Er ég nógu merkilegur? Friðrik Agni Árnason skrifar 8. desember 2019 10:00 „Ég hélt þú ættir heima í risa einbýlishúsi og ættir ríka foreldra.“ Þetta var sagt við mig eitt sinn og var það vinkona sem heimsótti mig í fyrsta skipti. Henni til dálítillar furðu átti ég heima í blokk og íbúð sem var ekkert sérlega íburðarmikil. En þetta var mitt heimili þar sem ást foreldra minna til okkar systkina var til staðar og það var svo sem alltaf nóg fyrir mig. Þegar ég hins vegar áttaði mig á því að krakkar, vinir og vinkonur í kringum mig áttu oftast heima í einbýlishúsum og áttu alltaf það nýjasta af öllu þá byrjaði samanburðurinn og minnimáttarkenndin. Þetta átti sérstaklega við um dansheiminn sem ég ólst upp í. Ég hugsa að ég hafi ákveðið eða jafnvel ómeðvitað sett mér það markmið að verða ótrúlega góður í dansi til að bæta upp fyrir það sem ég var ekki í alvörunni. Ekki nógu ríkur eða merkilegur í lífinu en mjög góður dansari. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en rosalega mjór. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en afburða námsmaður… Þið sjáið kannski hvert ég er að fara með þetta. Samanburðurinn og minnimáttarkenndin varð að óöryggi sem svo leiddi af sér fullkomnunaráráttu, átröskun og kvíða hjá mér á ungmennaárunum. Alla þessa kvilla berst ég við á hverjum degi enn þann dag í dag þó af mun minni ákafa. Ég sigraðist á átröskuninni en er hræddur um að hinir brestirnir fylgi mér enn. Í nútímasamfélagi er svo auðvelt að vera í samanburðar pakkanum því allt okkar líf er svo opið okkar á milli. Ekki bara samfélagið sem maður býr í heldur heimsamfélagið. Hver er mælikvarðinn á að vera merkilegur og eiga skilið hrós eða virðingu? Mér finnst í sumum aðstæðum að fólk taki ekki eftir mér eða velji jafnvel að heilsa mér ekki og það má vel vera að það sé einungis mín upplifun út frá mínu eigin óöryggi. Getur það samt verið að fólk dæmi út frá t.d. sýnileika á samfélagsmiðlum, er hann frægur? Af hverju ætti ég að yrða á hann? Hugsanlega ætti maður að yrða á alla, veita auglit, kinka kolli, segja hæ. Það er líka skrítið að þurfa eitthvert samhengi og stöðu einhvers til þess að dæma um hvort sá sami eigi skilið að honum sé veitt athygli. í grunninn er í raun enginn einn aðili merkilegri en annar. Ég reyni allavega alltaf að minna sjálfan mig á að þegar ég kem inn í aðstæður þar sem er nýtt fólk, að vera opinn, brosa og jafnvel heilsa. Hvaða máli skipti það t.d. fyrir ungu vinkonu mína, þá kannski ekki nema ellefu ára, í hverskyns húsnæði ég bjó í. Hvaða hugmyndir hafði hún búið sér til í huganum og út frá hvaða upplýsingum? Krakkar mynda skoðanir út frá því sem þeim er kennt og því sem þeir taka eftir í kringum sig og oftast eru þá foreldrarnir helsta fordæmið. Þetta byrjar svo snemma, dómurinn og samanburðurinn, skiptingin. Það er erfitt að vera í hópaðstæðum þar sem maður bókstaflega finnur að ekki allir eru jafnir og þegar maður sjálfur er einhvern veginn ekki metinn eftir þeim verðleikum sem maður veit að maður býr yfir. Einstaka sinnum breytist viðhorf fólks við það eitt að sjá mann ræða við einhvern sem kannski er þekktur. Þá er í lagi að veita mér aðeins meiri athygli. Eða eftir að hafa komist að því í hverju maður sé menntaður eða eftir dans- og atvinnureynslu o.s.frv. Er þetta ekki furðulegt, að við skulum hegða okkur svona? Við vitum ekkert um fólk nema með því að opna á samtalið. Við þurfum ekki að láta afrek eða tengslanet fólks ákvarða það hvort það eigi skilið okkar virðingu eða athygli. Allir eru merkilegir. Við erum alveg stórmerkileg meira að segja sem dýrategund myndi ég halda. Og mig grunar að allir þrái bara að þeim sé veitt smá eftirtekt og fái staðfestingu á að þeir séu nógu góðir og að þeir eru hér. Hluti af heildinni, rétt eins og við öll einfaldlega erum. Kannski er frekar hægt að segja að við séum öll jafn ómerkileg. Svona í stóra samhenginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
„Ég hélt þú ættir heima í risa einbýlishúsi og ættir ríka foreldra.“ Þetta var sagt við mig eitt sinn og var það vinkona sem heimsótti mig í fyrsta skipti. Henni til dálítillar furðu átti ég heima í blokk og íbúð sem var ekkert sérlega íburðarmikil. En þetta var mitt heimili þar sem ást foreldra minna til okkar systkina var til staðar og það var svo sem alltaf nóg fyrir mig. Þegar ég hins vegar áttaði mig á því að krakkar, vinir og vinkonur í kringum mig áttu oftast heima í einbýlishúsum og áttu alltaf það nýjasta af öllu þá byrjaði samanburðurinn og minnimáttarkenndin. Þetta átti sérstaklega við um dansheiminn sem ég ólst upp í. Ég hugsa að ég hafi ákveðið eða jafnvel ómeðvitað sett mér það markmið að verða ótrúlega góður í dansi til að bæta upp fyrir það sem ég var ekki í alvörunni. Ekki nógu ríkur eða merkilegur í lífinu en mjög góður dansari. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en rosalega mjór. Ekki nógu ríkur og merkilegur í lífinu en afburða námsmaður… Þið sjáið kannski hvert ég er að fara með þetta. Samanburðurinn og minnimáttarkenndin varð að óöryggi sem svo leiddi af sér fullkomnunaráráttu, átröskun og kvíða hjá mér á ungmennaárunum. Alla þessa kvilla berst ég við á hverjum degi enn þann dag í dag þó af mun minni ákafa. Ég sigraðist á átröskuninni en er hræddur um að hinir brestirnir fylgi mér enn. Í nútímasamfélagi er svo auðvelt að vera í samanburðar pakkanum því allt okkar líf er svo opið okkar á milli. Ekki bara samfélagið sem maður býr í heldur heimsamfélagið. Hver er mælikvarðinn á að vera merkilegur og eiga skilið hrós eða virðingu? Mér finnst í sumum aðstæðum að fólk taki ekki eftir mér eða velji jafnvel að heilsa mér ekki og það má vel vera að það sé einungis mín upplifun út frá mínu eigin óöryggi. Getur það samt verið að fólk dæmi út frá t.d. sýnileika á samfélagsmiðlum, er hann frægur? Af hverju ætti ég að yrða á hann? Hugsanlega ætti maður að yrða á alla, veita auglit, kinka kolli, segja hæ. Það er líka skrítið að þurfa eitthvert samhengi og stöðu einhvers til þess að dæma um hvort sá sami eigi skilið að honum sé veitt athygli. í grunninn er í raun enginn einn aðili merkilegri en annar. Ég reyni allavega alltaf að minna sjálfan mig á að þegar ég kem inn í aðstæður þar sem er nýtt fólk, að vera opinn, brosa og jafnvel heilsa. Hvaða máli skipti það t.d. fyrir ungu vinkonu mína, þá kannski ekki nema ellefu ára, í hverskyns húsnæði ég bjó í. Hvaða hugmyndir hafði hún búið sér til í huganum og út frá hvaða upplýsingum? Krakkar mynda skoðanir út frá því sem þeim er kennt og því sem þeir taka eftir í kringum sig og oftast eru þá foreldrarnir helsta fordæmið. Þetta byrjar svo snemma, dómurinn og samanburðurinn, skiptingin. Það er erfitt að vera í hópaðstæðum þar sem maður bókstaflega finnur að ekki allir eru jafnir og þegar maður sjálfur er einhvern veginn ekki metinn eftir þeim verðleikum sem maður veit að maður býr yfir. Einstaka sinnum breytist viðhorf fólks við það eitt að sjá mann ræða við einhvern sem kannski er þekktur. Þá er í lagi að veita mér aðeins meiri athygli. Eða eftir að hafa komist að því í hverju maður sé menntaður eða eftir dans- og atvinnureynslu o.s.frv. Er þetta ekki furðulegt, að við skulum hegða okkur svona? Við vitum ekkert um fólk nema með því að opna á samtalið. Við þurfum ekki að láta afrek eða tengslanet fólks ákvarða það hvort það eigi skilið okkar virðingu eða athygli. Allir eru merkilegir. Við erum alveg stórmerkileg meira að segja sem dýrategund myndi ég halda. Og mig grunar að allir þrái bara að þeim sé veitt smá eftirtekt og fái staðfestingu á að þeir séu nógu góðir og að þeir eru hér. Hluti af heildinni, rétt eins og við öll einfaldlega erum. Kannski er frekar hægt að segja að við séum öll jafn ómerkileg. Svona í stóra samhenginu.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar