkar hefur á jörðina og umhverfismál eru mér ofarlega í huga. Ég og maðurinn minn ákváðum því að fækka jólagjöfunum í ár. Ef ég hefði fengið að velja hefðum við hætt alfarið að gefa gjafir en stundum þarf maður víst að fara milliveginn. Við ákváðum því að fækka gjöfum og einblína frekar á að gefa upplifanir heldur en hluti. Í stað þess að gefa litlu frænkum mínum gjafir ákvað ég frekar að bjóða þeim í heimsókn að baka og skreyta piparkökur. Í stað þess að gefa miðju bróður mínum gjöf ákváðum við að fara saman á jólatónleika. Sá elsti var himinlifandi yfir að ég vildi sleppa því að gefa gjafir enda hefur hann kvartað yfir þessu í mörg ár. Strákurinn minn er bara tveggja og hálfs árs og er því tilvalið að breyta þessu núna áður en hann venst því að fá 10-15 pakka á aðfangadag. Þar sem að umhverfismál hafa verið mér ofarlega í huga ákvað ég einnig að rökrétt skref til að minnka kolefnissporið mitt væri að hætta að borða kjöt. Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi kjöts svo þetta var frekar auðvelt ákvörðun. Jólamaturinn í ár verður því ekki reykt svínakjöt eða villibráð heldur innbakað grænmeti í smjördeig með tilheyrandi meðlæti. Þó svo að maðurinn minn borði enn þá kjöt er hann hæstánægður með að heimilið sé orðið kjötlaust. En þegar ég fékk spurninguna hér að ofan fór ég að hugsa; af hverju höldum við jólin? Af hverju held ég jólin? Ég hef aldrei verið trúuð. Sem barn hafði ég vissulega gaman af því að fara í sunnudagsskólann en ég byrjaði fljótt að efast. Ég man eftir mér þegar ég var 14 ára að rökræða við vinkonu mína um að guð væri ekki til og ef einhver sagði „guð blessi þig“ þegar ég hnerraði var svarið frá mér „guð er ekki til“. Ég var vissulega uppreisnarunglingur með svart hár og gekk í hljómsveitarbolum. Ég spilaði á gítar og á jólaballið í tíunda bekk mætti ég í gallabuxum og Metallica bol á meðan hinar stelpurnar mættu í kjólum, já ég var töff. Ég skírði ekki barnið mitt og giftingin okkar fór fram hjá sýslumanni og var svo haldið upp á það með athöfn þar sem vinir okkar „gáfu okkur saman“. Þrátt fyrir þetta trúleysi er ég eitt mesta jólabarn sem ég þekki. Ég elska jólin. Ég elska jólalög. Ég elska að baka smákökur og taka þátt í öllu jólastússinu. Þetta gæti hljómað eins og smá mótsögn en ég, eins og svo margir, held ekki jólin af því að ég er trúuð, heldur vegna þess að þetta er falleg fjölskylduhátíð sem er rótgróin í menningu okkar. Þó svo að jólin séu falleg fjölskylduhátíð þá er svo margt sem þeim fylgir sem mér líkar ekki við. Það helsta er öll neyslan og allur óþarfinn. Það að vinna aukalega til að eiga fyrir öllum þessum gjöfum er það helsta sem ég vil sleppa. Við þurfum ekki meira dót. Við þurfum ekki allan þennan óþarfa. Jólin er tími tilbreytinga. Við gerum reglulega vel við okkur í mat og flest okkar eigum nóg. Við borðum vikulega ef ekki daglega sætindi. Það sem okkur og börnunum okkar skortir hins vegar eru ánægjulegar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Baka piparkökur með frænkum sem við hittum of sjaldan. Fara á jólatónleika með fjölskyldunni. Sækja barnið í leikskólann á snjóþotu og taka strætó á bókasafnið. Þar liggur raunverulega tilbreytingin. Fyrir mér eru jólin kærkominn tími til að taka sér samviskubitslaust frí og verja tíma með vinum og fjölskyldu. Að fækka gjöfum og taka frekar 1-2 daga aukalega í frí er eitthvað sem ég mun alltaf velja fram yfir það að gefa fullt af gjöfum. Ég geri mér þó grein fyrir því að ég er í ákveðinni forréttindastöðu að hafa tök á því sem ekki allir hafa. Í dag er þetta sérstaklega mikilvægt. Afleiðingar loftslagsbreytinga eru að verða meira og meira sjáanlegar og því er nauðsynlegt að fara að endurskoða allt sem við gerum. Það er því tilvalið að setjast niður með sjálfum sér og hugsa „af hverju held ég jólin?“ „hvað vil ég gera?“ „er ég að haga mér eftir mínum gildum og því sem mér finnst mikilvægast?“. Það að kaupa minna, borða minna kjöt og taka því rólega er frábær leið til að minnka kolefnisfótsporið sitt. Auk þess minnkar þetta á fjárhagsáhyggjurnar sem virðast vera fastur og leiðinlegur fylgifiskur jólanna. Svo eru fallegar minningar um samverustundir eitthvað sem lifir mun lengur í huga barnanna okkar heldur en barbie-dúkkan sem þau fengu í jólagjöf. Það er því nokkuð ljóst að ég er ekki að eyðileggja jólin, heldur að gera þau svo miklu betri.Höfundur er mastersnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Umhverfismál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Í gær fékk ég þessa spurningu: „Af hverju viltu eyðileggja jólin? Engir pakkar og ekkert kjöt, hvað er þá eftir?“ Spurningin var vissulega sett fram í gríni en hún fékk mig samt til að hugsa, er ég að eyðileggja jólin? Síðastliðið ár hefur viðhorf mitt gagnvart umhverfinu gjörbreyst og hegðun mín líka. Ég er meðvitaðri um afleiðingar sem hegðun okkar hefur á jörðina og umhverfismál eru mér ofarlega í huga. Ég og maðurinn minn ákváðum því að fækka jólagjöfunum í ár. Ef ég hefði fengið að velja hefðum við hætt alfarið að gefa gjafir en stundum þarf maður víst að fara milliveginn. Við ákváðum því að fækka gjöfum og einblína frekar á að gefa upplifanir heldur en hluti. Í stað þess að gefa litlu frænkum mínum gjafir ákvað ég frekar að bjóða þeim í heimsókn að baka og skreyta piparkökur. Í stað þess að gefa miðju bróður mínum gjöf ákváðum við að fara saman á jólatónleika. Sá elsti var himinlifandi yfir að ég vildi sleppa því að gefa gjafir enda hefur hann kvartað yfir þessu í mörg ár. Strákurinn minn er bara tveggja og hálfs árs og er því tilvalið að breyta þessu núna áður en hann venst því að fá 10-15 pakka á aðfangadag. Þar sem að umhverfismál hafa verið mér ofarlega í huga ákvað ég einnig að rökrétt skref til að minnka kolefnissporið mitt væri að hætta að borða kjöt. Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi kjöts svo þetta var frekar auðvelt ákvörðun. Jólamaturinn í ár verður því ekki reykt svínakjöt eða villibráð heldur innbakað grænmeti í smjördeig með tilheyrandi meðlæti. Þó svo að maðurinn minn borði enn þá kjöt er hann hæstánægður með að heimilið sé orðið kjötlaust. En þegar ég fékk spurninguna hér að ofan fór ég að hugsa; af hverju höldum við jólin? Af hverju held ég jólin? Ég hef aldrei verið trúuð. Sem barn hafði ég vissulega gaman af því að fara í sunnudagsskólann en ég byrjaði fljótt að efast. Ég man eftir mér þegar ég var 14 ára að rökræða við vinkonu mína um að guð væri ekki til og ef einhver sagði „guð blessi þig“ þegar ég hnerraði var svarið frá mér „guð er ekki til“. Ég var vissulega uppreisnarunglingur með svart hár og gekk í hljómsveitarbolum. Ég spilaði á gítar og á jólaballið í tíunda bekk mætti ég í gallabuxum og Metallica bol á meðan hinar stelpurnar mættu í kjólum, já ég var töff. Ég skírði ekki barnið mitt og giftingin okkar fór fram hjá sýslumanni og var svo haldið upp á það með athöfn þar sem vinir okkar „gáfu okkur saman“. Þrátt fyrir þetta trúleysi er ég eitt mesta jólabarn sem ég þekki. Ég elska jólin. Ég elska jólalög. Ég elska að baka smákökur og taka þátt í öllu jólastússinu. Þetta gæti hljómað eins og smá mótsögn en ég, eins og svo margir, held ekki jólin af því að ég er trúuð, heldur vegna þess að þetta er falleg fjölskylduhátíð sem er rótgróin í menningu okkar. Þó svo að jólin séu falleg fjölskylduhátíð þá er svo margt sem þeim fylgir sem mér líkar ekki við. Það helsta er öll neyslan og allur óþarfinn. Það að vinna aukalega til að eiga fyrir öllum þessum gjöfum er það helsta sem ég vil sleppa. Við þurfum ekki meira dót. Við þurfum ekki allan þennan óþarfa. Jólin er tími tilbreytinga. Við gerum reglulega vel við okkur í mat og flest okkar eigum nóg. Við borðum vikulega ef ekki daglega sætindi. Það sem okkur og börnunum okkar skortir hins vegar eru ánægjulegar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Baka piparkökur með frænkum sem við hittum of sjaldan. Fara á jólatónleika með fjölskyldunni. Sækja barnið í leikskólann á snjóþotu og taka strætó á bókasafnið. Þar liggur raunverulega tilbreytingin. Fyrir mér eru jólin kærkominn tími til að taka sér samviskubitslaust frí og verja tíma með vinum og fjölskyldu. Að fækka gjöfum og taka frekar 1-2 daga aukalega í frí er eitthvað sem ég mun alltaf velja fram yfir það að gefa fullt af gjöfum. Ég geri mér þó grein fyrir því að ég er í ákveðinni forréttindastöðu að hafa tök á því sem ekki allir hafa. Í dag er þetta sérstaklega mikilvægt. Afleiðingar loftslagsbreytinga eru að verða meira og meira sjáanlegar og því er nauðsynlegt að fara að endurskoða allt sem við gerum. Það er því tilvalið að setjast niður með sjálfum sér og hugsa „af hverju held ég jólin?“ „hvað vil ég gera?“ „er ég að haga mér eftir mínum gildum og því sem mér finnst mikilvægast?“. Það að kaupa minna, borða minna kjöt og taka því rólega er frábær leið til að minnka kolefnisfótsporið sitt. Auk þess minnkar þetta á fjárhagsáhyggjurnar sem virðast vera fastur og leiðinlegur fylgifiskur jólanna. Svo eru fallegar minningar um samverustundir eitthvað sem lifir mun lengur í huga barnanna okkar heldur en barbie-dúkkan sem þau fengu í jólagjöf. Það er því nokkuð ljóst að ég er ekki að eyðileggja jólin, heldur að gera þau svo miklu betri.Höfundur er mastersnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun