Dauðadómur Musharrafs markar tímamót í Pakistan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. desember 2019 19:00 Fyrrverandi einræðisherra Pakistans var dæmdur til dauða í dag. Þar með lauk sex ára löngum málaferlum þar sem hann var sakaður um landráð. Pervez Musharraf sölsaði undir sig völdin í Pakistan árið 1999 þegar herinn framdi valdarán. Hann var gerður að forseta landsins árið 2001 og gegndi þeirri stöðu þar til 2008. Í embætti var Musharraf mikilvægur bandamaður Bandaríkjamanna í stríði þeirra í Afganistan. Landráðadómurinn sem nú hefur fallið snýst um atburði nóvembermánaðar árið 2007. Þá lýsti Musharraf yfir neyðarástandi í Pakistan, felldi stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi og lokaði fyrir alla óháða fjölmiðla. Á þessum tíma var Musharraf nýbúinn að ná endurkjöri en hæstiréttur landsins átti eftir að úrskurða um lögmæti kosninganna. Ákvörðuninni var harðlega mótmælt. Musharraf hrökklaðist frá völdum ári síðar og þegar Nawaz Sharif, sem Musharraf steypti af stóli árið 1999, varð forsætisráðherra árið 2013 hóf hann rannsókn á landráðum síns gamla óvinar. Lögmaður Musharrafs var skiljanlega ósáttur við dóminn. Sagði hann skýrast af því að andstæðingar forsetans fyrrverandi hafi verið öfundssjúkir vegna árangurs Musharrafs. Dómurinn er sagður sögulegur og marka tímamót fyrir Pakistan. Hæstaréttarlögmaðurinn Hamid Khan sagði þetta í fyrsta skipti sem einræðisherra hlýtur dóm. Pakistan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fyrrverandi einræðisherra Pakistans var dæmdur til dauða í dag. Þar með lauk sex ára löngum málaferlum þar sem hann var sakaður um landráð. Pervez Musharraf sölsaði undir sig völdin í Pakistan árið 1999 þegar herinn framdi valdarán. Hann var gerður að forseta landsins árið 2001 og gegndi þeirri stöðu þar til 2008. Í embætti var Musharraf mikilvægur bandamaður Bandaríkjamanna í stríði þeirra í Afganistan. Landráðadómurinn sem nú hefur fallið snýst um atburði nóvembermánaðar árið 2007. Þá lýsti Musharraf yfir neyðarástandi í Pakistan, felldi stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi og lokaði fyrir alla óháða fjölmiðla. Á þessum tíma var Musharraf nýbúinn að ná endurkjöri en hæstiréttur landsins átti eftir að úrskurða um lögmæti kosninganna. Ákvörðuninni var harðlega mótmælt. Musharraf hrökklaðist frá völdum ári síðar og þegar Nawaz Sharif, sem Musharraf steypti af stóli árið 1999, varð forsætisráðherra árið 2013 hóf hann rannsókn á landráðum síns gamla óvinar. Lögmaður Musharrafs var skiljanlega ósáttur við dóminn. Sagði hann skýrast af því að andstæðingar forsetans fyrrverandi hafi verið öfundssjúkir vegna árangurs Musharrafs. Dómurinn er sagður sögulegur og marka tímamót fyrir Pakistan. Hæstaréttarlögmaðurinn Hamid Khan sagði þetta í fyrsta skipti sem einræðisherra hlýtur dóm.
Pakistan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira