Þóra Kristín: Þetta er geðveikt Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 18. desember 2019 20:32 Þóra í leik með Haukum. vísir/getty Þóra Kristín Jónsdóttir var heldur betur sátt við sigur Haukastúlkna í kvöld á Íslandsmeisturum Vals, 74-69. Hún átti meðal annars skemmtilega fléttu á lokasprettinum þar sem að hún varði sniðskot Sylvíu Rúnar hjá Val sem hefði komið Völsurum í höggfæri að vinna leikinn. „Þetta var frekar lélegt, sko. Ég missti boltann en náði einhvern veginn að komast fyrir hana og slapp við villuna,“ sagði Þóra um varða skotið, en hún tapaði einmitt boltanum en náði að elta uppi Sylvíu Rún og verja skotið. Sókn Hauka var ekki jafn beitt og vörnin og Þóra var meðvituð um það eftir leikinn. „Sóknin hefur verið stirð allt tímabilið en það var vörnin í dag sem skilaði þessu,“ sagði hún. Skotnýting Vals var einmit frekar slæm í kvöld, aðeins 33% yfir heildina. Kiana Johnson reyndi sitt besta til að taka yfir í lok leiks en það gekk ekki sem skyldi, enda höfðu Haukar lagt upp með að loka á hana í leiknum. „Við settum upp og reyndum svolítið að loka á Kiönu þannig að hún þurfti að losa sig við boltann. Það gekk ágætlega og það skilaði þessum sigri,“ sagði Þóra um áætlun liðsins til að vinna Val. Þá fara bæði lið í jólafrí og Þóra Kristín er væntanlega sátt með jólagjöfina í ár. „Já, þetta er geðveikt!“ segir hún og brosir kampakát eftir góðan sigur á Val. Dominos-deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Þóra Kristín Jónsdóttir var heldur betur sátt við sigur Haukastúlkna í kvöld á Íslandsmeisturum Vals, 74-69. Hún átti meðal annars skemmtilega fléttu á lokasprettinum þar sem að hún varði sniðskot Sylvíu Rúnar hjá Val sem hefði komið Völsurum í höggfæri að vinna leikinn. „Þetta var frekar lélegt, sko. Ég missti boltann en náði einhvern veginn að komast fyrir hana og slapp við villuna,“ sagði Þóra um varða skotið, en hún tapaði einmitt boltanum en náði að elta uppi Sylvíu Rún og verja skotið. Sókn Hauka var ekki jafn beitt og vörnin og Þóra var meðvituð um það eftir leikinn. „Sóknin hefur verið stirð allt tímabilið en það var vörnin í dag sem skilaði þessu,“ sagði hún. Skotnýting Vals var einmit frekar slæm í kvöld, aðeins 33% yfir heildina. Kiana Johnson reyndi sitt besta til að taka yfir í lok leiks en það gekk ekki sem skyldi, enda höfðu Haukar lagt upp með að loka á hana í leiknum. „Við settum upp og reyndum svolítið að loka á Kiönu þannig að hún þurfti að losa sig við boltann. Það gekk ágætlega og það skilaði þessum sigri,“ sagði Þóra um áætlun liðsins til að vinna Val. Þá fara bæði lið í jólafrí og Þóra Kristín er væntanlega sátt með jólagjöfina í ár. „Já, þetta er geðveikt!“ segir hún og brosir kampakát eftir góðan sigur á Val.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira