Andrés prins hættir opinberum störfum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2019 00:00 Andrés prins er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins. vísir/getty Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna opinberum skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð.Þetta kemur fram í yfirlýsingu Andrésar sem send var á fjölmiðla nú fyrir stundu. Beiðni Andrésar kemur í kjölfar viðtals sem hann fór í á dögunum vegna vináttu hans við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað 17 ára bandarískri stúlku, Virginiu Giuffre, á árunum 2001 og 2002.Epstein var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum en framdi sjálfsvíg á meðan honum var haldið í varðhaldi. Var hann meðal annar sakaður um að hafa komið prinsinum í kynni við Giuffre sem sakað hefur hann um nauðgun þegar hún var 17 ára.Í yfirlýsingu Andrésar, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, segir hann að tengsl hans við Epstein séu orðin að alvarlegri truflun fyrir störf konungsfjölskyldunnar og þeirra fjölmörgu samtaka sem prinsinn komi að.Þá segist hann jafnframt sjá eftir því að hafa átt í tengslum við Epstein auk þess sem hann lýsir yfir vilja til þess að veita yfirvöldum hvar sem er í heiminum aðstoð við rannsókn á Epstein og tengdum málum.Í viðtalinu umrædda,sem þótti afar slæmt fyrir Andrés og konungsfjölskylduna, ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Epstein.Prince Andrew stepping back from public duties following explosive BBC interview. Statement: pic.twitter.com/QunFesRqNv — Max Foster (@MaxFosterCNN) November 20, 2019 Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Tengdar fréttir Andrés prins „veit hvað hann hefur gert“ segir ein kvennanna sem saka Epstein um kynferðisbrot Virginia Giuffre, ein af konunum sem sakar auðkýfinginn Jeffrey Epstein, um kynferðisofbeldi þegar hún á táningsaldri segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, viti hvað hann hafi gert. 28. ágúst 2019 00:06 Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna opinberum skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð.Þetta kemur fram í yfirlýsingu Andrésar sem send var á fjölmiðla nú fyrir stundu. Beiðni Andrésar kemur í kjölfar viðtals sem hann fór í á dögunum vegna vináttu hans við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað 17 ára bandarískri stúlku, Virginiu Giuffre, á árunum 2001 og 2002.Epstein var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum en framdi sjálfsvíg á meðan honum var haldið í varðhaldi. Var hann meðal annar sakaður um að hafa komið prinsinum í kynni við Giuffre sem sakað hefur hann um nauðgun þegar hún var 17 ára.Í yfirlýsingu Andrésar, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, segir hann að tengsl hans við Epstein séu orðin að alvarlegri truflun fyrir störf konungsfjölskyldunnar og þeirra fjölmörgu samtaka sem prinsinn komi að.Þá segist hann jafnframt sjá eftir því að hafa átt í tengslum við Epstein auk þess sem hann lýsir yfir vilja til þess að veita yfirvöldum hvar sem er í heiminum aðstoð við rannsókn á Epstein og tengdum málum.Í viðtalinu umrædda,sem þótti afar slæmt fyrir Andrés og konungsfjölskylduna, ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Epstein.Prince Andrew stepping back from public duties following explosive BBC interview. Statement: pic.twitter.com/QunFesRqNv — Max Foster (@MaxFosterCNN) November 20, 2019
Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Tengdar fréttir Andrés prins „veit hvað hann hefur gert“ segir ein kvennanna sem saka Epstein um kynferðisbrot Virginia Giuffre, ein af konunum sem sakar auðkýfinginn Jeffrey Epstein, um kynferðisofbeldi þegar hún á táningsaldri segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, viti hvað hann hafi gert. 28. ágúst 2019 00:06 Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Andrés prins „veit hvað hann hefur gert“ segir ein kvennanna sem saka Epstein um kynferðisbrot Virginia Giuffre, ein af konunum sem sakar auðkýfinginn Jeffrey Epstein, um kynferðisofbeldi þegar hún á táningsaldri segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, viti hvað hann hafi gert. 28. ágúst 2019 00:06
Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39
Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00