Vill útlendinga að borðinu í Brimi Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2019 15:45 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brim og aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, vill að stjórn síðarnefnda félagsins auki möguleika útlendinga til að fjárfesta í Brimi. Útgerðarfélagið vill að beiðni þess efnis verði tekin fyrir á hluthafafundi Brims þann 12. desember næstkomandi og leggur sjálft til þrjár leiðir svo að fá megi útlendinga að borðinu - til að mynda að skrá Brim í norsku Kauphöllina. Í greinargerð með tillögu Útgerðarfélagsins, sem send var á Kauphöllina nú síðdegis, segir að í ljósi þess að Brim er sjávarútvegsfyrirtæki þá lúti það takmörkunum þegar kemur að fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þannig megi útlendingar ekki fjárfesta með beinum hætti í íslensku fyrirtæki sem stundar fiskveiðar eða vinnslu sjávarafurða.Skýringarmynd Brims.Aftur á móti sé útlendingum heimilt að eiga með óbeinum hætti eignarhlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Það geti þeir gert með því að eiga hlut í íslensku félagi - sem síðan á sjávarútvegsfyrirtæki. Hlutur útlendinga í slíku félagi má ekki vera meira en fjórðungur, eða 33 prósent eftir atvikum. Löggjafarvaldið telji skynsamlegt að heimila slíka óbeina fjárfestingu að mati Útgerðarfélagsins, sem vísar til greinargerðar með lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.„Að mati Útgerðarfélags Reykjavíkur er áhugi hjá erlendum aðilum að fjárfesta óbeint í sjávarútvegi á Íslandi. Slík viðskipti yrðu til hagsbóta fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og gætu aukið verulega getu þeirra til fjárfestinga, eflt rekstur og skapað aukin verðmæti,“ segir í greinargerð Útgerðarfélagsins og bætt við að viðskipti útlendinga með hlutabréf í félaginu yrðu eins og þegar Íslendingar versla með bréfin í Kauphöllinni: Gagnsæ. Af þessum sökum leggur útgerðarfélagið til að hluthafafundur Brims um miðjan desember feli stjórn félagsins að „kanna og eftir atvikum leggia til leiðir“ til að hleypa útlendingum að fjárfestingaborðinu. Stjórnin þurfi síðan að leggja fram tillögurnar á aðalfundi Brims á næsta ári. Útgerðarfélagið leggur sjálft til þrjár leiðir að þessu markmiði, sem stjórn Brims getur metið út frá hagkvæmni.Úr tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir hluthafafund Brims. Sjávarútvegur Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira
Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, vill að stjórn síðarnefnda félagsins auki möguleika útlendinga til að fjárfesta í Brimi. Útgerðarfélagið vill að beiðni þess efnis verði tekin fyrir á hluthafafundi Brims þann 12. desember næstkomandi og leggur sjálft til þrjár leiðir svo að fá megi útlendinga að borðinu - til að mynda að skrá Brim í norsku Kauphöllina. Í greinargerð með tillögu Útgerðarfélagsins, sem send var á Kauphöllina nú síðdegis, segir að í ljósi þess að Brim er sjávarútvegsfyrirtæki þá lúti það takmörkunum þegar kemur að fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þannig megi útlendingar ekki fjárfesta með beinum hætti í íslensku fyrirtæki sem stundar fiskveiðar eða vinnslu sjávarafurða.Skýringarmynd Brims.Aftur á móti sé útlendingum heimilt að eiga með óbeinum hætti eignarhlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Það geti þeir gert með því að eiga hlut í íslensku félagi - sem síðan á sjávarútvegsfyrirtæki. Hlutur útlendinga í slíku félagi má ekki vera meira en fjórðungur, eða 33 prósent eftir atvikum. Löggjafarvaldið telji skynsamlegt að heimila slíka óbeina fjárfestingu að mati Útgerðarfélagsins, sem vísar til greinargerðar með lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.„Að mati Útgerðarfélags Reykjavíkur er áhugi hjá erlendum aðilum að fjárfesta óbeint í sjávarútvegi á Íslandi. Slík viðskipti yrðu til hagsbóta fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og gætu aukið verulega getu þeirra til fjárfestinga, eflt rekstur og skapað aukin verðmæti,“ segir í greinargerð Útgerðarfélagsins og bætt við að viðskipti útlendinga með hlutabréf í félaginu yrðu eins og þegar Íslendingar versla með bréfin í Kauphöllinni: Gagnsæ. Af þessum sökum leggur útgerðarfélagið til að hluthafafundur Brims um miðjan desember feli stjórn félagsins að „kanna og eftir atvikum leggia til leiðir“ til að hleypa útlendingum að fjárfestingaborðinu. Stjórnin þurfi síðan að leggja fram tillögurnar á aðalfundi Brims á næsta ári. Útgerðarfélagið leggur sjálft til þrjár leiðir að þessu markmiði, sem stjórn Brims getur metið út frá hagkvæmni.Úr tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir hluthafafund Brims.
Sjávarútvegur Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira