Allt í hnút hjá Svarta sauðnum og Yarmi Eiður Þór Árnason skrifar 22. nóvember 2019 09:30 Anna Bragadóttir, framkvæmdastjóri netverslunarinnar Kósýprjón (til vinstri), og Erla Svava Sigurðardóttir, stofnandi og aðalhönnuður Yarm. Vísir Erfiðar deilur tveggja íslenskra handverksfyrirtækja hafa vakið upp spurningar um hugverkaumgjörð og hönnunarvernd hér á landi. Fyrirtækið Yarm er sakað um að hafa lengi reynt að koma í veg fyrir prjónavörusölu samkeppnisaðilans á grundvelli hönnunarverndar sinnar án árangurs. Forsvarskona verslunarinnar Kósýprjóns, sem rekið er af fyrirtækinu Svarti Sauðurinn ehf, telur sig aftur á móti vera í fullum rétti og furðar sig á því að Hugverkastofa hafi veitt vörum hönnunarvernd sem séu að hennar sögn augljósar eftirmyndir vinsællar erlendrar prjónahönnunar. Kósýprjónn hefur krafist niðurfellingar á hönnunarvernd Yarm. Anna Bragadóttir, framkvæmdastjóri netverslunarinnar Kósýprjóns, segir að fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins hafi fulltrúi prjónafyrirtækisins Yarms haft samband við sig og sagst vera með hönnunarvernd á vörum sem væru til sölu í verslun Önnu. Þau hafi ekki svarað athugasemdunum til að byrja með og í framhaldinu hafi deilurnar farið stigvaxandi. Hönnunarvarðar vörur Yarms eins og þær birtast í ELS Tíðindum Hugverkastofu í október 2017. Greint á um hvort hönnunin hafi verið ný Ágreiningsatriðið sem kjarni málsins snýst um er ákvæði í lögum um hönnun þar sem kveðið er á um að hönnunarréttur geti einungis náð til nýrrar og sérstæðar hönnunar sem hafi ekki áður verið aðgengileg almenningi. Kósýprjón fullyrðir í niðurfellingarkröfu sinni til Hugverkastofu (áður Einkaleyfastofan) að umrædd hönnun á teppi og púða hafi verið aðgengileg almenningi á Internetinu áður en Yarm fékk sína hönnunarvernd hjá stofnuninni haustið 2017. Meira að segja hér á landi hafi íslenski vefmiðilinn Kvennablaðið birt mynd af svipaðri hönnun árið 2015 þegar miðilinn fjallaði um prjónahönnun úkraínskrar prjónakonu. Einnig vísa forsvarsmenn Kósýprjóns til myndbands á Youtube frá árinu 2016 sem sýnir gerð púða sem er sagður svipa til þess sem Yarm fékk hönnunarvernd á í september 2017. Hugverkastofu ekki gert að sannreyna sannleiksgildi Jón Gunnarsson, samskiptastjóri Hugverkastofu, segir stofnunina ekki geta rætt einstök mál sem séu þar til meðferðar. Fyrirkomulagið hér á landi sé með þeim hætti að sönnunarbyrðin sé lögð á þá aðila sem sæki um hönnunarvernd. Sambærilegar vörur Kósýprjóns.Kósýprjón Þannig sé þeim sjálfum gert að ganga úr skugga um að hönnunin sé ný og sérstæð á heimsvísu. Hugverkastofa þurfi ekki að ganga frekar úr skugga um það hvort að svo sé í raun og veru áður en hönnunarskráningin er samþykkt. Það sé ekki fyrr en að annar aðili andmæli verndinni og geri kröfu um ógildingu hennar sem stofnunin taki mál til efnislegrar meðferðar og framkvæmi sjálfstæða rannsókn á því hvort eldri fordæmi séu til fyrir hönnuninni. Erla Svava Sigurðardóttir, stofnandi og aðalhönnuður Yarm.Fréttablaðið/Anton Reynt að henda henni út af handverkshátíð Erla Svava Sigurðardóttir er stofnandi og aðalhönnuður Yarm. Anna sakar hana um að hafa farið í ónefnda verslun og reynt að fá hana til að taka vörur Kósýprjóns úr sölu á þeim grundvelli að fyrirtækið væri að brjóta á hönnunarvernd hennar og mætti því ekki selja umræddar vörur. Anna Bragadóttir, framkvæmdastjóri Kósýprjón. Einnig segir Anna að Erla Svava hafi haft samband við framkvæmdarstjóra handverkshátíðar til þess að reyna að koma í veg fyrir að fyrirtækið fengi að kynna vörur sínar á hátíðinni. Erla Svava vildi ekki tjá sig efnislega um málið í samtali við Vísi en sagði „Kósýprjón fara illa með málavexti.“ Erla taldi málið jafnframt ekki vera umfjöllunarvert fyrr en ákvörðun Hugverkastofu í málinu lægi fyrir. Var brugðið á Ljósanótt „Ég hef ekkert nema gott um vörur hennar að segja, bara ótrúlega fallegar og ég tek ofan fyrir því að hún sé að spinna sjálf ull og allt það,“ segir Anna, framkvæmdastjóri Kósýprjóns, í samtali við Vísi. Hún segir að henni hafi svo brugðið þegar Yarm fór að hennar sögn að dreifa óhróðri um fyrirtækið á Facebook á meðan bæjarhátíðin Ljósanótt stóð yfir í Reykjanesbæ í fyrra. Facebook-færsla Yarm sem er sögð hafa verið birt í kringum Ljósanótt í fyrra. Færslunni hefur síðan verið eytt. „Hún sakar okkur um að þykjast vera Yarm þrátt fyrir að básinn væri merktur okkar fyrirtæki í bak og fyrir og allir sem til okkar komu, fengu spjald með nafni fyrirtækisins ásamt vefslóð og samfélagsmiðlasíðum, “ bætir Anna við. „Þá er maður kominn svolítið langt yfir strikið.“ „Nú finnst mér bara mjög mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál þannig að hún hætti og láti okkur vera,“ segir Anna. Hún segir að von sé á úrskurði frá Hugverkastofu í málinu fyrir jól. Höfundaréttur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Erfiðar deilur tveggja íslenskra handverksfyrirtækja hafa vakið upp spurningar um hugverkaumgjörð og hönnunarvernd hér á landi. Fyrirtækið Yarm er sakað um að hafa lengi reynt að koma í veg fyrir prjónavörusölu samkeppnisaðilans á grundvelli hönnunarverndar sinnar án árangurs. Forsvarskona verslunarinnar Kósýprjóns, sem rekið er af fyrirtækinu Svarti Sauðurinn ehf, telur sig aftur á móti vera í fullum rétti og furðar sig á því að Hugverkastofa hafi veitt vörum hönnunarvernd sem séu að hennar sögn augljósar eftirmyndir vinsællar erlendrar prjónahönnunar. Kósýprjónn hefur krafist niðurfellingar á hönnunarvernd Yarm. Anna Bragadóttir, framkvæmdastjóri netverslunarinnar Kósýprjóns, segir að fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins hafi fulltrúi prjónafyrirtækisins Yarms haft samband við sig og sagst vera með hönnunarvernd á vörum sem væru til sölu í verslun Önnu. Þau hafi ekki svarað athugasemdunum til að byrja með og í framhaldinu hafi deilurnar farið stigvaxandi. Hönnunarvarðar vörur Yarms eins og þær birtast í ELS Tíðindum Hugverkastofu í október 2017. Greint á um hvort hönnunin hafi verið ný Ágreiningsatriðið sem kjarni málsins snýst um er ákvæði í lögum um hönnun þar sem kveðið er á um að hönnunarréttur geti einungis náð til nýrrar og sérstæðar hönnunar sem hafi ekki áður verið aðgengileg almenningi. Kósýprjón fullyrðir í niðurfellingarkröfu sinni til Hugverkastofu (áður Einkaleyfastofan) að umrædd hönnun á teppi og púða hafi verið aðgengileg almenningi á Internetinu áður en Yarm fékk sína hönnunarvernd hjá stofnuninni haustið 2017. Meira að segja hér á landi hafi íslenski vefmiðilinn Kvennablaðið birt mynd af svipaðri hönnun árið 2015 þegar miðilinn fjallaði um prjónahönnun úkraínskrar prjónakonu. Einnig vísa forsvarsmenn Kósýprjóns til myndbands á Youtube frá árinu 2016 sem sýnir gerð púða sem er sagður svipa til þess sem Yarm fékk hönnunarvernd á í september 2017. Hugverkastofu ekki gert að sannreyna sannleiksgildi Jón Gunnarsson, samskiptastjóri Hugverkastofu, segir stofnunina ekki geta rætt einstök mál sem séu þar til meðferðar. Fyrirkomulagið hér á landi sé með þeim hætti að sönnunarbyrðin sé lögð á þá aðila sem sæki um hönnunarvernd. Sambærilegar vörur Kósýprjóns.Kósýprjón Þannig sé þeim sjálfum gert að ganga úr skugga um að hönnunin sé ný og sérstæð á heimsvísu. Hugverkastofa þurfi ekki að ganga frekar úr skugga um það hvort að svo sé í raun og veru áður en hönnunarskráningin er samþykkt. Það sé ekki fyrr en að annar aðili andmæli verndinni og geri kröfu um ógildingu hennar sem stofnunin taki mál til efnislegrar meðferðar og framkvæmi sjálfstæða rannsókn á því hvort eldri fordæmi séu til fyrir hönnuninni. Erla Svava Sigurðardóttir, stofnandi og aðalhönnuður Yarm.Fréttablaðið/Anton Reynt að henda henni út af handverkshátíð Erla Svava Sigurðardóttir er stofnandi og aðalhönnuður Yarm. Anna sakar hana um að hafa farið í ónefnda verslun og reynt að fá hana til að taka vörur Kósýprjóns úr sölu á þeim grundvelli að fyrirtækið væri að brjóta á hönnunarvernd hennar og mætti því ekki selja umræddar vörur. Anna Bragadóttir, framkvæmdastjóri Kósýprjón. Einnig segir Anna að Erla Svava hafi haft samband við framkvæmdarstjóra handverkshátíðar til þess að reyna að koma í veg fyrir að fyrirtækið fengi að kynna vörur sínar á hátíðinni. Erla Svava vildi ekki tjá sig efnislega um málið í samtali við Vísi en sagði „Kósýprjón fara illa með málavexti.“ Erla taldi málið jafnframt ekki vera umfjöllunarvert fyrr en ákvörðun Hugverkastofu í málinu lægi fyrir. Var brugðið á Ljósanótt „Ég hef ekkert nema gott um vörur hennar að segja, bara ótrúlega fallegar og ég tek ofan fyrir því að hún sé að spinna sjálf ull og allt það,“ segir Anna, framkvæmdastjóri Kósýprjóns, í samtali við Vísi. Hún segir að henni hafi svo brugðið þegar Yarm fór að hennar sögn að dreifa óhróðri um fyrirtækið á Facebook á meðan bæjarhátíðin Ljósanótt stóð yfir í Reykjanesbæ í fyrra. Facebook-færsla Yarm sem er sögð hafa verið birt í kringum Ljósanótt í fyrra. Færslunni hefur síðan verið eytt. „Hún sakar okkur um að þykjast vera Yarm þrátt fyrir að básinn væri merktur okkar fyrirtæki í bak og fyrir og allir sem til okkar komu, fengu spjald með nafni fyrirtækisins ásamt vefslóð og samfélagsmiðlasíðum, “ bætir Anna við. „Þá er maður kominn svolítið langt yfir strikið.“ „Nú finnst mér bara mjög mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál þannig að hún hætti og láti okkur vera,“ segir Anna. Hún segir að von sé á úrskurði frá Hugverkastofu í málinu fyrir jól.
Höfundaréttur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira