Hver bjó til ellilífeyrisþega? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. desember 2019 09:00 Eftirlaun eiga sér rætur til seinni hluta nítjándu aldar í Prússlandi þegar fólk sem náði 70 ára aldri gat fengið borgaralaun frá samfélaginu enda oft útslitið. Þessi aldursmörk hafa haldist þrátt fyrir breytingar á vinnuálagi og aðstæðum. Af einhverjum orsökum telja stjórnvöld að þessi viðmið eigi alltaf að gilda og opinberir starfsmenn megi ekki vinna lengur en til sjötugs. Gildir engu hvort þeir vilja hætta eða ekki. Stundum ber á því að þeir séu eftir starfslok taldir vera til vandræða. Öldrunarfordómar eru til í samfélaginu og þeir snerta stóran hóp, ekki eingöngu eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki. Fyrsta skrefið í átt að því að eyða öldrunarfordómum er að stjórnkerfið skoði sjálft sig enda leggur það línurnar og setur fyrirmyndirnar. Þessir fordómarnir gagnvart öldruðum koma fram með margvíslegum hætti. Þeir vísa til staðlaðrar ímyndar og fordóma um eldra fólk, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynferðis. Dæmi um fordóma gegn öldruðum er þegar því er haldið fram að aldraðir séu staðnaðir, sérvitrir og heilsulausir o.s.frv. Flokkur fólksins hefur lagt til að velferðarsvið Reykjavíkur taki út hvernig öldrunarfordómar birtast í borgarkerfinu, í samþykktum og regluverki borgarinnar sem fjalla um eldri borgara. Markmiðið er að draga úr fordómum og fyrsta skrefið hlýtur að vera að skoða með hvaða hætti stjórnkerfi borgarinnar fjallar um eldri borgara, hvað setur fólk í stöðu sem grundvallast einungis á aldri þeirra (hindranir, takmörk, samþykktir, laga- og regluverk). Samskonar könnun þyrfti að gera á laga- og regluverki sem Alþingi hefur sett. Vert væri að Reykjavíkurborg kannaði hvort eldri borgarar séu almennt að upplifa mismunun vegna aldurs og þá með hvaða hætti. Það að eldri borgarar megi ekki vinna eins lengi og þeir vilja eru fordómar þar sem gert er ráð fyrir að við sjötugsaldur verði borgarar skyndilega slakir þátttakendur á vinnumarkaði - eingöngu vegna aldurs.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Eftirlaun eiga sér rætur til seinni hluta nítjándu aldar í Prússlandi þegar fólk sem náði 70 ára aldri gat fengið borgaralaun frá samfélaginu enda oft útslitið. Þessi aldursmörk hafa haldist þrátt fyrir breytingar á vinnuálagi og aðstæðum. Af einhverjum orsökum telja stjórnvöld að þessi viðmið eigi alltaf að gilda og opinberir starfsmenn megi ekki vinna lengur en til sjötugs. Gildir engu hvort þeir vilja hætta eða ekki. Stundum ber á því að þeir séu eftir starfslok taldir vera til vandræða. Öldrunarfordómar eru til í samfélaginu og þeir snerta stóran hóp, ekki eingöngu eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki. Fyrsta skrefið í átt að því að eyða öldrunarfordómum er að stjórnkerfið skoði sjálft sig enda leggur það línurnar og setur fyrirmyndirnar. Þessir fordómarnir gagnvart öldruðum koma fram með margvíslegum hætti. Þeir vísa til staðlaðrar ímyndar og fordóma um eldra fólk, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynferðis. Dæmi um fordóma gegn öldruðum er þegar því er haldið fram að aldraðir séu staðnaðir, sérvitrir og heilsulausir o.s.frv. Flokkur fólksins hefur lagt til að velferðarsvið Reykjavíkur taki út hvernig öldrunarfordómar birtast í borgarkerfinu, í samþykktum og regluverki borgarinnar sem fjalla um eldri borgara. Markmiðið er að draga úr fordómum og fyrsta skrefið hlýtur að vera að skoða með hvaða hætti stjórnkerfi borgarinnar fjallar um eldri borgara, hvað setur fólk í stöðu sem grundvallast einungis á aldri þeirra (hindranir, takmörk, samþykktir, laga- og regluverk). Samskonar könnun þyrfti að gera á laga- og regluverki sem Alþingi hefur sett. Vert væri að Reykjavíkurborg kannaði hvort eldri borgarar séu almennt að upplifa mismunun vegna aldurs og þá með hvaða hætti. Það að eldri borgarar megi ekki vinna eins lengi og þeir vilja eru fordómar þar sem gert er ráð fyrir að við sjötugsaldur verði borgarar skyndilega slakir þátttakendur á vinnumarkaði - eingöngu vegna aldurs.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar