Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2019 18:45 Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. „Ég vona að það sé enginn að fara hætta. Að þetta muni ekki hafa þau áhrif og að menn haldi áfram," segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Læknar fá ekki greidda yfirvinnu samkvæmt stimpilklukku. Þessari föstu yfirvinnu er því ætlað að greiða fyrir auka tíma umfram vinnuskyldu. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," segir Reynir.Formaður læknafélagsins spyr hvort yfirstjórn spítalans ætli að taka á sig svipaðar skerðingar.vísir/vilhelmSpítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var tilkynnt að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði og í lok nóvember sendi Reynir formlegt bréf til forstjóra spítalans þar sem spurt er til hvaða fleiri hópa launaskerðingin muni ná. Hann segir þetta gert þar sem kjaraskerðingar hjá yfirstjórn hafi að minnsta kosti ekki verið kynntar. Erindinu hefur ekki verið svarað. Þá hafnaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, viðtali um málið í dag. „Yfirstjórnin er að fá umtalsverðar fastar greiðslur með þessum hætti. Um fjögur hundruð milljónir króna sem fara til þeirra. Þannig það þarf nú kannski svona aðeins að skoða hvar sé verið að taka af í sparnaðinum þegar þrengir að dalnum," segir Reynir og óskar skýringa frá spítalanum. „Það er mjög ósanngjarnt að þetta séu læknar sem lenda í þessu. Og einnig hjúkrunarfræðingar sem hafa lent í þessu áður. Þð er verið að taka þetta út á fólkinu á gólfinu í dag. Það er alveg augljóst," segir Reynir. Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. „Ég vona að það sé enginn að fara hætta. Að þetta muni ekki hafa þau áhrif og að menn haldi áfram," segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Læknar fá ekki greidda yfirvinnu samkvæmt stimpilklukku. Þessari föstu yfirvinnu er því ætlað að greiða fyrir auka tíma umfram vinnuskyldu. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," segir Reynir.Formaður læknafélagsins spyr hvort yfirstjórn spítalans ætli að taka á sig svipaðar skerðingar.vísir/vilhelmSpítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var tilkynnt að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði og í lok nóvember sendi Reynir formlegt bréf til forstjóra spítalans þar sem spurt er til hvaða fleiri hópa launaskerðingin muni ná. Hann segir þetta gert þar sem kjaraskerðingar hjá yfirstjórn hafi að minnsta kosti ekki verið kynntar. Erindinu hefur ekki verið svarað. Þá hafnaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, viðtali um málið í dag. „Yfirstjórnin er að fá umtalsverðar fastar greiðslur með þessum hætti. Um fjögur hundruð milljónir króna sem fara til þeirra. Þannig það þarf nú kannski svona aðeins að skoða hvar sé verið að taka af í sparnaðinum þegar þrengir að dalnum," segir Reynir og óskar skýringa frá spítalanum. „Það er mjög ósanngjarnt að þetta séu læknar sem lenda í þessu. Og einnig hjúkrunarfræðingar sem hafa lent í þessu áður. Þð er verið að taka þetta út á fólkinu á gólfinu í dag. Það er alveg augljóst," segir Reynir.
Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira