Enn eitt áfallið fyrir fjárfestinn sem vill leggja sæstreng til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 11:30 Edi Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hinn síðarnefndi var borgarstjóri Lundúna. Skjáskot/Youtube Það gengur illa hjá breska fjárfestinum Edi Truell að fá stjórnvöld í Bretlandi til að greiða götu sæstrengsverkefnis hans. Truell vill leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands. Breska blaðið Sunday Times greinir frá því að núverandi viðskipta og orkumálaráðherrar Bretlands hafi efasemdir um verkefnið, líkt og forverar þeirra.Í maí var sagt frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Þrýsti Truell mjög á stjórnvöld að greiða götu verkefnisins en auk sæstrengsins hefur Truell í hyggju að reisa verksmiðju á Englandi í tengslum við verkefnið sem myndi skapa 800 störf.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ september var sagt frá því að Truell hafi hótað því að hætta við að reisa verksmiðjuna á Englandi, fengi hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Þýsk stjórnvöld hefðu mikinn áhuga á verksmiðjunni og til stæði að reisa hana þar, nema bresk yfirvöld greiddu götu verkefnisins.Í frétt Sunday Times sem birtist í gær er enn fjallað um málið og segir þar að sæstrengsdraumar Truell séu orðnir „rafmagnslausir“. Þar segir að Andrea Leadsom, viðskiptaráðherra Bretlands, og Kwasi Kwarteng, orkumálaráðherra Bretlands, hafi lýst yfir efasemdum um fýsileika verkefnisins, áður en boðað var til kosninga í Bretlandi.Sagður hafa „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ Þá segir einnig í frétt Times að forverar þeirra á ráðherrastóli, Greg Clark og Claire Perry, hafi áður hafnað tillögu Truell. Það hafi leitt til þess að Truell hafi hótað því að kvarta formlega yfir málsmeðferð málsins. Í Times er þó haft eftir honum að hann hafi „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ án þess þó að það sé skýrt nánar. Þá hefur Times einnig eftir heimildarmanni sínum innan viðskiptaráðuneytisins að engin formleg umsókn hafi borist vegna málsins og því sé ráðuneytið ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til málsins. Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann hefur stutt Íhaldsflokkinn fjárhagslega. Hann virðist vera mjög áhugasamur um orkumál á Íslandi en á síðasta ári var greint frá því að svissneskt fjárfestingafélag Truell, DC Renewable Energy AG, hefði keypti 12,7 prósent hlut í HS Orku. Kaupin gengu þó ekki í gegn þar sem Truell tókst ekki að ljúka fjármögnun vegna þeirra. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, keypti þess í stað hlutinn í apríl á þessu ári. Bretland Orkumál Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. 8. september 2019 10:20 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Það gengur illa hjá breska fjárfestinum Edi Truell að fá stjórnvöld í Bretlandi til að greiða götu sæstrengsverkefnis hans. Truell vill leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands. Breska blaðið Sunday Times greinir frá því að núverandi viðskipta og orkumálaráðherrar Bretlands hafi efasemdir um verkefnið, líkt og forverar þeirra.Í maí var sagt frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Þrýsti Truell mjög á stjórnvöld að greiða götu verkefnisins en auk sæstrengsins hefur Truell í hyggju að reisa verksmiðju á Englandi í tengslum við verkefnið sem myndi skapa 800 störf.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ september var sagt frá því að Truell hafi hótað því að hætta við að reisa verksmiðjuna á Englandi, fengi hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Þýsk stjórnvöld hefðu mikinn áhuga á verksmiðjunni og til stæði að reisa hana þar, nema bresk yfirvöld greiddu götu verkefnisins.Í frétt Sunday Times sem birtist í gær er enn fjallað um málið og segir þar að sæstrengsdraumar Truell séu orðnir „rafmagnslausir“. Þar segir að Andrea Leadsom, viðskiptaráðherra Bretlands, og Kwasi Kwarteng, orkumálaráðherra Bretlands, hafi lýst yfir efasemdum um fýsileika verkefnisins, áður en boðað var til kosninga í Bretlandi.Sagður hafa „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ Þá segir einnig í frétt Times að forverar þeirra á ráðherrastóli, Greg Clark og Claire Perry, hafi áður hafnað tillögu Truell. Það hafi leitt til þess að Truell hafi hótað því að kvarta formlega yfir málsmeðferð málsins. Í Times er þó haft eftir honum að hann hafi „aðra hluti til þess að eyða tímanum í“ án þess þó að það sé skýrt nánar. Þá hefur Times einnig eftir heimildarmanni sínum innan viðskiptaráðuneytisins að engin formleg umsókn hafi borist vegna málsins og því sé ráðuneytið ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til málsins. Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann hefur stutt Íhaldsflokkinn fjárhagslega. Hann virðist vera mjög áhugasamur um orkumál á Íslandi en á síðasta ári var greint frá því að svissneskt fjárfestingafélag Truell, DC Renewable Energy AG, hefði keypti 12,7 prósent hlut í HS Orku. Kaupin gengu þó ekki í gegn þar sem Truell tókst ekki að ljúka fjármögnun vegna þeirra. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, keypti þess í stað hlutinn í apríl á þessu ári.
Bretland Orkumál Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. 8. september 2019 10:20 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37
Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00
Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. 8. september 2019 10:20
Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00
Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15