Skóla- og frístundastarf raskast í Reykjavík á morgun: „Allir heim fyrir klukkan 15“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 18:07 Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun. vísir/vilhelm „Allir heim fyrir klukkan 15:00 á morgun“ er yfirskrift tilkynningar frá Reykjavíkurborg vegna óveðursins sem skellur á landinu á morgun. Í tilkynningunni segir að skóla- og frístundastarf muni raskast eftir hádegi og ætti enginn að vera á ferli eftir klukkan 15 nema brýna nauðsyn beri til. Eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín fyrir klukkan 15 þannig að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á. Þá er forráðamönnum barna enn fremur ráðlagt að fylgja þeim heim ef þau eru gangandi fyrir klukkan 13: „Allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf í Reykjavík fellur niður kl. 15 svo og starf skólahljómsveita. Eldri grunnskólanemendur fara því beint heim eftir skóladag og eru foreldrar beðnir um að sjá til þess að þeir séu ekki á ferli þegar og eftir að veðrið skellur á. Akstursþjónusta fatlaðra mun aka heim þeim skólabörnum sem þeirrar þjónustu njóta, strax að loknum skóladegi. Þá munu sundlaugar, útibú Borgarbókasafnsins og söfn á vegum Reykjavíkurborgar verða lokuð eftir kl. 14 á morgun. Fólk er beðið um að huga að lausamunum sem geta fokið og minnir Sorphirða Reykjavíkur íbúa sérstaklega á að huga vel að sorpílátum sínum og tryggja að þau fjúki ekki. Lokanir skóla og stofnana eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana en enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda. Appelsínugul viðvörun þýðir að það séu miðlungs eða miklar líkur á veðri sem geti valdið miklum samfélagslegum áhrifum, tjóni eða slysum og hugsanlega ógnað lífi og limum ef aðgát er ekki höfð,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir tímasetninguna ríma við það hvenær appelsínugul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu sem er einmitt klukkan 15. Aðspurð hvenær veðrið nái síðan hámarki á höfuðborgarsvæðinu segir Elín Björk það vera á milli klukkan 19 og 20 eins og staðan er núna og svo eitthvað fram eftir kvöldi.Fréttin var uppfærð klukkan 18:58 eftir að rætt var við veðurfræðing. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Allir heim fyrir klukkan 15:00 á morgun“ er yfirskrift tilkynningar frá Reykjavíkurborg vegna óveðursins sem skellur á landinu á morgun. Í tilkynningunni segir að skóla- og frístundastarf muni raskast eftir hádegi og ætti enginn að vera á ferli eftir klukkan 15 nema brýna nauðsyn beri til. Eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín fyrir klukkan 15 þannig að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á. Þá er forráðamönnum barna enn fremur ráðlagt að fylgja þeim heim ef þau eru gangandi fyrir klukkan 13: „Allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf í Reykjavík fellur niður kl. 15 svo og starf skólahljómsveita. Eldri grunnskólanemendur fara því beint heim eftir skóladag og eru foreldrar beðnir um að sjá til þess að þeir séu ekki á ferli þegar og eftir að veðrið skellur á. Akstursþjónusta fatlaðra mun aka heim þeim skólabörnum sem þeirrar þjónustu njóta, strax að loknum skóladegi. Þá munu sundlaugar, útibú Borgarbókasafnsins og söfn á vegum Reykjavíkurborgar verða lokuð eftir kl. 14 á morgun. Fólk er beðið um að huga að lausamunum sem geta fokið og minnir Sorphirða Reykjavíkur íbúa sérstaklega á að huga vel að sorpílátum sínum og tryggja að þau fjúki ekki. Lokanir skóla og stofnana eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana en enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda. Appelsínugul viðvörun þýðir að það séu miðlungs eða miklar líkur á veðri sem geti valdið miklum samfélagslegum áhrifum, tjóni eða slysum og hugsanlega ógnað lífi og limum ef aðgát er ekki höfð,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir tímasetninguna ríma við það hvenær appelsínugul viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu sem er einmitt klukkan 15. Aðspurð hvenær veðrið nái síðan hámarki á höfuðborgarsvæðinu segir Elín Björk það vera á milli klukkan 19 og 20 eins og staðan er núna og svo eitthvað fram eftir kvöldi.Fréttin var uppfærð klukkan 18:58 eftir að rætt var við veðurfræðing.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19
Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42
Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28