Tugir hitameta féllu í gær: „Óvenjuleg hlýindi í desember“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2019 10:15 Það var nú ekki beint sólríkt á höfuðborgarsvæðinu í gær en þó var hlýtt, líkt og víða um land. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Ný desemberhitamet voru slegin á mörgum tugum sjálfvirkra veðurathugunarstöðva í gær en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi óvenju miklu hlýindi í nýrri færslu á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Þar kemur fram að hæsti hiti sem hingað til hefur mælst hér á landi í desember hafi verið 18,4 stig en það gerðist þann 14. desember 2001. Í gær féll þetta met rækilega þar sem hæsti hiti á landinu mældist 19,7 stig á Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist hann 19 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 í Vestdal við Seyðisfjörð. Trausti segir í færslu sinni að hann muni varla eftir því að jafnmörg dægurhámarksmet hafi fallið sama daginn, líklega á um 200 stöðvum.Hlýja loftið komið langt að Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn eigi eftir að staðfesta öll hitametin en það sé ljóst að fullt af metum hafi verið slegin. „Þetta eru óvenjuleg hlýindi í byrjun desember,“ segir Þorsteinn. Nú sé hins vegar að fara að kólna. „Þessi hausthiti hann er á förum núna. Við förum yfir í norðanáttir og kulda og svolítinn lægðagang næstu dagana.“ Þá ritar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um uppruna hlýja loftsins á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir loftið langt að komið: „Á föstudag var það nærri yfirborði suður undir 30°N djúpt vestur af Kanaríeyjum. Á fullveldisdaginn (sunnudag) barst það yfir Azoreyjar. Áfram nærri yfirborði, en með fallandi loftvog í vestri og aukinni SSV-átt í öllum hæðum veðrahvolfs fór það hratt yfir síðasta spölinn og við sjáum á blá ferlinum að ögnin okkar lyftist í hærri hæðir þegar loftið nálgaðist Íslandsstrendur. Áhrif fjallanna, en uppstreymi kom líka til á stóru svæði vegna veðurstöðunnar. Þó loftið kólni með hæð "varðveitir" það bísna vel á svo fáum dögum varma sinn og komist það aftur niður raungerist þægilegur hiti þess á mælum eins og sást í gær á Kvískerjum þegar þar mældust rúmar 19,7°C. Eins 19,0 á Borgarfirði eystra og 18,7 á Seyðisfirði.“Færslu Einars og þar með myndina sem hann vísar til má sjá hér fyrir neðan. Veður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
Ný desemberhitamet voru slegin á mörgum tugum sjálfvirkra veðurathugunarstöðva í gær en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi óvenju miklu hlýindi í nýrri færslu á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Þar kemur fram að hæsti hiti sem hingað til hefur mælst hér á landi í desember hafi verið 18,4 stig en það gerðist þann 14. desember 2001. Í gær féll þetta met rækilega þar sem hæsti hiti á landinu mældist 19,7 stig á Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist hann 19 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 í Vestdal við Seyðisfjörð. Trausti segir í færslu sinni að hann muni varla eftir því að jafnmörg dægurhámarksmet hafi fallið sama daginn, líklega á um 200 stöðvum.Hlýja loftið komið langt að Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn eigi eftir að staðfesta öll hitametin en það sé ljóst að fullt af metum hafi verið slegin. „Þetta eru óvenjuleg hlýindi í byrjun desember,“ segir Þorsteinn. Nú sé hins vegar að fara að kólna. „Þessi hausthiti hann er á förum núna. Við förum yfir í norðanáttir og kulda og svolítinn lægðagang næstu dagana.“ Þá ritar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um uppruna hlýja loftsins á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir loftið langt að komið: „Á föstudag var það nærri yfirborði suður undir 30°N djúpt vestur af Kanaríeyjum. Á fullveldisdaginn (sunnudag) barst það yfir Azoreyjar. Áfram nærri yfirborði, en með fallandi loftvog í vestri og aukinni SSV-átt í öllum hæðum veðrahvolfs fór það hratt yfir síðasta spölinn og við sjáum á blá ferlinum að ögnin okkar lyftist í hærri hæðir þegar loftið nálgaðist Íslandsstrendur. Áhrif fjallanna, en uppstreymi kom líka til á stóru svæði vegna veðurstöðunnar. Þó loftið kólni með hæð "varðveitir" það bísna vel á svo fáum dögum varma sinn og komist það aftur niður raungerist þægilegur hiti þess á mælum eins og sást í gær á Kvískerjum þegar þar mældust rúmar 19,7°C. Eins 19,0 á Borgarfirði eystra og 18,7 á Seyðisfirði.“Færslu Einars og þar með myndina sem hann vísar til má sjá hér fyrir neðan.
Veður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira