Fjármálalæsi Lóu Eyþór Arnalds skrifar 4. desember 2019 18:45 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn hrósar sér og meirihlutanum fyrir ábyrga fjármálastjórn. Ég hef ítrekað bent á þá staðreynd að skuldasöfnun borgarinnar sé upp á meira en milljarð á mánuði. Reyndar jukust skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar um heila 24 milljarða frá síðustu áramótum. Þetta getur seint talist ábyrgt. Rekstrarkostnaður vex um 16% á 2 árum. Þetta kallar oddviti Viðreisnar aðhald í rekstri.64 milljarða skuldahækkun Loks tekur steininn úr þegar Þórdís Lóa sakar okkur um „loftútreikninga“ þegar við bendum einfaldlega á þá staðreynd að nú er gert ráð fyrir í nýsamþykktri fjárhagsáætlun að skuldir verði heilum 64 milljörðum hærri en lá fyrir í fjárhagsáætlun fyrir kosningarnar í fyrra. Það er því rétt að fara yfir útreikningana. Þeir ættu að vera auðveldir hverjum þeim sem setið hefur í 4. bekk grunnskóla. Samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun sem kynnt var fyrir kosningar áttu skuldir samstæðu borgarinnar að vera 304 milljarðar árið 2022. Í sambærilegri fimm ára áætlun sem samþykkt var í borgarstjórn á fimmtudaginn er skuldatalan komin upp í 368 milljarða (bls 97). Þórdísi Lóu til útskýringar eru 368-304=64. Með öðrum orðum; skuldir verða 64 milljörðum hærri í lok kjörtímabilsins en kynnt var fyrir kosningar. Ekki ætla ég Þórdísi Lóu að það sé viljandi farið með rangt mál, en fjármálalæsi hennar er áhyggjuefni.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Eyþór Arnalds Reykjavík Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn hrósar sér og meirihlutanum fyrir ábyrga fjármálastjórn. Ég hef ítrekað bent á þá staðreynd að skuldasöfnun borgarinnar sé upp á meira en milljarð á mánuði. Reyndar jukust skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar um heila 24 milljarða frá síðustu áramótum. Þetta getur seint talist ábyrgt. Rekstrarkostnaður vex um 16% á 2 árum. Þetta kallar oddviti Viðreisnar aðhald í rekstri.64 milljarða skuldahækkun Loks tekur steininn úr þegar Þórdís Lóa sakar okkur um „loftútreikninga“ þegar við bendum einfaldlega á þá staðreynd að nú er gert ráð fyrir í nýsamþykktri fjárhagsáætlun að skuldir verði heilum 64 milljörðum hærri en lá fyrir í fjárhagsáætlun fyrir kosningarnar í fyrra. Það er því rétt að fara yfir útreikningana. Þeir ættu að vera auðveldir hverjum þeim sem setið hefur í 4. bekk grunnskóla. Samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun sem kynnt var fyrir kosningar áttu skuldir samstæðu borgarinnar að vera 304 milljarðar árið 2022. Í sambærilegri fimm ára áætlun sem samþykkt var í borgarstjórn á fimmtudaginn er skuldatalan komin upp í 368 milljarða (bls 97). Þórdísi Lóu til útskýringar eru 368-304=64. Með öðrum orðum; skuldir verða 64 milljörðum hærri í lok kjörtímabilsins en kynnt var fyrir kosningar. Ekki ætla ég Þórdísi Lóu að það sé viljandi farið með rangt mál, en fjármálalæsi hennar er áhyggjuefni.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar