Rausnarlegir bónusar IKEA í Noregi þekkjast ekki á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 14:24 Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samfélagsábyrgðar og samskiptadeildar IKEA á Íslandi, segir ekki hafa tíðkast hér á landi að greiða starfsfólkinu bónus. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund starfsmenn IKEA í Noregi eiga von á rúmlega hálfri milljón króna í jólabónus þetta árið. Um einkaframtak stjórnenda sænsku húsgagnakeðjunnar er að ræða. Starfsmenn annars vegar, til dæmis á Íslandi, eru ekki verðlaunaðir með sama hætti.Norski miðillinn The Local greindi frá því í vikunni að starfsmenn IKEA í Noregi væru í jólaskapi enda ættu þeir von á glaðningi í formi jólabónuss. Yfirmaður hjá IKEA í Noregi tjáir Local að bónusinn nemi allt að 40 þúsund norskum krónum eða rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna. Kostnaður IKEA vegna þessa nemur um 1,6 milljarði króna. Jólabónusar til starfsmanna IKEA eru árviss viðburður en eru með hæsta móti í ár.Mbl.is vísaði í frétt norska miðilsins í morgun. Fréttin er ein sú mest lesna á vef miðilsins og velta eflaust einhverjir fyrir sér hvaða glaðningi starfsmenn IKEA á Íslandi eiga von á þetta árið. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samfélagsábyrgðar og samskiptadeildar IKEA á Íslandi, segir ekki hafa tíðkast hér á landi að greiða starfsfólkinu bónus. „Þetta er vissulega vel gert hjá þeim í Noregi en það er þeirra einkaframtak, ekki samkvæmt tilmælum frá IKEA,“ segir Guðný. Um 450 manns starfa hjá IKEA, þar af um 320 í fullu starfi að sögn Guðnýjar. „Undanfarin ár hefur starfsfólk fengið að velja sér jólagjöf úr nokkrum kostum. Í ár voru það þrjár útgáfur af veglegum matarkörfum eða gjafabréf hjá S4S, sem reka fjölda skóverslana.“ IKEA Jól Jólagjafir fyrirtækja Kjaramál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Um þrjú þúsund starfsmenn IKEA í Noregi eiga von á rúmlega hálfri milljón króna í jólabónus þetta árið. Um einkaframtak stjórnenda sænsku húsgagnakeðjunnar er að ræða. Starfsmenn annars vegar, til dæmis á Íslandi, eru ekki verðlaunaðir með sama hætti.Norski miðillinn The Local greindi frá því í vikunni að starfsmenn IKEA í Noregi væru í jólaskapi enda ættu þeir von á glaðningi í formi jólabónuss. Yfirmaður hjá IKEA í Noregi tjáir Local að bónusinn nemi allt að 40 þúsund norskum krónum eða rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna. Kostnaður IKEA vegna þessa nemur um 1,6 milljarði króna. Jólabónusar til starfsmanna IKEA eru árviss viðburður en eru með hæsta móti í ár.Mbl.is vísaði í frétt norska miðilsins í morgun. Fréttin er ein sú mest lesna á vef miðilsins og velta eflaust einhverjir fyrir sér hvaða glaðningi starfsmenn IKEA á Íslandi eiga von á þetta árið. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samfélagsábyrgðar og samskiptadeildar IKEA á Íslandi, segir ekki hafa tíðkast hér á landi að greiða starfsfólkinu bónus. „Þetta er vissulega vel gert hjá þeim í Noregi en það er þeirra einkaframtak, ekki samkvæmt tilmælum frá IKEA,“ segir Guðný. Um 450 manns starfa hjá IKEA, þar af um 320 í fullu starfi að sögn Guðnýjar. „Undanfarin ár hefur starfsfólk fengið að velja sér jólagjöf úr nokkrum kostum. Í ár voru það þrjár útgáfur af veglegum matarkörfum eða gjafabréf hjá S4S, sem reka fjölda skóverslana.“
IKEA Jól Jólagjafir fyrirtækja Kjaramál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira