Íbúum í Árborg fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2019 19:30 Tíu þúsundasti íbúinn í Árborg hefur verið heiðraður en það er nýfæddur drengur, sem ætlar að setjast að á Selfossi með foreldrum sínum og bróður, sem eru nýflutt heim eftir að hafa búið í útlöndum. Íbúum í sveitarfélaginu fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti í heimsókn með fullt fangið af gjöfum til tíu þúsundasta íbúans í sveitarfélaginu, sem býr í Furugrund 38 á Selfossi með fjölskyldu sinni. Litli snáðinn sem hefur ekki enn fengið nafn fæddist 19. nóvember og var 19 merkur og 50 sentímetrar. „Þetta er ekta Selfyssingur í húð og hár. Ég varð hissa þegar ég frétti að hann væri númer tíu þúsund, ég var eitthvað búin að vera að lesa mig til um þetta en ég var ekki búin að púsla þessu saman“, segir Þuríður Elva Eggertsdóttir, nýbökuð móðir. Hún segir að mikið af fjölskyldufólki sæki í sveitarfélagi, það sé mjög gott að ala upp börn á Selfossi, bærinn sé líka mikill íþróttabær, auk þess að vera flottur og traustur. Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi. „Já, það hefur fjölgað um þrjátíu síðan drengurinn fæddist, þetta eru um sex tíu mánuði, þannig að við megum hafa okkur öll við til að búa þessu fólki mannvænt umhverfi“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Þuríður Elva segir það hafa komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart að tíu þúsundasti íbúinn í Árborg væru sonur þeirra Michaels.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýjasta hverfið á Selfossi mun byggjast upp í Björkulandi en þar mun um tvö þúsund manns búa. Nýlega voru auglýstar 120 íbúðir lausar til umsóknar á sex lóðum í hverfinu og bárust um 300 umsóknir um þær. Hvenær ætlar þú að koma og verðlauna ellefu þúsundasta íbúann? „Með þessu áframhaldi þá verður það bara um næstu jól, eða fyrir næstu jól, þetta er jólabarnið í ár, það er spurning hver verður það á næsta ári“, segir Gísli Halldór og hlær. Árborg Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Tíu þúsundasti íbúinn í Árborg hefur verið heiðraður en það er nýfæddur drengur, sem ætlar að setjast að á Selfossi með foreldrum sínum og bróður, sem eru nýflutt heim eftir að hafa búið í útlöndum. Íbúum í sveitarfélaginu fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti í heimsókn með fullt fangið af gjöfum til tíu þúsundasta íbúans í sveitarfélaginu, sem býr í Furugrund 38 á Selfossi með fjölskyldu sinni. Litli snáðinn sem hefur ekki enn fengið nafn fæddist 19. nóvember og var 19 merkur og 50 sentímetrar. „Þetta er ekta Selfyssingur í húð og hár. Ég varð hissa þegar ég frétti að hann væri númer tíu þúsund, ég var eitthvað búin að vera að lesa mig til um þetta en ég var ekki búin að púsla þessu saman“, segir Þuríður Elva Eggertsdóttir, nýbökuð móðir. Hún segir að mikið af fjölskyldufólki sæki í sveitarfélagi, það sé mjög gott að ala upp börn á Selfossi, bærinn sé líka mikill íþróttabær, auk þess að vera flottur og traustur. Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi. „Já, það hefur fjölgað um þrjátíu síðan drengurinn fæddist, þetta eru um sex tíu mánuði, þannig að við megum hafa okkur öll við til að búa þessu fólki mannvænt umhverfi“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Þuríður Elva segir það hafa komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart að tíu þúsundasti íbúinn í Árborg væru sonur þeirra Michaels.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýjasta hverfið á Selfossi mun byggjast upp í Björkulandi en þar mun um tvö þúsund manns búa. Nýlega voru auglýstar 120 íbúðir lausar til umsóknar á sex lóðum í hverfinu og bárust um 300 umsóknir um þær. Hvenær ætlar þú að koma og verðlauna ellefu þúsundasta íbúann? „Með þessu áframhaldi þá verður það bara um næstu jól, eða fyrir næstu jól, þetta er jólabarnið í ár, það er spurning hver verður það á næsta ári“, segir Gísli Halldór og hlær.
Árborg Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira