Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 12:15 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Hverfandi líkur eru á því að Ísland komist af gráum lista FATF í febrúar líkt og vonast hefur verið til að sögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Viðreisnar segir augljóst að brotalamir hafi verið í kerfinu. Í október lenti Ísland á gráum lista FATF yfir þau ríki sem ekki þykja hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þær aðgerðir sem stjórnvöld höfðu gripið til dugðu ekki til að koma í veg fyrir að Ísland lenti á listanum. Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra létu taka saman skýrslu um aðdraganda þess að Ísland lenti á listanum og var skýrslan til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er formaður nefndarinnar. „Það sem er kannski athyglisvert í skýrslunni er að sjá hversu mörg viðvörunarljós blikkuðu, hversu oft var verið að eiga í samskiptum um að það yrði að bregðast við strax, núna, en það var ekki gert og það er ekki skýrt af lestri skýrslunnar hvers vegna viðbrögðin voru svona hæg,“ segir Þórhildur Sunna. Nefndin hefur þegar ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á viðbrögðum ráðherra og breytir skýrsla ráðuneytisins engu þar um. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun halda utan um frekari gagnaöflun.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm„Það er svo sem ekkert verið að draga fjöður yfir það í þessari skýrslu að það eru þarna brotalamir. Menn virðast ekki hafa tekið þennan málaflokk alvarlega og það er ekki alveg skýrt hver ábyrgðarkeðjan er og af hverju er ekki brugðist við,“ segir Jón Steindór. Með frumkvæðisathugun nefndarinnar verði leitast við að fá svör við þeim spurningum. Stjórnvöld hafa bundið vonir við að Ísland komist af listanum sem allra fyrst en næsti fundur FATF er í febrúar. Það segir Þórhildur Sunna óraunhæft. „Mér hefur fundist það vera svona svolítið fast í umræðunni að við eigum einhverja raunhæfa von um að komast af þessum lista í febrúar. Það er bara samkvæmt því sem sérfræðingar segja okkur ekki rétt. Bjartsýnustu spár myndu gera ráð fyrir því að við kæmumst af listanum í júní,“ segir Þórhildur Sunna. Líklegra sé þó, ef að allt gengur vel, að það verði í október. „Miðað við starfshætti FATF þá séu hverfandi líkur á því [að sögn sérfræðinga] að það breytist eitthvað í febrúar varðandi veru okkar á þessum lista,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44 Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00 Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Hverfandi líkur eru á því að Ísland komist af gráum lista FATF í febrúar líkt og vonast hefur verið til að sögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Viðreisnar segir augljóst að brotalamir hafi verið í kerfinu. Í október lenti Ísland á gráum lista FATF yfir þau ríki sem ekki þykja hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þær aðgerðir sem stjórnvöld höfðu gripið til dugðu ekki til að koma í veg fyrir að Ísland lenti á listanum. Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra létu taka saman skýrslu um aðdraganda þess að Ísland lenti á listanum og var skýrslan til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er formaður nefndarinnar. „Það sem er kannski athyglisvert í skýrslunni er að sjá hversu mörg viðvörunarljós blikkuðu, hversu oft var verið að eiga í samskiptum um að það yrði að bregðast við strax, núna, en það var ekki gert og það er ekki skýrt af lestri skýrslunnar hvers vegna viðbrögðin voru svona hæg,“ segir Þórhildur Sunna. Nefndin hefur þegar ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á viðbrögðum ráðherra og breytir skýrsla ráðuneytisins engu þar um. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun halda utan um frekari gagnaöflun.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm„Það er svo sem ekkert verið að draga fjöður yfir það í þessari skýrslu að það eru þarna brotalamir. Menn virðast ekki hafa tekið þennan málaflokk alvarlega og það er ekki alveg skýrt hver ábyrgðarkeðjan er og af hverju er ekki brugðist við,“ segir Jón Steindór. Með frumkvæðisathugun nefndarinnar verði leitast við að fá svör við þeim spurningum. Stjórnvöld hafa bundið vonir við að Ísland komist af listanum sem allra fyrst en næsti fundur FATF er í febrúar. Það segir Þórhildur Sunna óraunhæft. „Mér hefur fundist það vera svona svolítið fast í umræðunni að við eigum einhverja raunhæfa von um að komast af þessum lista í febrúar. Það er bara samkvæmt því sem sérfræðingar segja okkur ekki rétt. Bjartsýnustu spár myndu gera ráð fyrir því að við kæmumst af listanum í júní,“ segir Þórhildur Sunna. Líklegra sé þó, ef að allt gengur vel, að það verði í október. „Miðað við starfshætti FATF þá séu hverfandi líkur á því [að sögn sérfræðinga] að það breytist eitthvað í febrúar varðandi veru okkar á þessum lista,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44 Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00 Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44
Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00
Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03
„Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41
Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33
Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15