Excel-skjal sanni samráð um milljónamútur fyrir bílastæðamiða Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 20:11 Maðurinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti. Öðrum manninum, þjónustustjóra hjá Isavia, er gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Í ákæru á hendur mönnunum, sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá í dag, eru hin meintu brot rakin. Þjónustustjórinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll og á að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi miklu hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Um er að ræða tvö skipti, annars vegar í júní 2015 og hins vegar í mars 2016. Fyrir þau er þjónustustjórinn sagður hafa fengið samtals 3.485.250 krónur lagðar inn á reikning félags síns í þremur greiðslum.Gaf út reikninga merkta „ráðgjöf“ Þá segir í ákæru að í aðdraganda fyrri viðskiptanna 2015 hafi mennirnir haft samráð um að þjónustustjórinn myndi í krafti stöðu sinnar sjá til þess að Isavia keypti aðgangsmiðana á „hinu óeðlilega háa verði“ og skyldi ávinningur því skiptast jafnt milli þeirra. Isavia keypti samtals rúma 1,5 milljón miða af fyrirtækinu á rúmar 12,3 milljónir króna. Í kjölfar viðskiptanna bæði árin er félag þjónustustjórans sagt hafa gefið út reikninga til tæknifyrirtækisins, sem áritaðir voru „ráðgjöf“. Þá er talið að ávinningur framkvæmdastjórans af viðskiptunum hafi verið rúmar 4,5 milljónir króna. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á peningunum sem um ræðir. Isavia höfðar auk þess einkamál á hendur mönnunum og krefst þess að þeir verði dæmdir til greiðslu skaðabóta að upphæð rúmlega 12,5 milljóna. Excel-skjal sanni samráðið Í ákæru eru jafnframt raktar röksemdir sem málsóknin er byggð á. Þar kemur fram að málið eigi rætur að rekja til kæru Isavia á brotunum frá því í júlí 2017. Isavia hafi þá skömmu áður verið upplýst um þau af fyrrverandi starfsmanni tæknifyrirtækisins. Þá hafi verðið á miðunum verið „langt fyrir ofan allar verðupplýsingar“ sem þjónustustjórinn fékk sendar frá starfsmanni tæknifyrirtækisins um þremur mánuðum áður en fyrri viðskiptin áttu sér stað. Einnig verði haft til hliðsjónar að verðið hafi verið miklu hærra en Isavia hafði greitt fyrir miðana við kaup á norskum söluaðila fram til þess að viðskiptunum var beint til tæknifyrirtækisins. Á meðal gagna málsins er auk þess afrit af Excel-skjali sem fannst við leit í tölvukerfum tæknifyrirtækisins. Skjalið sýni, svo ekki sé um að villast, ráðagerð um samráð mannanna tveggja. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti. Öðrum manninum, þjónustustjóra hjá Isavia, er gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Í ákæru á hendur mönnunum, sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá í dag, eru hin meintu brot rakin. Þjónustustjórinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll og á að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi miklu hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Um er að ræða tvö skipti, annars vegar í júní 2015 og hins vegar í mars 2016. Fyrir þau er þjónustustjórinn sagður hafa fengið samtals 3.485.250 krónur lagðar inn á reikning félags síns í þremur greiðslum.Gaf út reikninga merkta „ráðgjöf“ Þá segir í ákæru að í aðdraganda fyrri viðskiptanna 2015 hafi mennirnir haft samráð um að þjónustustjórinn myndi í krafti stöðu sinnar sjá til þess að Isavia keypti aðgangsmiðana á „hinu óeðlilega háa verði“ og skyldi ávinningur því skiptast jafnt milli þeirra. Isavia keypti samtals rúma 1,5 milljón miða af fyrirtækinu á rúmar 12,3 milljónir króna. Í kjölfar viðskiptanna bæði árin er félag þjónustustjórans sagt hafa gefið út reikninga til tæknifyrirtækisins, sem áritaðir voru „ráðgjöf“. Þá er talið að ávinningur framkvæmdastjórans af viðskiptunum hafi verið rúmar 4,5 milljónir króna. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á peningunum sem um ræðir. Isavia höfðar auk þess einkamál á hendur mönnunum og krefst þess að þeir verði dæmdir til greiðslu skaðabóta að upphæð rúmlega 12,5 milljóna. Excel-skjal sanni samráðið Í ákæru eru jafnframt raktar röksemdir sem málsóknin er byggð á. Þar kemur fram að málið eigi rætur að rekja til kæru Isavia á brotunum frá því í júlí 2017. Isavia hafi þá skömmu áður verið upplýst um þau af fyrrverandi starfsmanni tæknifyrirtækisins. Þá hafi verðið á miðunum verið „langt fyrir ofan allar verðupplýsingar“ sem þjónustustjórinn fékk sendar frá starfsmanni tæknifyrirtækisins um þremur mánuðum áður en fyrri viðskiptin áttu sér stað. Einnig verði haft til hliðsjónar að verðið hafi verið miklu hærra en Isavia hafði greitt fyrir miðana við kaup á norskum söluaðila fram til þess að viðskiptunum var beint til tæknifyrirtækisins. Á meðal gagna málsins er auk þess afrit af Excel-skjali sem fannst við leit í tölvukerfum tæknifyrirtækisins. Skjalið sýni, svo ekki sé um að villast, ráðagerð um samráð mannanna tveggja.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira