Liverpool er taplaust í síðustu 32 deildarleikjum sínum. Gamla metið, 31 deildarleikur í röð án taps, var frá níunda áratug síðustu aldar.
32 – Liverpool are now unbeaten in 32 Premier League matches since a 1-2 defeat to Man City back in January (W27 D5) – the Reds' longest ever run without defeat in English top-flight history. Formidable. #LIVEVEpic.twitter.com/g4XkvQ6NOI
— OptaJoe (@OptaJoe) December 4, 2019
Síðasta tap Liverpool í deildinni kom gegn Manchester City, 2-1, 3. janúar, eða fyrir rúmum ellefu mánuðum síðan. Tapið fyrir City var eina tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Liverpool hefur unnið 14 af fyrstu 15 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í vetur og gert eitt jafntefli. Rauði herinn er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.
Næsti leikur Liverpool er gegn Bournemouth á laugardaginn.