Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2019 21:39 Þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair á athafnasvæði Boeing í Seattle þar sem þær bíða þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt. GETTY/ DAVID RYDER Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Boeing 737 MAX-þoturnar voru kyrrsettar um heim allan eftir tvö mannskæð flugslys í mars og október á síðasta ári. Í heildina létust 346 í slysunum tveimur og eru yfir sjö hundruð MAX-þotur taldar vera kyrrsettar hjá flugfélögum víða um heim, þar á meðal hjá Icelandair. 737 MAX 8-vélar félagsins hafa verið kyrrsettar frá því í mars á þessu ári. Stjórn Boeing er sögð hafa fundað síðustu tvo daga í Chicago vegna málsins og var tilkynnt um ákvörðunina á ellefta tímanum að íslenskum tíma. Fulltrúar Boeing hafa áður sagt að ef fyrirtækið fengi ekki leyfi til þess að hefja afhendingu á nýjum vélum fyrir lok 2019 gæti það verið tilneytt til þess að hægja á framleiðslu eða stöðva hana. Icelandair hefur áður gefið út að stefnt sé að því að taka MAX-þoturnar aftur í gagnið í mars á næsta ári.Fréttin var uppfærð klukkan 22:19 með fregnum af ákvörðun stjórnar Boeing en fundur hennar stóð enn yfir þegar fréttin var fyrst birt. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing fékk pantanir í smíði á fimmtíu 737 MAX-þotum Boeing-verksmiðjurnar hafa á flugsýningunni í Dubai síðustu daga fengið pantanir í smíði á samtals fimmtíu 737 MAX-þotum, þrátt fyrir að vélarnar hafi verið kyrrsettar undanfarna átta mánuði. 21. nóvember 2019 22:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Boeing 737 MAX-þoturnar voru kyrrsettar um heim allan eftir tvö mannskæð flugslys í mars og október á síðasta ári. Í heildina létust 346 í slysunum tveimur og eru yfir sjö hundruð MAX-þotur taldar vera kyrrsettar hjá flugfélögum víða um heim, þar á meðal hjá Icelandair. 737 MAX 8-vélar félagsins hafa verið kyrrsettar frá því í mars á þessu ári. Stjórn Boeing er sögð hafa fundað síðustu tvo daga í Chicago vegna málsins og var tilkynnt um ákvörðunina á ellefta tímanum að íslenskum tíma. Fulltrúar Boeing hafa áður sagt að ef fyrirtækið fengi ekki leyfi til þess að hefja afhendingu á nýjum vélum fyrir lok 2019 gæti það verið tilneytt til þess að hægja á framleiðslu eða stöðva hana. Icelandair hefur áður gefið út að stefnt sé að því að taka MAX-þoturnar aftur í gagnið í mars á næsta ári.Fréttin var uppfærð klukkan 22:19 með fregnum af ákvörðun stjórnar Boeing en fundur hennar stóð enn yfir þegar fréttin var fyrst birt.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing fékk pantanir í smíði á fimmtíu 737 MAX-þotum Boeing-verksmiðjurnar hafa á flugsýningunni í Dubai síðustu daga fengið pantanir í smíði á samtals fimmtíu 737 MAX-þotum, þrátt fyrir að vélarnar hafi verið kyrrsettar undanfarna átta mánuði. 21. nóvember 2019 22:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Boeing fékk pantanir í smíði á fimmtíu 737 MAX-þotum Boeing-verksmiðjurnar hafa á flugsýningunni í Dubai síðustu daga fengið pantanir í smíði á samtals fimmtíu 737 MAX-þotum, þrátt fyrir að vélarnar hafi verið kyrrsettar undanfarna átta mánuði. 21. nóvember 2019 22:00
United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13
Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00
Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57