Hroki, hleypidómar og meðalvegurinn Jón Birgir Eiríksson skrifar 20. nóvember 2019 09:00 Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum við umfjöllunum á borð við þá er fréttaskýringaþátturinn Kveikur birti í síðustu viku um mútur og skattaundanskot sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Óhætt er að segja að þátturinn hafi vakið mikla athygli og að umræðan hafi farið á flug eins og búast mátti við enda þau mál sem þar var fjallað um grafalvarleg í öllu samhengi og háttsemi sem þessi óverjandi, eins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, orðaði það. Oftast fer lítið fyrir þeim fjölmörgu sem lægst hafa þegar hneykslismál sem þessi koma upp, en þeir háværustu skipa sér gjarnan í tvær fylkingar, með og á móti. Á annarri hliðinni eru þeir sem verja Samherja með kjafti og klóm; benda á að ekkert sé enn sannað um brot fyrirtækisins og að umfjöllun Kveiks hafi verið óvönduð. Jafnvel hefur því verið fleygt fram að ekki sé hægt að eiga í viðskiptum í Afríku án þess að mútur komi við sögu og af þeim sökum séu mútugreiðslurnar forsvaranlegar. Þá hefur Samherji sjálfur gripið til harkalegra varna í málinu, reynt að ata uppljóstrara þáttarins aur og boðar að fleira muni síðar koma fram á sjónarsviðið sem varpi öðru ljósi á málið. Á hinni hliðinni hefur verið kallað eftir því, meðal annars úr hópi kjörinna fulltrúa, að eignir Samherja verði kyrrsettar og að fjárveitingar verði auknar til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra sem fara með rannsókn málsins, án þess að nokkur hafi óskað eftir slíku. Þá hefur málið með ótrúlegum hætti verið tengt umræðu um kvótakerfið hér á landi, kjör á vinnumarkaði, stjórnarskrárbreytingar og hægri/vinstri stjórnmál yfir höfuð. Þrátt fyrir að gögnin sem fjallað var um í Kveik og telja tugi þúsunda hafi verið afskaplega sannfærandi, er það réttur hvers og eins að niðurstaða um sekt eða sýknu verði fengin á réttum stöðum, þ.e.a.s. fyrir þar til bærum ríkisstofnunum og dómstólum. Samherji á rétt á að bera hönd yfir höfuð sér eins og hvert annað fyrirtæki, þótt fyrirsvarsmenn Samherja hafi ekki nýtt tækifærið þegar fréttamenn Kveiks gáfu þeim kost á því. Ekki er þar með sagt að umfjöllun Kveiks hafi enga þýðingu fyrr en málið verður til lykta leitt á þeim vettvangi enda eru siðferði Samherja í viðskiptum sínum og almenningsálitið, aðrir angar málsins en sá lagalegi. Það liggur í augum uppi að umfjöllunarefni Kveiks var af alvarlegri toganum og sagan sem þar var sögð er niðurlægjandi fyrir Ísland, ekki síst í ljósi sögu þróunarstarfs Íslands í Namibíu. Samfélagsleg umræða um málið þarf að fara fram og Samherji þarf að fá að verja sig. Leiða þarf málið til lykta af skynsemi og í samræmi við lög og reglur. Það mun Samherji tæpast gera sjálfur með innri rannsókn á eigin kostnað eða stjórnmálamenn sem slá ódýrar pólitískar keilur með því tengja málið við fjarstæðukennd hugðarefni sín. Þar að auki er hvort tveggja til þess fallið að drepa málinu á dreif á þessum tímapunkti og beina athygli að öðru. Engin ástæða er til að hreiðra um sig í skotgröfum. Betra er að telja upp að tíu, hugsa hlutina til enda og nálgast málið með skynsemina að vopni.Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Samherjaskjölin Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum við umfjöllunum á borð við þá er fréttaskýringaþátturinn Kveikur birti í síðustu viku um mútur og skattaundanskot sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Óhætt er að segja að þátturinn hafi vakið mikla athygli og að umræðan hafi farið á flug eins og búast mátti við enda þau mál sem þar var fjallað um grafalvarleg í öllu samhengi og háttsemi sem þessi óverjandi, eins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, orðaði það. Oftast fer lítið fyrir þeim fjölmörgu sem lægst hafa þegar hneykslismál sem þessi koma upp, en þeir háværustu skipa sér gjarnan í tvær fylkingar, með og á móti. Á annarri hliðinni eru þeir sem verja Samherja með kjafti og klóm; benda á að ekkert sé enn sannað um brot fyrirtækisins og að umfjöllun Kveiks hafi verið óvönduð. Jafnvel hefur því verið fleygt fram að ekki sé hægt að eiga í viðskiptum í Afríku án þess að mútur komi við sögu og af þeim sökum séu mútugreiðslurnar forsvaranlegar. Þá hefur Samherji sjálfur gripið til harkalegra varna í málinu, reynt að ata uppljóstrara þáttarins aur og boðar að fleira muni síðar koma fram á sjónarsviðið sem varpi öðru ljósi á málið. Á hinni hliðinni hefur verið kallað eftir því, meðal annars úr hópi kjörinna fulltrúa, að eignir Samherja verði kyrrsettar og að fjárveitingar verði auknar til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra sem fara með rannsókn málsins, án þess að nokkur hafi óskað eftir slíku. Þá hefur málið með ótrúlegum hætti verið tengt umræðu um kvótakerfið hér á landi, kjör á vinnumarkaði, stjórnarskrárbreytingar og hægri/vinstri stjórnmál yfir höfuð. Þrátt fyrir að gögnin sem fjallað var um í Kveik og telja tugi þúsunda hafi verið afskaplega sannfærandi, er það réttur hvers og eins að niðurstaða um sekt eða sýknu verði fengin á réttum stöðum, þ.e.a.s. fyrir þar til bærum ríkisstofnunum og dómstólum. Samherji á rétt á að bera hönd yfir höfuð sér eins og hvert annað fyrirtæki, þótt fyrirsvarsmenn Samherja hafi ekki nýtt tækifærið þegar fréttamenn Kveiks gáfu þeim kost á því. Ekki er þar með sagt að umfjöllun Kveiks hafi enga þýðingu fyrr en málið verður til lykta leitt á þeim vettvangi enda eru siðferði Samherja í viðskiptum sínum og almenningsálitið, aðrir angar málsins en sá lagalegi. Það liggur í augum uppi að umfjöllunarefni Kveiks var af alvarlegri toganum og sagan sem þar var sögð er niðurlægjandi fyrir Ísland, ekki síst í ljósi sögu þróunarstarfs Íslands í Namibíu. Samfélagsleg umræða um málið þarf að fara fram og Samherji þarf að fá að verja sig. Leiða þarf málið til lykta af skynsemi og í samræmi við lög og reglur. Það mun Samherji tæpast gera sjálfur með innri rannsókn á eigin kostnað eða stjórnmálamenn sem slá ódýrar pólitískar keilur með því tengja málið við fjarstæðukennd hugðarefni sín. Þar að auki er hvort tveggja til þess fallið að drepa málinu á dreif á þessum tímapunkti og beina athygli að öðru. Engin ástæða er til að hreiðra um sig í skotgröfum. Betra er að telja upp að tíu, hugsa hlutina til enda og nálgast málið með skynsemina að vopni.Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun