Sókn á sviði kennaramenntunar og menntarannsókna Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 09:00 Grunnur farsælla samfélaga er alhliða og góð menntun fyrir alla borgara landsins. Það skiptir okkur öll máli að hlúð sé að þroska og námi barna frá fyrstu árum, og að hver einstaklingur fái tækifæri til að þroska hæfileika sína og elta drauma sína. Til þess er menntakerfið - og menntun verður seint metin til fjár. Þó vitum við líka að samfélög sem byggja upp framúrskarandi menntakerfi búa að efnahagslegri hagsæld og betri lífsgæðum en aðrar þjóðir. Samtök atvinnulífsins (SA) gáfu nýlega út skýrslu um menntamál og ber að fagna þeirri áherslu sem samtökin leggja á mikilvægi menntunar. SA leggja ríka áherslu á að menntakerfið verði að fylgjast með þjóðfélags- og tæknibreytingum og laga sig að þörfum einstaklinga og atvinnulífs. Það eru fáir sem setja sig á móti slíkum áherslum, en það eru aftur á móti skiptar skoðanir um leiðirnar sem á að fara. Sú sýn sem þar birtist byggist fyrst og fremst á efnahagslegum hvötum og forsendum atvinnulífs. Forsvarsfólk Kennarasambands Íslands og ýmsir fleiri hafa gagnrýnt hugmyndir SA um styttingu grunnskólans, fjölgun sjálfstæðra skóla og lengingu starfstíma grunnskóla. Bent hefur verið á að árangur í skólakerfinu og velferð foreldra og allra barna byggist á því að tryggja félagslegt réttlæti og jöfnuð í samfélaginu. Í skýrslunni koma einnig fram hugmyndir um menntun kennara sem mikilvægt er að staldra við og gaumgæfa. Öflugt kennaranám Það hefur lengi legið fyrir að til að vera samkeppnishæfar þurfa þjóðir heims að búa yfir sjálfstæðum og kröftugum kennurum sem leiða fagþróun skólastarfs. Með lögum frá 2008 hafa verið gerðar kröfur til íslenskra kennara í leik-, grunn- og framhaldsskóla um að hafa lokið meistaranámi. Sú ákvörðun var ekki tekin í skyndi heldur átti hún sér margra ára aðdraganda. Frændþjóðir okkar, Finnar og Norðmenn, hafa báðar tekið sambærileg skref, Finnar fyrir allmörgum árum en Norðmenn frá og með árinu 2017. Í kjölfar lengingar námsins hérlendis dvínaði aðsókn fyrst um sinn en á síðustu tveimur árum hefur tekist að snúa þeirri þróun við með samstilltu átaki stjórnvalda og allra hagsmunaaðila. Betur má ef duga skal og nauðsynlegt að hefja kennarastarfið upp til þess vegs og virðingar sem það á skilið. Skýrsluhöfundar SA telja rétt að huga að styttingu kennaranáms og einnig er nefnt að full ástæða sé til að skoða hvort stofna eigi sjálfstæðan kennaraháskóla sem leggi áherslu á hagnýtt nám og náttúrugreinar. Í dag bjóða fjórir háskólar nú þegar upp á fjölbreyttar leiðir til kennaranáms og menntar Háskóli Íslands flesta kennara landsins. Á öðrum stað í skýrslu SA er rætt um mikilvægi þess að huga að sameiningu háskóla sem séu of margir á Íslandi enda sé fræðasamfélagið lítið. Það skýtur því skökku við að leggja til að fjölga eigi stofnunum sem skipuleggi kennaranám og erfitt að sjá hvernig tryggja eigi gæði slíks náms sé kröftunum dreift enn frekar. Háskóli Íslands á lista yfir bestu skóla á sviði menntavísinda Þau ánægjulegu tíðindi bárust nýverið að Háskóli Íslands hefði í fyrsta sinn komist á lista Times Higher Education yfir bestu skóla í heimi á sviði menntavísinda eða í sæti 301-400 af þeim skólum sem metnir eru. Þetta er mikilvæg viðurkenning en á listann eingöngu þeir háskólar sem hafa náð tilteknum árangri þegar horft er meðal annars til rannsóknarvirkni síðustu fimm ára. Þessi viðurkenning er sannarlega hvatning til alls starfsfólks og nemenda Menntavísindasviðs HÍ. Í október s.l. var haldin ein stærsta menntaráðstefna landins, Menntakvika, sem Menntavísindasvið HÍ heldur árlega. Þar koma saman fræðimenn, fagfólk og hagsmunaaðilar og kynna nýjustu rannsóknir og þróun á sviði menntunar. Viðfangsefnin voru fjölmörg og snertu á ólíkum þáttum þroska, náms og velferðar. Fjallað var um fjölmenningarlega kennaramenntun, fjöltyngi, læsi, samskipti og uppeldi, skapandi skólastarf, hegðunarerfiðleika, heilsu og lífskjör unglinga og margt fleira. Menntarannsóknir eru þverfaglegar og kalla á fjölbreyttar nálganir og aðferðafræði. Sem dæmi má nefna læsi, þar sem rannsaka þarf hvernig lestrarnám á sér stað út frá þroskasálfræðilegu sjónarhorni sem og út frá þeim félags- og menningarlegu þáttum sem stuðla að merkingarbæru læsisnámi. Fjárfestum í menntarannsóknum En hvaða máli skiptir að samfélög setji orku og peninga í menntarannsóknir? Menntarannsóknir varpa ljósi á hin flóknu öfl náms og kennslu sem móta félagslegan veruleika okkar allra. Slíkar rannsóknir skipta miklu máli til að skapa þekkingu sem renna stoðum undir fagmennsku í skólakerfinu og á sviði uppeldis og mennta. Þá eru menntarannsóknir forsenda þess að stjórnendur geti tekið upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir varðandi stefnu og daglega framvindu sem skipta samfélagið allt máli. Sé litið til úthlutunar úr opinberum rannsóknarsjóðum þá eiga íslenskar menntarannsóknir undir högg að sækja. Illa gengur að fjármagna umfangsmiklar langtímarannsóknir sem bráðnauðsynlegar eru fyrir íslenskt samfélag. Á sama tíma hefur alþjóðlegt samstarf um rannsóknir stóraukist í gegnum margvísleg rannsóknarnet, evrópska og alþjóðlega styrki. Ástæða er fyrir stjórnvöld að huga að því að efla framlög, t.d. með nýrri markáætlun í menntarannsóknum, sem og að gera háskólum og sveitarfélögum kleift að sinna starfsþróun kennara með markvissum hætti. Samvinna um starfsþróun kennara Við stöndum frammi fyrir miklum félags- og umhverfislegum áskorunum og á slíkum tímum eru lausnirnar oft flóknar. Breytt samfélag, nýir samskiptahættir, hnattvæðing og tæknivæðing umbylta ekki eingöngu atvinnulífi og störfum fólks, heldur kallar það á þróun skólastarfs og nýrra leiða í námi og kennslu. Höfundar skýrslu SA halda því fram að lenging kennaramenntunar virðist fyrst og fremst hafa verið nýtt sem vopn í kjarabaráttu kennara. Þetta ber því miður vott um takmarkað innsæi í faglegan metnað kennara og þau flóknu og mikilvægu störf sem þeir sinna. Íslenskt menntakerfi og skólarnir okkar hafa gjörbreyst á undanförnum áratugum og kennaramenntun byggist á því að flétta á árangursríkan hátt saman fræðilegri þekkingu og þjálfun á vettvangi. Áríðandi er að kennarar, sérfræðingar og fræðimenn vinni saman að rannsóknum á því sem skiptir nemendur, foreldra, samfélög og atvinnulíf máli. Geta til að nýta nýjustu þekkingu og þátttaka í rannsóknum er grunnur að starfsþróun kennara og nýleg skýrsla um þessi mál staðfestir að átaks er þörf til að tryggja aðgengi að starfsþróun á landsvísu. Hér hefur eingöngu verið staldrað við þau atriði úr skýrslu SA sem lúta að kennaranámi. Taka má undir margt í skýrslunni, s.s. þörf á viðhorfsbreytingu til starfsnáms og nauðsyn þess að auka hlut list- og verkgreina. Menntavísindasvið Háskóla Íslands hlakkar til enn frekari samvinnu við bandamenn sína um áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins, Samtök atvinnulífsins sem og aðra lykil hagsmunaaðila, s.s. kennara, skólastjórnendur, sveitarfélög og foreldra. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Grunnur farsælla samfélaga er alhliða og góð menntun fyrir alla borgara landsins. Það skiptir okkur öll máli að hlúð sé að þroska og námi barna frá fyrstu árum, og að hver einstaklingur fái tækifæri til að þroska hæfileika sína og elta drauma sína. Til þess er menntakerfið - og menntun verður seint metin til fjár. Þó vitum við líka að samfélög sem byggja upp framúrskarandi menntakerfi búa að efnahagslegri hagsæld og betri lífsgæðum en aðrar þjóðir. Samtök atvinnulífsins (SA) gáfu nýlega út skýrslu um menntamál og ber að fagna þeirri áherslu sem samtökin leggja á mikilvægi menntunar. SA leggja ríka áherslu á að menntakerfið verði að fylgjast með þjóðfélags- og tæknibreytingum og laga sig að þörfum einstaklinga og atvinnulífs. Það eru fáir sem setja sig á móti slíkum áherslum, en það eru aftur á móti skiptar skoðanir um leiðirnar sem á að fara. Sú sýn sem þar birtist byggist fyrst og fremst á efnahagslegum hvötum og forsendum atvinnulífs. Forsvarsfólk Kennarasambands Íslands og ýmsir fleiri hafa gagnrýnt hugmyndir SA um styttingu grunnskólans, fjölgun sjálfstæðra skóla og lengingu starfstíma grunnskóla. Bent hefur verið á að árangur í skólakerfinu og velferð foreldra og allra barna byggist á því að tryggja félagslegt réttlæti og jöfnuð í samfélaginu. Í skýrslunni koma einnig fram hugmyndir um menntun kennara sem mikilvægt er að staldra við og gaumgæfa. Öflugt kennaranám Það hefur lengi legið fyrir að til að vera samkeppnishæfar þurfa þjóðir heims að búa yfir sjálfstæðum og kröftugum kennurum sem leiða fagþróun skólastarfs. Með lögum frá 2008 hafa verið gerðar kröfur til íslenskra kennara í leik-, grunn- og framhaldsskóla um að hafa lokið meistaranámi. Sú ákvörðun var ekki tekin í skyndi heldur átti hún sér margra ára aðdraganda. Frændþjóðir okkar, Finnar og Norðmenn, hafa báðar tekið sambærileg skref, Finnar fyrir allmörgum árum en Norðmenn frá og með árinu 2017. Í kjölfar lengingar námsins hérlendis dvínaði aðsókn fyrst um sinn en á síðustu tveimur árum hefur tekist að snúa þeirri þróun við með samstilltu átaki stjórnvalda og allra hagsmunaaðila. Betur má ef duga skal og nauðsynlegt að hefja kennarastarfið upp til þess vegs og virðingar sem það á skilið. Skýrsluhöfundar SA telja rétt að huga að styttingu kennaranáms og einnig er nefnt að full ástæða sé til að skoða hvort stofna eigi sjálfstæðan kennaraháskóla sem leggi áherslu á hagnýtt nám og náttúrugreinar. Í dag bjóða fjórir háskólar nú þegar upp á fjölbreyttar leiðir til kennaranáms og menntar Háskóli Íslands flesta kennara landsins. Á öðrum stað í skýrslu SA er rætt um mikilvægi þess að huga að sameiningu háskóla sem séu of margir á Íslandi enda sé fræðasamfélagið lítið. Það skýtur því skökku við að leggja til að fjölga eigi stofnunum sem skipuleggi kennaranám og erfitt að sjá hvernig tryggja eigi gæði slíks náms sé kröftunum dreift enn frekar. Háskóli Íslands á lista yfir bestu skóla á sviði menntavísinda Þau ánægjulegu tíðindi bárust nýverið að Háskóli Íslands hefði í fyrsta sinn komist á lista Times Higher Education yfir bestu skóla í heimi á sviði menntavísinda eða í sæti 301-400 af þeim skólum sem metnir eru. Þetta er mikilvæg viðurkenning en á listann eingöngu þeir háskólar sem hafa náð tilteknum árangri þegar horft er meðal annars til rannsóknarvirkni síðustu fimm ára. Þessi viðurkenning er sannarlega hvatning til alls starfsfólks og nemenda Menntavísindasviðs HÍ. Í október s.l. var haldin ein stærsta menntaráðstefna landins, Menntakvika, sem Menntavísindasvið HÍ heldur árlega. Þar koma saman fræðimenn, fagfólk og hagsmunaaðilar og kynna nýjustu rannsóknir og þróun á sviði menntunar. Viðfangsefnin voru fjölmörg og snertu á ólíkum þáttum þroska, náms og velferðar. Fjallað var um fjölmenningarlega kennaramenntun, fjöltyngi, læsi, samskipti og uppeldi, skapandi skólastarf, hegðunarerfiðleika, heilsu og lífskjör unglinga og margt fleira. Menntarannsóknir eru þverfaglegar og kalla á fjölbreyttar nálganir og aðferðafræði. Sem dæmi má nefna læsi, þar sem rannsaka þarf hvernig lestrarnám á sér stað út frá þroskasálfræðilegu sjónarhorni sem og út frá þeim félags- og menningarlegu þáttum sem stuðla að merkingarbæru læsisnámi. Fjárfestum í menntarannsóknum En hvaða máli skiptir að samfélög setji orku og peninga í menntarannsóknir? Menntarannsóknir varpa ljósi á hin flóknu öfl náms og kennslu sem móta félagslegan veruleika okkar allra. Slíkar rannsóknir skipta miklu máli til að skapa þekkingu sem renna stoðum undir fagmennsku í skólakerfinu og á sviði uppeldis og mennta. Þá eru menntarannsóknir forsenda þess að stjórnendur geti tekið upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir varðandi stefnu og daglega framvindu sem skipta samfélagið allt máli. Sé litið til úthlutunar úr opinberum rannsóknarsjóðum þá eiga íslenskar menntarannsóknir undir högg að sækja. Illa gengur að fjármagna umfangsmiklar langtímarannsóknir sem bráðnauðsynlegar eru fyrir íslenskt samfélag. Á sama tíma hefur alþjóðlegt samstarf um rannsóknir stóraukist í gegnum margvísleg rannsóknarnet, evrópska og alþjóðlega styrki. Ástæða er fyrir stjórnvöld að huga að því að efla framlög, t.d. með nýrri markáætlun í menntarannsóknum, sem og að gera háskólum og sveitarfélögum kleift að sinna starfsþróun kennara með markvissum hætti. Samvinna um starfsþróun kennara Við stöndum frammi fyrir miklum félags- og umhverfislegum áskorunum og á slíkum tímum eru lausnirnar oft flóknar. Breytt samfélag, nýir samskiptahættir, hnattvæðing og tæknivæðing umbylta ekki eingöngu atvinnulífi og störfum fólks, heldur kallar það á þróun skólastarfs og nýrra leiða í námi og kennslu. Höfundar skýrslu SA halda því fram að lenging kennaramenntunar virðist fyrst og fremst hafa verið nýtt sem vopn í kjarabaráttu kennara. Þetta ber því miður vott um takmarkað innsæi í faglegan metnað kennara og þau flóknu og mikilvægu störf sem þeir sinna. Íslenskt menntakerfi og skólarnir okkar hafa gjörbreyst á undanförnum áratugum og kennaramenntun byggist á því að flétta á árangursríkan hátt saman fræðilegri þekkingu og þjálfun á vettvangi. Áríðandi er að kennarar, sérfræðingar og fræðimenn vinni saman að rannsóknum á því sem skiptir nemendur, foreldra, samfélög og atvinnulíf máli. Geta til að nýta nýjustu þekkingu og þátttaka í rannsóknum er grunnur að starfsþróun kennara og nýleg skýrsla um þessi mál staðfestir að átaks er þörf til að tryggja aðgengi að starfsþróun á landsvísu. Hér hefur eingöngu verið staldrað við þau atriði úr skýrslu SA sem lúta að kennaranámi. Taka má undir margt í skýrslunni, s.s. þörf á viðhorfsbreytingu til starfsnáms og nauðsyn þess að auka hlut list- og verkgreina. Menntavísindasvið Háskóla Íslands hlakkar til enn frekari samvinnu við bandamenn sína um áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins, Samtök atvinnulífsins sem og aðra lykil hagsmunaaðila, s.s. kennara, skólastjórnendur, sveitarfélög og foreldra. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun