Ekkert að fela mokast út frá útgefanda Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2019 14:31 Frumraun þeirra Aðalsteins, Helga og Stefáns ætlar heldur betur að falla í kramið enda efnið eldfimt í meira lagi. Svo virðist sem Íslendingar hafi mikinn og einlægan áhuga á Samherjamálinu. Það merkir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. „Bókin var að klárast hjá mér eftir fjóra sólarhringa á markaði. Ég þarf að rjúka í endurprentun. Þjóðin virðist sólgin í þetta mál,“ segir Egill í samtali við Vísi og er þar að tala um bókina Ekkert að fela – á slóð Samherja í Afríku. Víst er að Samherjamálið hefur hrist upp í þjóðfélaginu svo um munar. Tvöfaldur Kveiks-þáttur þeirra Aðalsteins Kjartanssonar, Helga Seljan og Stefáns Drengssonar var sýndur fyrir tíu dögum sem fjallar meðal annars um mútumál Samherja í Namibíu. Þar hefur málið haft alvarlegar afleiðingar, þær að allir þeir Namibíumenn sem taldir eru hafa þegið mútur frá norðlenska útgerðarfélaginu hafa sagt sig frá embættum. Þeir Aðalsteinn, Helgi og Stefán fylgdu þættinum eftir með því að senda frá sér bókina Ekkert að fela. Fyrsta prentun var í 2,500 eintökum og sagðist framkvæmdastjórinn hafa verið bjartsýnn með söluna. En, nú er upplagið allt farið frá útgefanda. Víst er að málið er einstaklega viðkvæmt á Eyjafjarðarsvæðinu og hafa jafnvel heyrst þær raddir að bókin hreyfist lítt þar í búðum. Egill segist ekkert vita um bóksölu nyrðra. Fátítt er að „blaðamannabækur“, sem er til að mynda stór bókmenntagrein úti í Bandaríkjunum, seljist svo vel á Íslandi. En, kaupendur slíkra bóka virðist hafi nú tekið vel við sér. Egill Örn segir því miður það svo hafa verið að tiltölulega fáar blaðamannabækur hafi verið gefnar út á Íslandi. En nú horfir til bjartari tíðar með það. Bókmenntir Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Svo virðist sem Íslendingar hafi mikinn og einlægan áhuga á Samherjamálinu. Það merkir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. „Bókin var að klárast hjá mér eftir fjóra sólarhringa á markaði. Ég þarf að rjúka í endurprentun. Þjóðin virðist sólgin í þetta mál,“ segir Egill í samtali við Vísi og er þar að tala um bókina Ekkert að fela – á slóð Samherja í Afríku. Víst er að Samherjamálið hefur hrist upp í þjóðfélaginu svo um munar. Tvöfaldur Kveiks-þáttur þeirra Aðalsteins Kjartanssonar, Helga Seljan og Stefáns Drengssonar var sýndur fyrir tíu dögum sem fjallar meðal annars um mútumál Samherja í Namibíu. Þar hefur málið haft alvarlegar afleiðingar, þær að allir þeir Namibíumenn sem taldir eru hafa þegið mútur frá norðlenska útgerðarfélaginu hafa sagt sig frá embættum. Þeir Aðalsteinn, Helgi og Stefán fylgdu þættinum eftir með því að senda frá sér bókina Ekkert að fela. Fyrsta prentun var í 2,500 eintökum og sagðist framkvæmdastjórinn hafa verið bjartsýnn með söluna. En, nú er upplagið allt farið frá útgefanda. Víst er að málið er einstaklega viðkvæmt á Eyjafjarðarsvæðinu og hafa jafnvel heyrst þær raddir að bókin hreyfist lítt þar í búðum. Egill segist ekkert vita um bóksölu nyrðra. Fátítt er að „blaðamannabækur“, sem er til að mynda stór bókmenntagrein úti í Bandaríkjunum, seljist svo vel á Íslandi. En, kaupendur slíkra bóka virðist hafi nú tekið vel við sér. Egill Örn segir því miður það svo hafa verið að tiltölulega fáar blaðamannabækur hafi verið gefnar út á Íslandi. En nú horfir til bjartari tíðar með það.
Bókmenntir Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00
Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33