Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2019 20:15 Séð yfir Vík í Mýrdal. Reynisfjallsgöng þýða að hringvegurinn færist suður fyrir byggðina. Stöð 2/Einar Árnason. Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar árin 2020-2024, sem birt var á vef Alþingis í dag. Ólíkt öðrum jarðgöngum ríkir ekki samstaða meðal heimamanna um Reynisfjallsgöng, - þvert á móti eru þau eitt heitasta deiluefni Mýrdælinga, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2.Veglínan í gegnum Mýrdal, eins og hún er sýnd í umhverfisskýrslu með aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Reynisfjall lengst til hægri en syðst er Dyrhólaey.Kort/VSÓ ráðgjöf.Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Reynisfjallsgöng ásamt 13,3 kílómetra vegagerð um Mýrdal og Víkurþorp kosti 6,5 til 8 milljarða króna. Miðað er við sérstaka fjármögnun: „Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samvinnu við einkaaðila,“ eins og segir í tillögu ráðherra. Göngin yrðu tiltölulega stutt, álíka löng og göngin um Almannaskarð við Hornafjörð.Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig hringvegurinn verður lagður suður fyrir byggðina í Vík að gangamunna austanmegin í Reynisfjalli. Hann tengist svo núverandi vegi með hringtorgi við Víkurskála.Kort/VSÓ Ráðgjöf.Gangi þessi stefnumörkun eftir, sem tímasetur Reynisfjallsgöng á árabilinu 2020 til 2024, verða þau næstu jarðgöng sem klárast á eftir Dýrafjarðargöngum. Í langtíma samgönguáætlun 2020-2034, sem einnig var birt á Alþingi í dag, er gert ráð fyrir að 17,5 milljarða króna framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar hefjist árið 2022 en ljúki vart fyrr en árið 2030. Mýrdalsmegin yrði gangamunninn tæpan kílómetra norðan við veitingahúsið Svörtu fjöruna við Reynisfjöru.Stöð 2/Einar Árnason.Við fundum það í þættinum „Um land allt“ hvað Reynisfjallsgöng eru eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Mýrdalshreppur Samgöngur Um land allt Umferðaröryggi Umhverfismál Vegtollar Tengdar fréttir Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar árin 2020-2024, sem birt var á vef Alþingis í dag. Ólíkt öðrum jarðgöngum ríkir ekki samstaða meðal heimamanna um Reynisfjallsgöng, - þvert á móti eru þau eitt heitasta deiluefni Mýrdælinga, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2.Veglínan í gegnum Mýrdal, eins og hún er sýnd í umhverfisskýrslu með aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Reynisfjall lengst til hægri en syðst er Dyrhólaey.Kort/VSÓ ráðgjöf.Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að Reynisfjallsgöng ásamt 13,3 kílómetra vegagerð um Mýrdal og Víkurþorp kosti 6,5 til 8 milljarða króna. Miðað er við sérstaka fjármögnun: „Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samvinnu við einkaaðila,“ eins og segir í tillögu ráðherra. Göngin yrðu tiltölulega stutt, álíka löng og göngin um Almannaskarð við Hornafjörð.Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig hringvegurinn verður lagður suður fyrir byggðina í Vík að gangamunna austanmegin í Reynisfjalli. Hann tengist svo núverandi vegi með hringtorgi við Víkurskála.Kort/VSÓ Ráðgjöf.Gangi þessi stefnumörkun eftir, sem tímasetur Reynisfjallsgöng á árabilinu 2020 til 2024, verða þau næstu jarðgöng sem klárast á eftir Dýrafjarðargöngum. Í langtíma samgönguáætlun 2020-2034, sem einnig var birt á Alþingi í dag, er gert ráð fyrir að 17,5 milljarða króna framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar hefjist árið 2022 en ljúki vart fyrr en árið 2030. Mýrdalsmegin yrði gangamunninn tæpan kílómetra norðan við veitingahúsið Svörtu fjöruna við Reynisfjöru.Stöð 2/Einar Árnason.Við fundum það í þættinum „Um land allt“ hvað Reynisfjallsgöng eru eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Mýrdalshreppur Samgöngur Um land allt Umferðaröryggi Umhverfismál Vegtollar Tengdar fréttir Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Vilja að þrenn jarðgöng eystra verði öll boðin út á sama tíma Hringtenging á Austurlandi myndi gerbreyta samskiptum íbúa á svæðinu og gera það að einu þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að þrenn göng verði boðin út samtímis til að tryggja framgang þeirra. 16. ágúst 2019 07:30
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29