Íslendingur sagður hafa stungið mann í hálsinn á Strikinu og flúið á Burger King Eiður Þór Árnason skrifar 5. desember 2019 17:45 Amager torgið í Kaupmannahöfn er nálgægt umræddri Helligåndskirken. Getty/PhotographerCW Íslendingur er sakaður um að hafa stungið mann fyrir utan bar á Strikinu í Kaupmannahöfn síðasta laugardag, nálægt kirkjunni Helligåndskirken. Eftir árásina er árásarmaðurinn sagður hafa flúið inn á Burger King veitingastað þar sem hann var síðar handtekinn af lögreglu. DV.is greindi fyrst frá íslenskra miðla. Sjónarvottur lýsti árásarmanninum sem „stórvöxnum húðflúruðum Íslendingi“ í samtali við danska miðilinn Ekstra Bladet. Greindi vitnið frá því að hinn meinti Íslendingur hafi átt í slagsmálum við fórnarlambið áður en hann stakk manninn í hálsinn með hníf meðan hann lá á jörðu niðri. Lögreglumaðurinn Leif Hansen sagði í samtali við Extra Bladet að sjónarvottar hafi haft samband við lögreglu og vísað henni á manninn. Sást hann henda árásarvopninu í ruslið á Burger King staðnum þegar lögreglumenn nálguðust hann. Minnst tuttugu lögreglumenn eru sagðir hafa verið sendir á vettvang til að reyna tryggja öryggi almennings við handtökuna. Extra Bladet hefur eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn á laugardag að fórnarlambið væri komið úr lífshættu og hlyti aðhlynningu á Rigshospitalet. Var það þá mat lögreglu að um væri að ræða einangrað atvik milli tengdra manna. Vísir hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.Politiet er tilstede på Strøget efter et knivstikkeri på Vimmelskaftet ved nr. 22. Den udpegede gerningsmand ER blevet anholdt på Rådhuspladsen, hvortil vidner havde fulgt ham. Offeret er ikke i livsfare. Vi har ikke yderligere for nærværende#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) November 30, 2019 Danmörk Lögreglumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Íslendingur er sakaður um að hafa stungið mann fyrir utan bar á Strikinu í Kaupmannahöfn síðasta laugardag, nálægt kirkjunni Helligåndskirken. Eftir árásina er árásarmaðurinn sagður hafa flúið inn á Burger King veitingastað þar sem hann var síðar handtekinn af lögreglu. DV.is greindi fyrst frá íslenskra miðla. Sjónarvottur lýsti árásarmanninum sem „stórvöxnum húðflúruðum Íslendingi“ í samtali við danska miðilinn Ekstra Bladet. Greindi vitnið frá því að hinn meinti Íslendingur hafi átt í slagsmálum við fórnarlambið áður en hann stakk manninn í hálsinn með hníf meðan hann lá á jörðu niðri. Lögreglumaðurinn Leif Hansen sagði í samtali við Extra Bladet að sjónarvottar hafi haft samband við lögreglu og vísað henni á manninn. Sást hann henda árásarvopninu í ruslið á Burger King staðnum þegar lögreglumenn nálguðust hann. Minnst tuttugu lögreglumenn eru sagðir hafa verið sendir á vettvang til að reyna tryggja öryggi almennings við handtökuna. Extra Bladet hefur eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn á laugardag að fórnarlambið væri komið úr lífshættu og hlyti aðhlynningu á Rigshospitalet. Var það þá mat lögreglu að um væri að ræða einangrað atvik milli tengdra manna. Vísir hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.Politiet er tilstede på Strøget efter et knivstikkeri på Vimmelskaftet ved nr. 22. Den udpegede gerningsmand ER blevet anholdt på Rådhuspladsen, hvortil vidner havde fulgt ham. Offeret er ikke i livsfare. Vi har ikke yderligere for nærværende#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) November 30, 2019
Danmörk Lögreglumál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira