Excel-skjal sanni samráð um milljónamútur fyrir bílastæðamiða Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 20:11 Maðurinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti. Öðrum manninum, þjónustustjóra hjá Isavia, er gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Í ákæru á hendur mönnunum, sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá í dag, eru hin meintu brot rakin. Þjónustustjórinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll og á að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi miklu hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Um er að ræða tvö skipti, annars vegar í júní 2015 og hins vegar í mars 2016. Fyrir þau er þjónustustjórinn sagður hafa fengið samtals 3.485.250 krónur lagðar inn á reikning félags síns í þremur greiðslum.Gaf út reikninga merkta „ráðgjöf“ Þá segir í ákæru að í aðdraganda fyrri viðskiptanna 2015 hafi mennirnir haft samráð um að þjónustustjórinn myndi í krafti stöðu sinnar sjá til þess að Isavia keypti aðgangsmiðana á „hinu óeðlilega háa verði“ og skyldi ávinningur því skiptast jafnt milli þeirra. Isavia keypti samtals rúma 1,5 milljón miða af fyrirtækinu á rúmar 12,3 milljónir króna. Í kjölfar viðskiptanna bæði árin er félag þjónustustjórans sagt hafa gefið út reikninga til tæknifyrirtækisins, sem áritaðir voru „ráðgjöf“. Þá er talið að ávinningur framkvæmdastjórans af viðskiptunum hafi verið rúmar 4,5 milljónir króna. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á peningunum sem um ræðir. Isavia höfðar auk þess einkamál á hendur mönnunum og krefst þess að þeir verði dæmdir til greiðslu skaðabóta að upphæð rúmlega 12,5 milljóna. Excel-skjal sanni samráðið Í ákæru eru jafnframt raktar röksemdir sem málsóknin er byggð á. Þar kemur fram að málið eigi rætur að rekja til kæru Isavia á brotunum frá því í júlí 2017. Isavia hafi þá skömmu áður verið upplýst um þau af fyrrverandi starfsmanni tæknifyrirtækisins. Þá hafi verðið á miðunum verið „langt fyrir ofan allar verðupplýsingar“ sem þjónustustjórinn fékk sendar frá starfsmanni tæknifyrirtækisins um þremur mánuðum áður en fyrri viðskiptin áttu sér stað. Einnig verði haft til hliðsjónar að verðið hafi verið miklu hærra en Isavia hafði greitt fyrir miðana við kaup á norskum söluaðila fram til þess að viðskiptunum var beint til tæknifyrirtækisins. Á meðal gagna málsins er auk þess afrit af Excel-skjali sem fannst við leit í tölvukerfum tæknifyrirtækisins. Skjalið sýni, svo ekki sé um að villast, ráðagerð um samráð mannanna tveggja. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti. Öðrum manninum, þjónustustjóra hjá Isavia, er gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Í ákæru á hendur mönnunum, sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá í dag, eru hin meintu brot rakin. Þjónustustjórinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll og á að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi miklu hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Um er að ræða tvö skipti, annars vegar í júní 2015 og hins vegar í mars 2016. Fyrir þau er þjónustustjórinn sagður hafa fengið samtals 3.485.250 krónur lagðar inn á reikning félags síns í þremur greiðslum.Gaf út reikninga merkta „ráðgjöf“ Þá segir í ákæru að í aðdraganda fyrri viðskiptanna 2015 hafi mennirnir haft samráð um að þjónustustjórinn myndi í krafti stöðu sinnar sjá til þess að Isavia keypti aðgangsmiðana á „hinu óeðlilega háa verði“ og skyldi ávinningur því skiptast jafnt milli þeirra. Isavia keypti samtals rúma 1,5 milljón miða af fyrirtækinu á rúmar 12,3 milljónir króna. Í kjölfar viðskiptanna bæði árin er félag þjónustustjórans sagt hafa gefið út reikninga til tæknifyrirtækisins, sem áritaðir voru „ráðgjöf“. Þá er talið að ávinningur framkvæmdastjórans af viðskiptunum hafi verið rúmar 4,5 milljónir króna. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á peningunum sem um ræðir. Isavia höfðar auk þess einkamál á hendur mönnunum og krefst þess að þeir verði dæmdir til greiðslu skaðabóta að upphæð rúmlega 12,5 milljóna. Excel-skjal sanni samráðið Í ákæru eru jafnframt raktar röksemdir sem málsóknin er byggð á. Þar kemur fram að málið eigi rætur að rekja til kæru Isavia á brotunum frá því í júlí 2017. Isavia hafi þá skömmu áður verið upplýst um þau af fyrrverandi starfsmanni tæknifyrirtækisins. Þá hafi verðið á miðunum verið „langt fyrir ofan allar verðupplýsingar“ sem þjónustustjórinn fékk sendar frá starfsmanni tæknifyrirtækisins um þremur mánuðum áður en fyrri viðskiptin áttu sér stað. Einnig verði haft til hliðsjónar að verðið hafi verið miklu hærra en Isavia hafði greitt fyrir miðana við kaup á norskum söluaðila fram til þess að viðskiptunum var beint til tæknifyrirtækisins. Á meðal gagna málsins er auk þess afrit af Excel-skjali sem fannst við leit í tölvukerfum tæknifyrirtækisins. Skjalið sýni, svo ekki sé um að villast, ráðagerð um samráð mannanna tveggja.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira