Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. desember 2019 08:00 Í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Garðabæ verða almenningssamgöngur veigameiri þáttur í allri uppbyggingu. Góðar samgöngur hafa áhrif á svo marga þætti samfélagsins. Vart þarf að nefna áhrif þeirra í baráttunni við loftslagsmál og minni mengun það ætti að vera öllum ljóst í dag. Aðrir veigamiklir áhrifaþættir er búseta fólks. Val um búsetu ungs fjölskyldufólks byggir á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Gott og metnaðrfullt skólastarf vegur þar einna þyngst en samhliða er það framboð á fjölbreyttu húsnæði, ódýru til eigu sem og leigu. Almenningssamgöngur er síðan sá þáttur sem ungt fólk aðhyllist meira og meira. Breytt lífssýn til umhverfismál og neysluhyggju gerir það að verkum að ungt fólk lítur alltaf nær og nær til þeirra þátta sem einfalda lífið í amstri dagsins. Í því felst að komast þokkalega hratt og örugglega á milli staða innan sveitarfélags sem og á milli staða utan búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Í stóra samhenginu þá eiga sveitarfélögin sér sameiginlega sýn þegar kemur að byggðaþróun og skipulag almenningssamgangna líkt og borgarlínan sýnir og sannar. En almenningssamgöngur þarf ekki síður að hugsa út frá börnum og ungmennum sem eru á faraldsfæti daginn út og inn í og úr skóla yfir í íþrótta- og tómstundastarf. Því þarf að huga sérstaklega að þeirra notendaþörf og horfa ekki framhjá þeirri mikilvægu þjónustu sem felst í almenningssamgöngum sem mæta einmitt þeirra þörfum. Þá þarf sérstaklega að huga að aðgengi íbúa sem fjærst eru frá þeirri þjónustu sem sótt er í eins og íþróttastarf eða annað tómstundastarf sem miðar ekki að samfellu skóladagsins. Í dag er raunveruleikinn sá að ungmenni hvort heldur sem eru staðsett á Álftanesi eða í Urriðaholti komast með talsverðum erfiðleikum á milli staða eftir hinn hefðbundna dagvinnutíma þar sem tíðni almenningssamgangna er takmörkuð. Að mörgu er að hyggja og það skiptir máli að Garðabær hafi skýra stefnu um öruggar samgöngur þegar kemur að börnum og ungmennum og þær séu greiðfærar og styðji við öll ungmenni til félagslegrar þátttöku óháð búsetu í sveitarfélaginu. Nýverið fór fram málþing um samgöngur barna og ungmenna sem einmitt var haldið í Garðabæ þar sem voru flutt áhugaverð erindi og góð brýning um að gleyma ekki þessum hópi notenda sem þurfa svo sannarlega á því að halda að komast á milli staða og mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að þeirri þjónustu. Við höfum til að mynda Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna sem kveða skýrt á um aðkomu barna og ungmenna þegar kemur að skipulagi samgangna. Á bæjarráðsfundi í vikunni flyt ég tillögu fyrir hönd Garðabæjarlistans um úttekt á samgöngum barna og ungmenna með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þörfina og aðgengið sem og tillögu um að brugðist verði við þeirri niðurstöðu börnum og ungmennum til hagsbóta. Garðabær er ört vaxandi samfélag þar sem byggð er dreifð og íbúum fjölgar jafnt og þétt og því mál til komið að endurskoða fyrri umferðaröryggisstefnu Garðabæjar sem er frá árinu 2013 og því nokkuð ljóst að breytingar hafa orðið á þörf almenningsamgangna barna og ungmenna.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Strætó Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í ört vaxandi sveitarfélagi eins og Garðabæ verða almenningssamgöngur veigameiri þáttur í allri uppbyggingu. Góðar samgöngur hafa áhrif á svo marga þætti samfélagsins. Vart þarf að nefna áhrif þeirra í baráttunni við loftslagsmál og minni mengun það ætti að vera öllum ljóst í dag. Aðrir veigamiklir áhrifaþættir er búseta fólks. Val um búsetu ungs fjölskyldufólks byggir á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Gott og metnaðrfullt skólastarf vegur þar einna þyngst en samhliða er það framboð á fjölbreyttu húsnæði, ódýru til eigu sem og leigu. Almenningssamgöngur er síðan sá þáttur sem ungt fólk aðhyllist meira og meira. Breytt lífssýn til umhverfismál og neysluhyggju gerir það að verkum að ungt fólk lítur alltaf nær og nær til þeirra þátta sem einfalda lífið í amstri dagsins. Í því felst að komast þokkalega hratt og örugglega á milli staða innan sveitarfélags sem og á milli staða utan búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Í stóra samhenginu þá eiga sveitarfélögin sér sameiginlega sýn þegar kemur að byggðaþróun og skipulag almenningssamgangna líkt og borgarlínan sýnir og sannar. En almenningssamgöngur þarf ekki síður að hugsa út frá börnum og ungmennum sem eru á faraldsfæti daginn út og inn í og úr skóla yfir í íþrótta- og tómstundastarf. Því þarf að huga sérstaklega að þeirra notendaþörf og horfa ekki framhjá þeirri mikilvægu þjónustu sem felst í almenningssamgöngum sem mæta einmitt þeirra þörfum. Þá þarf sérstaklega að huga að aðgengi íbúa sem fjærst eru frá þeirri þjónustu sem sótt er í eins og íþróttastarf eða annað tómstundastarf sem miðar ekki að samfellu skóladagsins. Í dag er raunveruleikinn sá að ungmenni hvort heldur sem eru staðsett á Álftanesi eða í Urriðaholti komast með talsverðum erfiðleikum á milli staða eftir hinn hefðbundna dagvinnutíma þar sem tíðni almenningssamgangna er takmörkuð. Að mörgu er að hyggja og það skiptir máli að Garðabær hafi skýra stefnu um öruggar samgöngur þegar kemur að börnum og ungmennum og þær séu greiðfærar og styðji við öll ungmenni til félagslegrar þátttöku óháð búsetu í sveitarfélaginu. Nýverið fór fram málþing um samgöngur barna og ungmenna sem einmitt var haldið í Garðabæ þar sem voru flutt áhugaverð erindi og góð brýning um að gleyma ekki þessum hópi notenda sem þurfa svo sannarlega á því að halda að komast á milli staða og mikilvægi þess að allir hafi jafnan aðgang að þeirri þjónustu. Við höfum til að mynda Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna sem kveða skýrt á um aðkomu barna og ungmenna þegar kemur að skipulagi samgangna. Á bæjarráðsfundi í vikunni flyt ég tillögu fyrir hönd Garðabæjarlistans um úttekt á samgöngum barna og ungmenna með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þörfina og aðgengið sem og tillögu um að brugðist verði við þeirri niðurstöðu börnum og ungmennum til hagsbóta. Garðabær er ört vaxandi samfélag þar sem byggð er dreifð og íbúum fjölgar jafnt og þétt og því mál til komið að endurskoða fyrri umferðaröryggisstefnu Garðabæjar sem er frá árinu 2013 og því nokkuð ljóst að breytingar hafa orðið á þörf almenningsamgangna barna og ungmenna.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar