Gunnar: Við reyndum að aðlagast þessu en þetta var skrítnasti leikur sem við höfum spilað Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 7. desember 2019 20:37 Gunnar segir að þetta hafi verið furðulegasti leikur sem hann hefur tekið þátt í „Þetta var einn furðulegast leikur sem ég hef tekið þátt í í ansi langan tíma“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir leik kvöldsins gegn KA. Haukar höfðu betur að lokum í furðulegum leik að sögn þjálfara og leikmanna eftir að dómarar leiksins stálu senunni í leiknum „Ég er ánægður með að okkur tókst að halda haus og ná í þessu tvö stig sem voru í boði, en ekkert mikið meira en það. Frammistaðan var la-la, við gerðum það sem við þurfum en ekkert meira“ sagði Gunni um leik sinna manna en hann tekur það helst úr þessum leik að menn hafi náð að halda haus í erfiðum kringumstæðum og tekið stigin tvö þrátt fyrir slakan leik. KA byrjaði leikinn betur og leiddi lengst af í fyrri hálfleik, Gunnar segist vera ánægður með það að hans menn hafi sótt tvö stig í þrátt fyrir slaka frammistöðu liðsins „Við vorum mikið einum færri fyrstu 15 mínúturnar en KA menn voru bara sprækir. Við vorum í basli sóknarlega, við vissum alveg að þetta yrði erfitt í upphafi og að þeir myndi berjast fyrir sínu lífi. Við vorum lengi að finna taktinn en náðum svo að hrista þá af okkur í seinni hálfleik“ „Ég er glaður með það að hafa ekki farið í einhverja dramatík í lokin, ég hefði ekki vilja bjóða upp í þann dans“ sagði Gunni og vill þar meina að það hefði orðið erfiður dans við dómara ef mikil dramatík hefði verið í leiknum sjálfum „Við skildum ekkert í þessu og ég sjálfur skildi aldrei neitt og leikmennirnir náðu aldrei línunni. Línan hjá dómurunum í kvöld er langt, langt frá því sem við höfum séð í vetur og á síðustu tímabilum líka. Þetta var langt frá því sem við erum vanir, enn við töluðum um það í hálfleik að reyna að aðlagast þessu en við náðum aldrei að skilja þetta“ „Hvorugt liðið skildi upp né niður í þessu, það var fullt af dómum sem, já ég bara skil ekkert“ sagði Gunni hreinlega orðlaus yfir frammistöðu dómara í kvöld „Ef þú horfðir á bekkinn hjá okkur þá sástu að leikurinn snérist meira um það að halda haus en taktískum úrlausnum. Það hallaði á hvorugt lið, þetta var bara stórfurðulegur leikur og einn skrítnasti leikur sem við höfum spilað.“ sagði Gunnar að lokum Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - KA 28-22 | Fíaskó á Ásvöllum Dómararnir stálu senunni á Ásvöllum í undarlegum leik þar sem Haukar höfðu á endanum betur eftir góða byrjun KA manna 7. desember 2019 19:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
„Þetta var einn furðulegast leikur sem ég hef tekið þátt í í ansi langan tíma“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir leik kvöldsins gegn KA. Haukar höfðu betur að lokum í furðulegum leik að sögn þjálfara og leikmanna eftir að dómarar leiksins stálu senunni í leiknum „Ég er ánægður með að okkur tókst að halda haus og ná í þessu tvö stig sem voru í boði, en ekkert mikið meira en það. Frammistaðan var la-la, við gerðum það sem við þurfum en ekkert meira“ sagði Gunni um leik sinna manna en hann tekur það helst úr þessum leik að menn hafi náð að halda haus í erfiðum kringumstæðum og tekið stigin tvö þrátt fyrir slakan leik. KA byrjaði leikinn betur og leiddi lengst af í fyrri hálfleik, Gunnar segist vera ánægður með það að hans menn hafi sótt tvö stig í þrátt fyrir slaka frammistöðu liðsins „Við vorum mikið einum færri fyrstu 15 mínúturnar en KA menn voru bara sprækir. Við vorum í basli sóknarlega, við vissum alveg að þetta yrði erfitt í upphafi og að þeir myndi berjast fyrir sínu lífi. Við vorum lengi að finna taktinn en náðum svo að hrista þá af okkur í seinni hálfleik“ „Ég er glaður með það að hafa ekki farið í einhverja dramatík í lokin, ég hefði ekki vilja bjóða upp í þann dans“ sagði Gunni og vill þar meina að það hefði orðið erfiður dans við dómara ef mikil dramatík hefði verið í leiknum sjálfum „Við skildum ekkert í þessu og ég sjálfur skildi aldrei neitt og leikmennirnir náðu aldrei línunni. Línan hjá dómurunum í kvöld er langt, langt frá því sem við höfum séð í vetur og á síðustu tímabilum líka. Þetta var langt frá því sem við erum vanir, enn við töluðum um það í hálfleik að reyna að aðlagast þessu en við náðum aldrei að skilja þetta“ „Hvorugt liðið skildi upp né niður í þessu, það var fullt af dómum sem, já ég bara skil ekkert“ sagði Gunni hreinlega orðlaus yfir frammistöðu dómara í kvöld „Ef þú horfðir á bekkinn hjá okkur þá sástu að leikurinn snérist meira um það að halda haus en taktískum úrlausnum. Það hallaði á hvorugt lið, þetta var bara stórfurðulegur leikur og einn skrítnasti leikur sem við höfum spilað.“ sagði Gunnar að lokum
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - KA 28-22 | Fíaskó á Ásvöllum Dómararnir stálu senunni á Ásvöllum í undarlegum leik þar sem Haukar höfðu á endanum betur eftir góða byrjun KA manna 7. desember 2019 19:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - KA 28-22 | Fíaskó á Ásvöllum Dómararnir stálu senunni á Ásvöllum í undarlegum leik þar sem Haukar höfðu á endanum betur eftir góða byrjun KA manna 7. desember 2019 19:30