Funduðu með rannsakendum frá Noregi og Namibíu í Haag Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2019 19:00 Fulltrúar embættis héraðssaksóknara fóru til Haag í Hollandi í síðustu viku til að funda með rannsakendum frá Namibíu og Noregi vegna Samherjamálsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Skattrannsóknarstjóri og héraðssaksóknara rannsaka Samherja málið hér á landi. Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar rannsakar viðskipti Samherja við norska bankann DNB og spillingarlögreglan í Namibíu fer með rannsókn málsins þar í landi. Rannsakendur frá héraðssaksóknara, norsku lögreglunni og þeirri namibísku funduðu í hollensku borginni Haag í síðustu viku. Í Haag er að finna höfuðstöðvar Evrópulögreglunnar Europol þar sem Ísland á sinn tengslafulltrúa. Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Namibíu falla undir íslensk hegningarlög. Þar segir að refsa skuli eftir íslenskum lögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur þegar gefið skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara skýrslu um málið. Sjö eru í haldi í Namibíu vegna rannsóknar á mútugreiðslum sem eiga að hafa borist frá félögum Samherja til ráðamanna fyrir úthlutun aflaheimilda. Þar á meðal eru fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og hákarlarnir þrír. Beiðni þeirra um að vera sleppt tafarlaust úr haldi verður tekin fyrir á fimmtudag. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi segir ásakanirnar byggðar á pólitískum grunni með það að markmiði að koma ráðandi stjórnvöldum frá. Sá sjöundi sem er í haldi var gripinn glóðvolgur á laugardag við að reyna fjarlægja meint sönnunargögn af heimili dómsmálaráðherrans fyrrverandi, sem er einn hákarlanna. Holland Namibía Noregur Samherjaskjölin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Fulltrúar embættis héraðssaksóknara fóru til Haag í Hollandi í síðustu viku til að funda með rannsakendum frá Namibíu og Noregi vegna Samherjamálsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Skattrannsóknarstjóri og héraðssaksóknara rannsaka Samherja málið hér á landi. Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar rannsakar viðskipti Samherja við norska bankann DNB og spillingarlögreglan í Namibíu fer með rannsókn málsins þar í landi. Rannsakendur frá héraðssaksóknara, norsku lögreglunni og þeirri namibísku funduðu í hollensku borginni Haag í síðustu viku. Í Haag er að finna höfuðstöðvar Evrópulögreglunnar Europol þar sem Ísland á sinn tengslafulltrúa. Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Namibíu falla undir íslensk hegningarlög. Þar segir að refsa skuli eftir íslenskum lögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur þegar gefið skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara skýrslu um málið. Sjö eru í haldi í Namibíu vegna rannsóknar á mútugreiðslum sem eiga að hafa borist frá félögum Samherja til ráðamanna fyrir úthlutun aflaheimilda. Þar á meðal eru fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og hákarlarnir þrír. Beiðni þeirra um að vera sleppt tafarlaust úr haldi verður tekin fyrir á fimmtudag. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi segir ásakanirnar byggðar á pólitískum grunni með það að markmiði að koma ráðandi stjórnvöldum frá. Sá sjöundi sem er í haldi var gripinn glóðvolgur á laugardag við að reyna fjarlægja meint sönnunargögn af heimili dómsmálaráðherrans fyrrverandi, sem er einn hákarlanna.
Holland Namibía Noregur Samherjaskjölin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira