Íslendingur sagður hafa stungið mann í hálsinn á Strikinu og flúið á Burger King Eiður Þór Árnason skrifar 5. desember 2019 17:45 Amager torgið í Kaupmannahöfn er nálgægt umræddri Helligåndskirken. Getty/PhotographerCW Íslendingur er sakaður um að hafa stungið mann fyrir utan bar á Strikinu í Kaupmannahöfn síðasta laugardag, nálægt kirkjunni Helligåndskirken. Eftir árásina er árásarmaðurinn sagður hafa flúið inn á Burger King veitingastað þar sem hann var síðar handtekinn af lögreglu. DV.is greindi fyrst frá íslenskra miðla. Sjónarvottur lýsti árásarmanninum sem „stórvöxnum húðflúruðum Íslendingi“ í samtali við danska miðilinn Ekstra Bladet. Greindi vitnið frá því að hinn meinti Íslendingur hafi átt í slagsmálum við fórnarlambið áður en hann stakk manninn í hálsinn með hníf meðan hann lá á jörðu niðri. Lögreglumaðurinn Leif Hansen sagði í samtali við Extra Bladet að sjónarvottar hafi haft samband við lögreglu og vísað henni á manninn. Sást hann henda árásarvopninu í ruslið á Burger King staðnum þegar lögreglumenn nálguðust hann. Minnst tuttugu lögreglumenn eru sagðir hafa verið sendir á vettvang til að reyna tryggja öryggi almennings við handtökuna. Extra Bladet hefur eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn á laugardag að fórnarlambið væri komið úr lífshættu og hlyti aðhlynningu á Rigshospitalet. Var það þá mat lögreglu að um væri að ræða einangrað atvik milli tengdra manna. Vísir hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.Politiet er tilstede på Strøget efter et knivstikkeri på Vimmelskaftet ved nr. 22. Den udpegede gerningsmand ER blevet anholdt på Rådhuspladsen, hvortil vidner havde fulgt ham. Offeret er ikke i livsfare. Vi har ikke yderligere for nærværende#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) November 30, 2019 Danmörk Lögreglumál Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Íslendingur er sakaður um að hafa stungið mann fyrir utan bar á Strikinu í Kaupmannahöfn síðasta laugardag, nálægt kirkjunni Helligåndskirken. Eftir árásina er árásarmaðurinn sagður hafa flúið inn á Burger King veitingastað þar sem hann var síðar handtekinn af lögreglu. DV.is greindi fyrst frá íslenskra miðla. Sjónarvottur lýsti árásarmanninum sem „stórvöxnum húðflúruðum Íslendingi“ í samtali við danska miðilinn Ekstra Bladet. Greindi vitnið frá því að hinn meinti Íslendingur hafi átt í slagsmálum við fórnarlambið áður en hann stakk manninn í hálsinn með hníf meðan hann lá á jörðu niðri. Lögreglumaðurinn Leif Hansen sagði í samtali við Extra Bladet að sjónarvottar hafi haft samband við lögreglu og vísað henni á manninn. Sást hann henda árásarvopninu í ruslið á Burger King staðnum þegar lögreglumenn nálguðust hann. Minnst tuttugu lögreglumenn eru sagðir hafa verið sendir á vettvang til að reyna tryggja öryggi almennings við handtökuna. Extra Bladet hefur eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn á laugardag að fórnarlambið væri komið úr lífshættu og hlyti aðhlynningu á Rigshospitalet. Var það þá mat lögreglu að um væri að ræða einangrað atvik milli tengdra manna. Vísir hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.Politiet er tilstede på Strøget efter et knivstikkeri på Vimmelskaftet ved nr. 22. Den udpegede gerningsmand ER blevet anholdt på Rådhuspladsen, hvortil vidner havde fulgt ham. Offeret er ikke i livsfare. Vi har ikke yderligere for nærværende#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) November 30, 2019
Danmörk Lögreglumál Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira