Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 18:05 Ölgerðin hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar. Vísir/Vilhelm „Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. Í yfirlýsingunni segir að málið snúist um starfsmenn Ölgerðarinnar sem vinni í sömu deildum en séu í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hafi verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum njóti allir sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðgerðir sem afarkosti biðjist Ölgerðin velvirðingar á því.Samkvæmt heimildum Vísis boðaði Ölgerðin bílstjóra, starfsmenn á lager og verksmiðju á fund í síðustu viku. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuvikuÍ yfirlýsingu Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið virði alla kjarasamninga, réttindi og skyldur starfsmanna og harmi rangfærslur sem birst hafa. Í fréttaflutningi af málinu hafi verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku, það sé rangt. Starfsmenn hafi þegar unnið sér inn þau réttindi og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið. Ekki hafi staðið til að gera breytingar á því.Yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni má sjá hér að neðan:Vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar, er rétt að eftirfarandi komi fram.Ölgerðin virðir alla kjarasamninga, réttindi og skyldur sinna starfsmanna og harmar rangfærslur þar um sem birst hafa.Málið snýst um starfsmenn fyrirtækisins sem vinna í sömu deildum en eru í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hefur verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum séu allir að njóta sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðferðir til samræmingar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því.Í fréttaflutningi af málinu hefur verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku. Það er rangt. Starfsmenn hafa þegar unnið sér slík réttindi inn og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið og hefur aldrei staðið til að gera breytingar á því. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
„Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. Í yfirlýsingunni segir að málið snúist um starfsmenn Ölgerðarinnar sem vinni í sömu deildum en séu í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hafi verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum njóti allir sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðgerðir sem afarkosti biðjist Ölgerðin velvirðingar á því.Samkvæmt heimildum Vísis boðaði Ölgerðin bílstjóra, starfsmenn á lager og verksmiðju á fund í síðustu viku. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuvikuÍ yfirlýsingu Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið virði alla kjarasamninga, réttindi og skyldur starfsmanna og harmi rangfærslur sem birst hafa. Í fréttaflutningi af málinu hafi verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku, það sé rangt. Starfsmenn hafi þegar unnið sér inn þau réttindi og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið. Ekki hafi staðið til að gera breytingar á því.Yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni má sjá hér að neðan:Vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar, er rétt að eftirfarandi komi fram.Ölgerðin virðir alla kjarasamninga, réttindi og skyldur sinna starfsmanna og harmar rangfærslur þar um sem birst hafa.Málið snýst um starfsmenn fyrirtækisins sem vinna í sömu deildum en eru í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hefur verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum séu allir að njóta sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðferðir til samræmingar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því.Í fréttaflutningi af málinu hefur verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku. Það er rangt. Starfsmenn hafa þegar unnið sér slík réttindi inn og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið og hefur aldrei staðið til að gera breytingar á því.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15
Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02