Samherji segir upp öllum skipverjum á stærsta línuveiðiskipinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 10:27 Átján skipverjar á Önnu EA305 eru án vinnu. Vísir/SigurjónÓ Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. Mikið viðhald og lagfæringar á skipinu eru nauðsynlegar en engar ákvarðarnir höfðu verið teknar um að ráðast í þær. Smári Rúnar Hjálmtýsson, skipstjóri á Önnu EA 305, var um borð í skipinu að setja upp jólaseríu með vélstjóranum þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann segir tíðindin hafa borist í gær en þá kom Anna til hafnar á Akureyri þar sem landað var. „Það þarf að gera stórar lagfæringar á skipinu, laga stöðugleikann og svo liggur fyrir vélarúttekt. Þannig að það eru stórir póstar fram undan í viðhaldi og lagfæringum,“ segir Smári Rúnar. Kostnaður upp á að minnsta kosti tugi milljóna króna. Yfirmenn hjá Samherja hafi hins vegar ekki tekið neinar ákvarðanir um breytingar á skipinu.Anna EA 305 á siglingu í Eyjafirði.SamherjiAnna EA 305 er línuveiðiskip, 52 metra langt og 11 metra breitt en það var smíðað í Noregi árið 2001. Smári segir allan fókus hafa verið á grálúðu undanfarin tvö ár. Það sé meðal annars þess vegna sem gera þurfi breytingar á skipinu, svo það henti betur við slíkar veiðar. Skipið hefur mest verið við veiðar fyrir Austfjörðum þar sem landað hefur verið á Neskaupstað. Misjafnt sé hve langur uppsagnarfrestur skipverjanna sé, það fari eftir starfstíma hvers og eins. „Það er aldrei gaman að fá uppsagnir en svona er þetta,“ segir Smári. Þeir hafi sumir hverjir allt eins átt von á tíðindunum enda hafði ekkert heyrst frá yfirmönnum Samherja varðandi nauðsynlegar lagfæringar. Ekki náðist í Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar. Samherji hefur verið í kastljósinu undanfarnar vikur vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson steig úr stóli forstjóra á meðan málið er til rannsóknar. Sex embættismenn hafa verið ákærðir í Namibíu vegna málsins. Það er á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra hér á landi. Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. Mikið viðhald og lagfæringar á skipinu eru nauðsynlegar en engar ákvarðarnir höfðu verið teknar um að ráðast í þær. Smári Rúnar Hjálmtýsson, skipstjóri á Önnu EA 305, var um borð í skipinu að setja upp jólaseríu með vélstjóranum þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann segir tíðindin hafa borist í gær en þá kom Anna til hafnar á Akureyri þar sem landað var. „Það þarf að gera stórar lagfæringar á skipinu, laga stöðugleikann og svo liggur fyrir vélarúttekt. Þannig að það eru stórir póstar fram undan í viðhaldi og lagfæringum,“ segir Smári Rúnar. Kostnaður upp á að minnsta kosti tugi milljóna króna. Yfirmenn hjá Samherja hafi hins vegar ekki tekið neinar ákvarðanir um breytingar á skipinu.Anna EA 305 á siglingu í Eyjafirði.SamherjiAnna EA 305 er línuveiðiskip, 52 metra langt og 11 metra breitt en það var smíðað í Noregi árið 2001. Smári segir allan fókus hafa verið á grálúðu undanfarin tvö ár. Það sé meðal annars þess vegna sem gera þurfi breytingar á skipinu, svo það henti betur við slíkar veiðar. Skipið hefur mest verið við veiðar fyrir Austfjörðum þar sem landað hefur verið á Neskaupstað. Misjafnt sé hve langur uppsagnarfrestur skipverjanna sé, það fari eftir starfstíma hvers og eins. „Það er aldrei gaman að fá uppsagnir en svona er þetta,“ segir Smári. Þeir hafi sumir hverjir allt eins átt von á tíðindunum enda hafði ekkert heyrst frá yfirmönnum Samherja varðandi nauðsynlegar lagfæringar. Ekki náðist í Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar. Samherji hefur verið í kastljósinu undanfarnar vikur vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson steig úr stóli forstjóra á meðan málið er til rannsóknar. Sex embættismenn hafa verið ákærðir í Namibíu vegna málsins. Það er á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra hér á landi.
Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira