Flugslysið í Hafnarfjarðarhrauni 2015: Ofris, spuni og lítil flughæð líklegasta orsökin Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 10:17 Frá vettvangi björgunaraðgerða 12. nóvember 2015. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að líklegast megi rekja orsök flugslyssins sem varð í Hafnarfjarðarhrauni 2015, til ofriss vélarinnar, að hún hafi farið í spuna og að vélinni hafi við flogið í of lítilli hæð til að bregðast mætti við aðstæðum með skilvirkum hætti. Tveir fórust í slysinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna flugslyssins sem varð þegar kennsluvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Hafnarfjarðarhrauni síðdegis 12. nóvember 2015. Skýrslan var birt í gær.Báðir reyndir flugmenn Tveir menn fórust í slysinu. Báðir voru þeir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Í yfirlýsingu frá Flugskóla Íslands á sínum tíma kom fram að tilgangur flugsins hafi verið þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að þar sem ekki hafi verið neinir sjónarvottar að slysinu, enginn staðsetningarbúnaður verið um borð og að enginn hafi komist lífs af, hafi reynst erfitt að segja nákvæmlega til um orsök slyssins. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2, daginn eftir slysið.Líklegast þyki að flugmennirnir hafi í umræddri kennslu ákveðið að æfa ekki einungis snertilendingar, heldur einnig viðbrögð við ofrisi, beygjur og flug á litlum hraða.Algengt að fljúga í þessari hæð Síðasta mæling í ratsjá sýndi vélina í 1.900 til 2.200 feta hæð, sem er mun minni en segir til um í reglum Flugskólans um lágmarkshæð flugkennslu við þessar æfingar. Það sé þó engu að síður algengt að fljúga í slíkri hæð sökum erfiðleikastigs. Samkvæmt síðustu gögnum úr ratsjá mátti sjá að vélinni hafi verið stefnt að sólu sem kunni að hafa truflað sýn flugmannsins. Kann það einnig að hafa átt þátt í slysinu.Vél af gerðinni Tecnam P2002JF.TecnamVeðrið var gott daginn sem slysið varð, en rannsóknarnefndin kveðst þó ekki geta útilokað að ísing kunni einnig að hafa haft áhrif á flugið á ögurstundu. Í niðurstöðukaflanum segir svo að rannsóknarnefndin telji líklegustu ástæður slyssins vera ofris vélarinnar og að hún hafi fari í spuna og ekki verið flogið í nægilegri hæð til að hægt hefði verið að bregðast við þeim aðstæðum sem upp komu. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að líklegast megi rekja orsök flugslyssins sem varð í Hafnarfjarðarhrauni 2015, til ofriss vélarinnar, að hún hafi farið í spuna og að vélinni hafi við flogið í of lítilli hæð til að bregðast mætti við aðstæðum með skilvirkum hætti. Tveir fórust í slysinu. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna flugslyssins sem varð þegar kennsluvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Hafnarfjarðarhrauni síðdegis 12. nóvember 2015. Skýrslan var birt í gær.Báðir reyndir flugmenn Tveir menn fórust í slysinu. Báðir voru þeir reynslumiklir flugmenn og flugkennarar. Í yfirlýsingu frá Flugskóla Íslands á sínum tíma kom fram að tilgangur flugsins hafi verið þjálfun annars flugkennarans í tegund þessarar flugvélar, sem var ein af kennsluflugvélum Flugskólans. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að þar sem ekki hafi verið neinir sjónarvottar að slysinu, enginn staðsetningarbúnaður verið um borð og að enginn hafi komist lífs af, hafi reynst erfitt að segja nákvæmlega til um orsök slyssins. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2, daginn eftir slysið.Líklegast þyki að flugmennirnir hafi í umræddri kennslu ákveðið að æfa ekki einungis snertilendingar, heldur einnig viðbrögð við ofrisi, beygjur og flug á litlum hraða.Algengt að fljúga í þessari hæð Síðasta mæling í ratsjá sýndi vélina í 1.900 til 2.200 feta hæð, sem er mun minni en segir til um í reglum Flugskólans um lágmarkshæð flugkennslu við þessar æfingar. Það sé þó engu að síður algengt að fljúga í slíkri hæð sökum erfiðleikastigs. Samkvæmt síðustu gögnum úr ratsjá mátti sjá að vélinni hafi verið stefnt að sólu sem kunni að hafa truflað sýn flugmannsins. Kann það einnig að hafa átt þátt í slysinu.Vél af gerðinni Tecnam P2002JF.TecnamVeðrið var gott daginn sem slysið varð, en rannsóknarnefndin kveðst þó ekki geta útilokað að ísing kunni einnig að hafa haft áhrif á flugið á ögurstundu. Í niðurstöðukaflanum segir svo að rannsóknarnefndin telji líklegustu ástæður slyssins vera ofris vélarinnar og að hún hafi fari í spuna og ekki verið flogið í nægilegri hæð til að hægt hefði verið að bregðast við þeim aðstæðum sem upp komu.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03 Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar Slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar. 3. febrúar 2017 16:03
Flugskóli Íslands: Tilgangur flugsins var þjálfun annars flugkennarans Boðað til samverustundar í Vídalínskirkju á sunnudag. 13. nóvember 2015 12:19