Þín heilsa ehf. leitar eftir starfsfólki Geir Gunnar Markússon skrifar 23. nóvember 2019 11:00 Starfslýsing: Dagleg öflug hreyfing Regulegar og hollar máltíðir 7-8 klst. nætursvefn og viðhald góðrar andlegrar heilsu Vinnutími: Samkomulagsatriði. Því meiri vinna, því betri laun Laun: Betri líkamlegri og andlegri líðan Bónus: Þú verður hamingjusamari og virkari þú á öllum sviðum lífs þíns, einkalífi og vinnu. Ráðningartími: Til lífstíðar Uppsagnarfrestur EnginnÞessi atvinnuauglýsing hér að ofan hefur því miður aldrei birst í helgarblöðunum. Þetta er líka ekki raunveruleg atvinnuauglýsing þó vissulega væri það óskandi að við réðum okkur sjálf í vinnu til að huga vel að heilsu okkar. Flest okkar sinnum við hinni „alvöru“ vinnu okkar af mikilli kostgæfni og gefum oft 110% í hana og oft svo mikið að líkamleg og andleg heilsa okkar er farin að gjalda fyrir. Svefnleysi og stress er orðið vandamál vegna mikils álags í vinnu og þá er oft notað meira af kaffi, áfengi, svefn- og verkjalyfjum, sem eykur enn frekar á vandamálið. Þetta er orðin slæmur vítahringur í mikilli álagsvinnu og aðferðir sem virka skammt til að halda sér gangandi. Hvernig væri að við færum að sinna vinnunni fyrir „Þína heilsu ehf.“ ? Þó það væri ekki nema bara 10-20% starfshlutfall til að byrja með? Launin úr þessari vinnu þinni væru ekki feitir bankareikningar heldur hraustari, hamingjusamari og öflugri þú. Hvers vegna leggjum við mörg okkar líf og limi að veði fyrir atvinnuveitendur okkar með því að nærri kála okkur í vinnu? Ekkert okkar er ómissandi og það er fullt af fólki á kistubotni í kirkjugarði sem hélt að það væri ómissandi. Við þurfum jú flest að borga reikningana okkar um hver mánaðarmót og því mikilvægt að sinna vinnu sem skilar krónum í vasann. En reynum eins og við getum að láta ekki heilsu okkar gjalda fyrir það að ná þessum krónum í vasann. Notum líka eitthvað af þessum 365 dögum á ári til þess að sinna heilsuvinnunni okkar og ekki segjast ætla „að byrja á morgun“ eða „eftir helgi“, byrjaðu núna. Við berum ábyrgð á eigin heilsu alla ævi og ættum ekki að vera kærulaus með hana með því að huga illa að mataræðinu, hreyfingunni, sálinni eða svefninum. Ef við erum kærulaus með heilsuna okkar mun hún einn daginn segja okkur upp og senda okkur lóðbeint í gröfina eða á spítala. Heilbrigðiskerfið okkar á fullt í fangi með að sinna veikum einstaklingum þar sem við verðum sífellt eldri (en ekki endilega hraustari) og er því illa í stakk búið að sinna forvörnum. Það er því mikilvægt að við tökum ábyrgð sjálf á okkar heilsu og tryggjum þannig að við þurfum seinna á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda. Tryggingarfélögin auglýsa oft að við tryggjum ekki eftir á og eru þá að tala um steindauðar eignir s.s bílinn, húsið og innbúið eða þá bara dauðann sjálfann. Heilsan er okkar dýrmætasta eign sem við tryggjum best með því að huga vel að henni sem flesta daga ársins. Líftrygging hjá tryggingarfélagi er því miður ekki trygging fyrir heilsusamlegu lífi og þá tryggingu er ekki hægt að kaupa, heldur þarf maður að vinna fyrir henni. Hollar daglegar venjur eru grunnurinn að góðri heilsu, því við erum ekkert nema venjur okkar. Ef við erum með mikið af óheilsusamlegum venjum ættum við að reyna að breyta þeim smátt og smátt, einni í einu en ekki reyna að breyta öllu í einu. Það þarf reglu og staðfestu til að skapa góðar venjur. Gömlu „góðu“ venjurnar eru vissulega þægilegri, það er t.d. þægilegra að hlamma sér í sófann eftir erfiðan vinnudag en að fara út að ganga í slyddu eða rigningu, einnig er þægilegra að taka bara verkjatöflu í stað þess að minnka stress og fara t.d. í jóga eða hugleiðslu. En við höfum val hvern einasta dag, viljum við skammtíma vellíðan í sófanum eða viljum við langvarandi vellíðan með venjum sem krefjast smá elju frá okkur? Hér í lokin eru hugmyndir að góðum venjum til að tileinka sér að bættu mataræði, hreyfingu, svefni og sálarlífi flesta daga ársins: Mataræði – Hollur morgunmatur alla daga – 5-6 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag – Ekkert matarkyns eftir kl.20 á kvöldin Hreyfing – Nýtum ferðir til og frá vinnu sem hreyfingu s.s. ganga, hjóla eða hlaupa – Hreyfum okkur fyrir kl.17 á virkum dögum, áður en við komum heim og leggjumst í sófann – Hreyfum okkur á vinnutíma s.s. nota stiga, standa reglulega upp, nota hækkanleg borð, ganga í hádeginu. Svefninn – Engin rafmagnstæki í svefnherberginu s.s. snjallsímar, spjaldtölvur og sjónvarp – Ekkert kaffi eftir kl.16 – Förum snemma í háttinn (kl. 22-23) Sálarlífið – Horfum á björtu hliðar lífsins og brosum mikið – Tölum okkur upp en ekki niður, verum besti vinur okkar – Vertu í núinu – Lífið er núna Höfundur er næringarfræðingur Heilsustofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Matur Vinnumarkaður Geir Gunnar Markússon Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Starfslýsing: Dagleg öflug hreyfing Regulegar og hollar máltíðir 7-8 klst. nætursvefn og viðhald góðrar andlegrar heilsu Vinnutími: Samkomulagsatriði. Því meiri vinna, því betri laun Laun: Betri líkamlegri og andlegri líðan Bónus: Þú verður hamingjusamari og virkari þú á öllum sviðum lífs þíns, einkalífi og vinnu. Ráðningartími: Til lífstíðar Uppsagnarfrestur EnginnÞessi atvinnuauglýsing hér að ofan hefur því miður aldrei birst í helgarblöðunum. Þetta er líka ekki raunveruleg atvinnuauglýsing þó vissulega væri það óskandi að við réðum okkur sjálf í vinnu til að huga vel að heilsu okkar. Flest okkar sinnum við hinni „alvöru“ vinnu okkar af mikilli kostgæfni og gefum oft 110% í hana og oft svo mikið að líkamleg og andleg heilsa okkar er farin að gjalda fyrir. Svefnleysi og stress er orðið vandamál vegna mikils álags í vinnu og þá er oft notað meira af kaffi, áfengi, svefn- og verkjalyfjum, sem eykur enn frekar á vandamálið. Þetta er orðin slæmur vítahringur í mikilli álagsvinnu og aðferðir sem virka skammt til að halda sér gangandi. Hvernig væri að við færum að sinna vinnunni fyrir „Þína heilsu ehf.“ ? Þó það væri ekki nema bara 10-20% starfshlutfall til að byrja með? Launin úr þessari vinnu þinni væru ekki feitir bankareikningar heldur hraustari, hamingjusamari og öflugri þú. Hvers vegna leggjum við mörg okkar líf og limi að veði fyrir atvinnuveitendur okkar með því að nærri kála okkur í vinnu? Ekkert okkar er ómissandi og það er fullt af fólki á kistubotni í kirkjugarði sem hélt að það væri ómissandi. Við þurfum jú flest að borga reikningana okkar um hver mánaðarmót og því mikilvægt að sinna vinnu sem skilar krónum í vasann. En reynum eins og við getum að láta ekki heilsu okkar gjalda fyrir það að ná þessum krónum í vasann. Notum líka eitthvað af þessum 365 dögum á ári til þess að sinna heilsuvinnunni okkar og ekki segjast ætla „að byrja á morgun“ eða „eftir helgi“, byrjaðu núna. Við berum ábyrgð á eigin heilsu alla ævi og ættum ekki að vera kærulaus með hana með því að huga illa að mataræðinu, hreyfingunni, sálinni eða svefninum. Ef við erum kærulaus með heilsuna okkar mun hún einn daginn segja okkur upp og senda okkur lóðbeint í gröfina eða á spítala. Heilbrigðiskerfið okkar á fullt í fangi með að sinna veikum einstaklingum þar sem við verðum sífellt eldri (en ekki endilega hraustari) og er því illa í stakk búið að sinna forvörnum. Það er því mikilvægt að við tökum ábyrgð sjálf á okkar heilsu og tryggjum þannig að við þurfum seinna á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda. Tryggingarfélögin auglýsa oft að við tryggjum ekki eftir á og eru þá að tala um steindauðar eignir s.s bílinn, húsið og innbúið eða þá bara dauðann sjálfann. Heilsan er okkar dýrmætasta eign sem við tryggjum best með því að huga vel að henni sem flesta daga ársins. Líftrygging hjá tryggingarfélagi er því miður ekki trygging fyrir heilsusamlegu lífi og þá tryggingu er ekki hægt að kaupa, heldur þarf maður að vinna fyrir henni. Hollar daglegar venjur eru grunnurinn að góðri heilsu, því við erum ekkert nema venjur okkar. Ef við erum með mikið af óheilsusamlegum venjum ættum við að reyna að breyta þeim smátt og smátt, einni í einu en ekki reyna að breyta öllu í einu. Það þarf reglu og staðfestu til að skapa góðar venjur. Gömlu „góðu“ venjurnar eru vissulega þægilegri, það er t.d. þægilegra að hlamma sér í sófann eftir erfiðan vinnudag en að fara út að ganga í slyddu eða rigningu, einnig er þægilegra að taka bara verkjatöflu í stað þess að minnka stress og fara t.d. í jóga eða hugleiðslu. En við höfum val hvern einasta dag, viljum við skammtíma vellíðan í sófanum eða viljum við langvarandi vellíðan með venjum sem krefjast smá elju frá okkur? Hér í lokin eru hugmyndir að góðum venjum til að tileinka sér að bættu mataræði, hreyfingu, svefni og sálarlífi flesta daga ársins: Mataræði – Hollur morgunmatur alla daga – 5-6 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag – Ekkert matarkyns eftir kl.20 á kvöldin Hreyfing – Nýtum ferðir til og frá vinnu sem hreyfingu s.s. ganga, hjóla eða hlaupa – Hreyfum okkur fyrir kl.17 á virkum dögum, áður en við komum heim og leggjumst í sófann – Hreyfum okkur á vinnutíma s.s. nota stiga, standa reglulega upp, nota hækkanleg borð, ganga í hádeginu. Svefninn – Engin rafmagnstæki í svefnherberginu s.s. snjallsímar, spjaldtölvur og sjónvarp – Ekkert kaffi eftir kl.16 – Förum snemma í háttinn (kl. 22-23) Sálarlífið – Horfum á björtu hliðar lífsins og brosum mikið – Tölum okkur upp en ekki niður, verum besti vinur okkar – Vertu í núinu – Lífið er núna Höfundur er næringarfræðingur Heilsustofnunar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar