Meðlimum Siðmenntar fjölgaði um 655 manns, sem samsvarar 23,3 prósentu aukningu. Einnig fjölgaði í kaþólsku kirkjunni eða um 620 manns. Það er aukning upp á 4,4, prósent.
26.023 einstaklingar eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga en þeim fjölgaði um 1.260 á árinu. Alls eru 7,2 prósent landsmanna utan trú- og lífsskoðunarfélaga. Þá eru í heildina 52.060 einstaklingar sem eru búsettir hér á landi með ótilgreinda skráningu. Þeim hefur fjölgað um 5.748 eða 12, 4 prósent frá því í fyrra.
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands sem birtar voru í dag. Tölur þessar ná frá 1. desember í fyrra til 1. desember á þessu ári
