United liðið lék frábærlega í leiknum og átti sigurinn fyllilega skilið en liðið hefði getað skorað enn fleiri mörk í leiknum.
Nú hefur liðið unnið Tottenham og Manchester City i sömu vikunni og Keane sagði á Sky Sports í gær að hann sé hissa.
„Ég bjóst alls ekki við þessu. Þetta var frábært. Alvöru United frammistaða. Mikið hugrekki og þeir voru framúrskarandi,“ sagði Keane eftir leikinn.
„Ég held að sigurinn gegn Tottenham hafi ekki verið stór en að vinna hér gefur leikmönnunum mikið sjálfstraust þar sem þeir hafa verið gagnrýndir og það líkar það engum.“
Roy Keane hailed a "proper Manchester United performance" after watching his former side beat Manchester City 2-1 in the derby.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 7, 2019
„Ég tek hattinn af fyrir Manchester United. Hvað sem gerist í janúar með allar þessar sögusagnir og spurningarmerki um framtíð Ole þá voru þeir frábærir í dag. Þetta var Manchester United frammistaða.“
„Ég naut þess að horfa á þá. Þetta er það sem Manchester United snýst um. En lykillinn er stöðugleiki. Vonandi munu ungu drengirnir verða meira stöðugri,“ sagði Keane.