Leikmenn Georgetown háskólans ákærðir fyrir innbrot, líkamsárás og kynferðislega áreitni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 21:00 Leikmenn Georgetown háskólans í leik í vetur. Getty/Emilee Chinn Það er ekki góð staða á körfuboltaliði Georgetown háskólans þessa dagana eftir að þrír leikmenn liðsins voru kærðir til lögreglu og einn til viðbótar yfirgaf skólann. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN fjallar um fjölmargar ákærur á leikmenn liðsins en blaðamenn ESPN komust yfir réttargögn í málinu sem samnemendur leikmannanna hafa höfðað gegn þeim.Court docs obtained by @CBSSports show multiple accusers making multiple allegations in Nov. of sexual harassment, violence and burglary against three Georgetown players. Two are still on the roster. Georgetown has not responded to requests for comment. https://t.co/c5E8989Nrz — Matt Norlander (@MattNorlander) December 3, 2019 Körfuboltaleikmennirnir Josh LeBlanc og Galen Alexander fengu báðir nálgunarbann eftir að hafa gerst sekir um innbrot og áreitni og nýliðinn Myron Gardner var ákærður fyrir líkamsárás og kynferðislega áreitni. Fórnarlömbin eru tveir herbergisfélagar. „Joshua LeBlanc brást við ásökunum mínum um meint innbrot þann 16. september 2019 með því að hóta mér og herbergisfélaga mínum líkamstjóni. Hann hélt síðan áfram að hóta mér í gegnum smáskilaboð vikuna á eftir,“ segir í kærunni. Herbergisfélagarnir fengu nálgunarbann gegn þeim LeBlanc og Alexander en þeir létu ekki sjá sig í réttarhaldinu og spiluðu sama kvöld með Georgetown háskólaliðinu. Umræddur herbergisfélagi kom síðan með aðra kæru á hendur þeim Josh LeBlanc og Galen Alexander en einnig gegn liðsfélaga þeirra Myron Gardner. Hún sakaði Gardner um kynferðislega áreitni og líkamsárás 15. september og sagði síðan að þeir Gardner, LeBlanc og Alexander hafi framið innbrot á heimili hennar daginn eftir. Hún kærði þá bæði hjá lögreglunni í Washington sem og hjá sérlögreglu Georgetown háskólans.Georgetown’s PG James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc will no longer be members of the Hoyas’ basketball team https://t.co/MCdmVY9bu8 — Sports Illustrated (@SInow) December 3, 2019 Galen Alexander hefur spilað alla sjö leiki Georgetown á þessu tímabili og þeir Josh LeBlanc og Myron Gardner hafa verið með í sex leikjum. Georgetown hefur gefið það út að Josh LeBlanc og byrjunarliðsleikstjórnandinn James Akinjo væri á förum úr skólanum. Skólinn gaf enga ástæðu fyrir brottför þeirra en gaf seinna út yfirlýsingu þar sem kemur fram að skólayfirvöld taka allar ásakanir alvarlega og muni rannsaka þær á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Brotthvarf James Akinjo tengist málinu þó ekki neitt en hann vildi sjálfur skipta yfir í annan skóla. Þjálfari liðsins er Patrick Ewing, fyrrum leikmaður New York Knicks og meðlimur í bandaríska draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.Big announcement from Georgetown - starting point guard James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc are no longer playing for the team. pic.twitter.com/VcSJ7zJAQL — Ava Wallace (@avarwallace) December 2, 2019 Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Það er ekki góð staða á körfuboltaliði Georgetown háskólans þessa dagana eftir að þrír leikmenn liðsins voru kærðir til lögreglu og einn til viðbótar yfirgaf skólann. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN fjallar um fjölmargar ákærur á leikmenn liðsins en blaðamenn ESPN komust yfir réttargögn í málinu sem samnemendur leikmannanna hafa höfðað gegn þeim.Court docs obtained by @CBSSports show multiple accusers making multiple allegations in Nov. of sexual harassment, violence and burglary against three Georgetown players. Two are still on the roster. Georgetown has not responded to requests for comment. https://t.co/c5E8989Nrz — Matt Norlander (@MattNorlander) December 3, 2019 Körfuboltaleikmennirnir Josh LeBlanc og Galen Alexander fengu báðir nálgunarbann eftir að hafa gerst sekir um innbrot og áreitni og nýliðinn Myron Gardner var ákærður fyrir líkamsárás og kynferðislega áreitni. Fórnarlömbin eru tveir herbergisfélagar. „Joshua LeBlanc brást við ásökunum mínum um meint innbrot þann 16. september 2019 með því að hóta mér og herbergisfélaga mínum líkamstjóni. Hann hélt síðan áfram að hóta mér í gegnum smáskilaboð vikuna á eftir,“ segir í kærunni. Herbergisfélagarnir fengu nálgunarbann gegn þeim LeBlanc og Alexander en þeir létu ekki sjá sig í réttarhaldinu og spiluðu sama kvöld með Georgetown háskólaliðinu. Umræddur herbergisfélagi kom síðan með aðra kæru á hendur þeim Josh LeBlanc og Galen Alexander en einnig gegn liðsfélaga þeirra Myron Gardner. Hún sakaði Gardner um kynferðislega áreitni og líkamsárás 15. september og sagði síðan að þeir Gardner, LeBlanc og Alexander hafi framið innbrot á heimili hennar daginn eftir. Hún kærði þá bæði hjá lögreglunni í Washington sem og hjá sérlögreglu Georgetown háskólans.Georgetown’s PG James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc will no longer be members of the Hoyas’ basketball team https://t.co/MCdmVY9bu8 — Sports Illustrated (@SInow) December 3, 2019 Galen Alexander hefur spilað alla sjö leiki Georgetown á þessu tímabili og þeir Josh LeBlanc og Myron Gardner hafa verið með í sex leikjum. Georgetown hefur gefið það út að Josh LeBlanc og byrjunarliðsleikstjórnandinn James Akinjo væri á förum úr skólanum. Skólinn gaf enga ástæðu fyrir brottför þeirra en gaf seinna út yfirlýsingu þar sem kemur fram að skólayfirvöld taka allar ásakanir alvarlega og muni rannsaka þær á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Brotthvarf James Akinjo tengist málinu þó ekki neitt en hann vildi sjálfur skipta yfir í annan skóla. Þjálfari liðsins er Patrick Ewing, fyrrum leikmaður New York Knicks og meðlimur í bandaríska draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.Big announcement from Georgetown - starting point guard James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc are no longer playing for the team. pic.twitter.com/VcSJ7zJAQL — Ava Wallace (@avarwallace) December 2, 2019
Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira