Segja rangt að allir landeigendur séu á móti Reynisfjallsgöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2019 15:30 Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. „Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, í tilefni fullyrðingar Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti, um að Reynisfjallsgöng hafi verið sett inn á aðalskipulag í óþökk allra landeigenda. Sjá hér: Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda „Það hefur verið hreinn meirihluti fyrir málinu í sveitarstjórn frá kosningum árið 2010 þegar þetta mál var sett fram sem baráttumál, þó að hugmyndin eigi sér að sjálfsögðu mun lengri sögu. Nú háttar svo til að enginn ágreiningur er um málið í sveitarstjórn. Mér þykir slæmt að það, sem er lykilatriði, skuli látið kjurrt liggja á meðan landeigandi sem hefur fyrst og fremst umtalsverðra eiginhagsmuna að gæta fær að þyrla upp ryki. Hann hefur svo ég til viti ekkert umboð til að fullyrða um afstöðu annarra landeigenda en sín sjálfs,“ segir Einar oddviti, sem sjálfur býr á Loðmundarstöðum, einum Sólheimabæjanna.Frá Vík. Horft til Reynisdranga. Nýr vegur kæmi fyrir sunnan byggðina.Stöð 2/Einar Árnason.Bryndís F. Harðardóttir, einn eigenda jarðarinnar Reynishóla, gerir einnig athugasemd við orð Guðna. „Guðni Einarsson er landeigandi í Þórisholti ásamt fleirum og hann er ekki talsmaður Reynishverfinga. Landeigendur í Reynishverfi eru miklu fleiri og margir hverjir styðja þessa framkvæmd,“ segir Bryndís. Hún segir stuðning við göngin hafa komið fram í opinberum umsögnum og nefnir eigendur Presthúsa, Lækjarbakka, Reynis, Teigagerðis auk Reynishóla. „Algjört lykilatriði er að með nýjum vegi losnum við við þjóðveginn úr Víkurþorpi. Hann þverar þorpið, er hættulegur og hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Ný úttekt á vegum Vegagerðarinnar sýnir einmitt fram á neikvæð áhrif vegarins á það hvort börn ganga í skólann eða ekki. Núverandi vegstæði býður ekki upp á úrbætur og því nauðsynlegt að færa veginn. Meðalumferð í gegnum Vík er orðin sú sama í nóvember eins og hún var um hásumar 2013 og fjöldi bíla á dag er orðinn yfir 4.000 þegar mest lætur á sumrin núorðið. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að fá nýjan veg heldur en einmitt núna þegar umferðin er orðin jafn mikil og raun ber vitni,“ segir oddvitinn. Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
„Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, í tilefni fullyrðingar Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti, um að Reynisfjallsgöng hafi verið sett inn á aðalskipulag í óþökk allra landeigenda. Sjá hér: Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda „Það hefur verið hreinn meirihluti fyrir málinu í sveitarstjórn frá kosningum árið 2010 þegar þetta mál var sett fram sem baráttumál, þó að hugmyndin eigi sér að sjálfsögðu mun lengri sögu. Nú háttar svo til að enginn ágreiningur er um málið í sveitarstjórn. Mér þykir slæmt að það, sem er lykilatriði, skuli látið kjurrt liggja á meðan landeigandi sem hefur fyrst og fremst umtalsverðra eiginhagsmuna að gæta fær að þyrla upp ryki. Hann hefur svo ég til viti ekkert umboð til að fullyrða um afstöðu annarra landeigenda en sín sjálfs,“ segir Einar oddviti, sem sjálfur býr á Loðmundarstöðum, einum Sólheimabæjanna.Frá Vík. Horft til Reynisdranga. Nýr vegur kæmi fyrir sunnan byggðina.Stöð 2/Einar Árnason.Bryndís F. Harðardóttir, einn eigenda jarðarinnar Reynishóla, gerir einnig athugasemd við orð Guðna. „Guðni Einarsson er landeigandi í Þórisholti ásamt fleirum og hann er ekki talsmaður Reynishverfinga. Landeigendur í Reynishverfi eru miklu fleiri og margir hverjir styðja þessa framkvæmd,“ segir Bryndís. Hún segir stuðning við göngin hafa komið fram í opinberum umsögnum og nefnir eigendur Presthúsa, Lækjarbakka, Reynis, Teigagerðis auk Reynishóla. „Algjört lykilatriði er að með nýjum vegi losnum við við þjóðveginn úr Víkurþorpi. Hann þverar þorpið, er hættulegur og hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Ný úttekt á vegum Vegagerðarinnar sýnir einmitt fram á neikvæð áhrif vegarins á það hvort börn ganga í skólann eða ekki. Núverandi vegstæði býður ekki upp á úrbætur og því nauðsynlegt að færa veginn. Meðalumferð í gegnum Vík er orðin sú sama í nóvember eins og hún var um hásumar 2013 og fjöldi bíla á dag er orðinn yfir 4.000 þegar mest lætur á sumrin núorðið. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að fá nýjan veg heldur en einmitt núna þegar umferðin er orðin jafn mikil og raun ber vitni,“ segir oddvitinn.
Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15
Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59