Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2019 15:21 Svanhildur var meðal gesta á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó á dögunum. SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri á dögunum og lét í framhaldinu af störfum sem útvarpsstjóri. Nokkrir hafa staðfest umsókn sína um starfið og var Svanhildur talin meðal líklegri umsækjenda. „Já það er rétt - mitt nafn hefur verið nefnt og ég hef fengið mikla hvatningu til að sækja um þetta spennandi starf. Mér hefur óneitanlega þótt vænt um það og því hugsaði ég mig vel um,“ segir Svanhildur. Hefði Svanhildur sótt um og verið skipuð útvarpsstjóri hefði önnur eftirsóknarverð staðan í menningarheiminum losnað, forstjórastaðan í Hörpu. Þar hefur Svanhildur ráðið ríkjum frá því 1. maí 2017. Svanhildur ætlar að halda uppteknum hætti í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þar segist hún í miðju kafi með sínu frábæra fólki í mikilvægum verkefnum. Hjartað slái þar. „Við verðum að koma Hörpu á eðlilegan rekstargrundvöll svo hægt sé að hámarka tækifærin fyrir samfélagið sem felast í þessu dásamlega húsi. Ég ætla sum sé að halda áfram að einbeita mér að því - a.m.k. á næstunni.“ Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður hefur gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vildi ekki staðfesta við fréttastofu í morgun að hún hefði sótt um starfið. Stjórn RÚV hefur líst því yfir að listi yfir umsækjendur verði ekki gerður opinber.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri á dögunum og lét í framhaldinu af störfum sem útvarpsstjóri. Nokkrir hafa staðfest umsókn sína um starfið og var Svanhildur talin meðal líklegri umsækjenda. „Já það er rétt - mitt nafn hefur verið nefnt og ég hef fengið mikla hvatningu til að sækja um þetta spennandi starf. Mér hefur óneitanlega þótt vænt um það og því hugsaði ég mig vel um,“ segir Svanhildur. Hefði Svanhildur sótt um og verið skipuð útvarpsstjóri hefði önnur eftirsóknarverð staðan í menningarheiminum losnað, forstjórastaðan í Hörpu. Þar hefur Svanhildur ráðið ríkjum frá því 1. maí 2017. Svanhildur ætlar að halda uppteknum hætti í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þar segist hún í miðju kafi með sínu frábæra fólki í mikilvægum verkefnum. Hjartað slái þar. „Við verðum að koma Hörpu á eðlilegan rekstargrundvöll svo hægt sé að hámarka tækifærin fyrir samfélagið sem felast í þessu dásamlega húsi. Ég ætla sum sé að halda áfram að einbeita mér að því - a.m.k. á næstunni.“ Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður hefur gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vildi ekki staðfesta við fréttastofu í morgun að hún hefði sótt um starfið. Stjórn RÚV hefur líst því yfir að listi yfir umsækjendur verði ekki gerður opinber.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent