Vill að hætt verði að halda villt spendýr í Húsdýragarðinum Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 13:38 Hildur Björnsdóttir segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði sem snýr að því að borgin hætti að halda villt spendýr, fugla, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Nokkur umræða spratt aftur upp um aðbúnað sela og villtra dýra almennt í Húsdýragarðinum eftir að tilkynnt var að Snorri, um þrítugur selur, hafi drepist í síðasta mánuði. Hildur segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum.“ Hún segir að sér þyki mjög eðlilegt að borgin hætti að halda villt dýr og halda þeim lokuðum í Húsdýragarðinum. „Þá einbeitum við okkur frekar að því að hafa húsdýr sem er hægt að bjóða upp á góð skilyrði. Þá geti börn og fjölskyldur áfram kynnst þessum húsdýrum í einhverju eðlilegu og góðu umhverfi þar sem þeim líður vel.“ Snorri kom í heiminn árið 1989.Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Unnið til dæmis í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Í tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð segir að unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands eða aðra viðeigandi aðila að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar megi finna í Húsdýragarðinum, það er hvort þeim verði unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. „Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu „Villt dýr í hremmingum” sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur,“ segir í tillögunni sem hefur verið vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Uppfært með viðtali við Hildi í Bítinu á Bylgjunni 9. desember. Borgarstjórn Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði sem snýr að því að borgin hætti að halda villt spendýr, fugla, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Nokkur umræða spratt aftur upp um aðbúnað sela og villtra dýra almennt í Húsdýragarðinum eftir að tilkynnt var að Snorri, um þrítugur selur, hafi drepist í síðasta mánuði. Hildur segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum.“ Hún segir að sér þyki mjög eðlilegt að borgin hætti að halda villt dýr og halda þeim lokuðum í Húsdýragarðinum. „Þá einbeitum við okkur frekar að því að hafa húsdýr sem er hægt að bjóða upp á góð skilyrði. Þá geti börn og fjölskyldur áfram kynnst þessum húsdýrum í einhverju eðlilegu og góðu umhverfi þar sem þeim líður vel.“ Snorri kom í heiminn árið 1989.Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Unnið til dæmis í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Í tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð segir að unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands eða aðra viðeigandi aðila að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar megi finna í Húsdýragarðinum, það er hvort þeim verði unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. „Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu „Villt dýr í hremmingum” sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur,“ segir í tillögunni sem hefur verið vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Uppfært með viðtali við Hildi í Bítinu á Bylgjunni 9. desember.
Borgarstjórn Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31