Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:48 Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. Aðsent Benedikt Birgisson, trúnaðarmaður starfsfólks Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu segir að þegar tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar lauk hafi Hverfastöðin, sem áður var fjölskylduvæn, breyst í vinnustað sem sé fjandsamlegur fjölskyldu –og einkalífi. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, sem hafði verið í gangi í Hverfastöðinni á Njarðargötu síðan í október 2016, lauk skyndilega í byrjun september, starfsfólki til mikils ama. Starfsfólk Hverfastöðvarinnar birti í dag opið bréf til borgarstjóra þar sem það lét í ljós óánægju sína með að borgaryfirvöld skuli ekki hafa framlengt tilraunaverkefni um vinnutímastyttingu. Verkefnið hafi gefið góða raun. Sjá nánar: Kæri borgarstjóri „Fólkið sem byrjaði hérna eftir að þetta tilraunaverkefni var sett á er rosalega óánægt núna. Þeim finnst þetta vera kjaraskerðing. Núna eru þeir að vinna fyrir sömu laun og þeir hafa fengið undanfarin ár en eru að vinna einn aukatíma á dag.“ Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi auk þess sem andleg þreyta starfsfólks hafi aukist. „Ég átti séns, þó ég eigi heima í Breiðholti að fara heim klukkan fjögur úr vinnunni, ná í þá hálf fimm í leikskólann og koma mér heim. Þegar ég er að vinna til fimm, sko leikskólinn hefur þá verið lokað fyrir hálftíma þegar ég er búinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti tekið þátt í þeim pakka að sækja þá á leikskólann,“ segir Benedikt. Nú stendur Efling, stéttarfélag, í kjarasamningum við Reykjavíkurborg en illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir góða útkomu tilraunaverkefnisins virðist vera lítil eða enginn vilji af hálfu Reykjavíkurborgar að semja um vinnutímastyttingu að sögn starfsfólksins. Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Benedikt Birgisson, trúnaðarmaður starfsfólks Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu segir að þegar tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar lauk hafi Hverfastöðin, sem áður var fjölskylduvæn, breyst í vinnustað sem sé fjandsamlegur fjölskyldu –og einkalífi. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, sem hafði verið í gangi í Hverfastöðinni á Njarðargötu síðan í október 2016, lauk skyndilega í byrjun september, starfsfólki til mikils ama. Starfsfólk Hverfastöðvarinnar birti í dag opið bréf til borgarstjóra þar sem það lét í ljós óánægju sína með að borgaryfirvöld skuli ekki hafa framlengt tilraunaverkefni um vinnutímastyttingu. Verkefnið hafi gefið góða raun. Sjá nánar: Kæri borgarstjóri „Fólkið sem byrjaði hérna eftir að þetta tilraunaverkefni var sett á er rosalega óánægt núna. Þeim finnst þetta vera kjaraskerðing. Núna eru þeir að vinna fyrir sömu laun og þeir hafa fengið undanfarin ár en eru að vinna einn aukatíma á dag.“ Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi auk þess sem andleg þreyta starfsfólks hafi aukist. „Ég átti séns, þó ég eigi heima í Breiðholti að fara heim klukkan fjögur úr vinnunni, ná í þá hálf fimm í leikskólann og koma mér heim. Þegar ég er að vinna til fimm, sko leikskólinn hefur þá verið lokað fyrir hálftíma þegar ég er búinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti tekið þátt í þeim pakka að sækja þá á leikskólann,“ segir Benedikt. Nú stendur Efling, stéttarfélag, í kjarasamningum við Reykjavíkurborg en illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir góða útkomu tilraunaverkefnisins virðist vera lítil eða enginn vilji af hálfu Reykjavíkurborgar að semja um vinnutímastyttingu að sögn starfsfólksins.
Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15