Verra að líta illa út en meiðast Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 23. nóvember 2019 08:00 Þegar við dettum er fyrsta hugsun margra "sá þetta einhver?“ en ekki "ætli ég hafi meitt mig?“. Kleppestø telur þetta heilbrigt. NORDICPHOTOS/GETTY Þegar fólk dettur og meiðir sig fyrir framan aðra óttast það oft frekar að líta asnalega út en að meiðast. Þetta hefur að gera með ótta við félagslegan sársauka og hann stingur ekki bara fólk. Flest höfum við upplifað það að detta og meiða okkur en hafa meiri áhyggjur af því hvernig við lítum út en hvort við höfum meitt okkur. Á vefsíðunni Science Nordic var nýlega fjallað um þetta fyrirbæri og nokkrir sérfræðingar fengnir til að hjálpa til við að útskýra það. Leif Edward Ottesen Kennair er prófessor í sálfræði við norskan háskóla. Hann segir að fólk sé stöðugt að bera sig saman við og keppa við aðra. „Við veljum vini, maka og félaga út frá áliti okkar á öðrum og þetta mat byggir á persónuleika, útliti og félagslegri stöðu einstaklinga,“ segir hann. „Flestir hafa áhyggjur af því hvernig aðrir dæma þá félagslega og þess vegna finnst okkur vandræðalegt að sýna veikleikamerki eða skort á stjórn. Við viljum ekki virðast klaufaleg eða ósjálfbjarga eða brjóta félagslega samþykkt viðmið.Okkur finnst vandræðalegt að sýna veikleikamerki eða skort á stjórn.Það sem fólki finnst vandræðalegt eru hlutir sem allir gera. Allir detta, allir prumpa, allir ropa og allir roðna. En þetta er það sem fólki finnst mest vandræðalegt,“ segir Kennair. „Ég held að mjög mörgum finnist bara rosalega vandræðalegt að vera mennskur. Fólk sem er djúpt þenkjandi og hefur of miklar áhyggjur af þessu er líklegast til að þróa með sér félagskvíða,“ segir Kennair.Félagslegur sársauki sker jafnvel dýpra en líkamlegur Thomas Haarklau Kleppestø, doktorsnemi í sálfræði við Óslóarháskóla, segir að ástæðan fyrir því að við höfum meiri áhyggjur af því hvort einhver hafi séð okkur detta en hvort við höfum meitt okkur sé að okkur finnist oft mikilvægara að forðast félagslegan sársauka en líkamlegan. „Að skammast sín er ein tegund af félagslegum sársauka og rannsóknir hafa sýnt að félagslegur sársauki virkjar sömu heilastöðvar og líkamlegur sársauki,“ segir Kleppestø. En hvers vegna skammast fólk sín fyrir að detta? Kleppestø telur að það gæti verið vegna þess að við viljum virðast heilbrigð. „Við viljum líta út fyrir að vera við góða líkamlega og andlega heilsu og sýna þannig að við séum aðlaðandi kostur sem vinur eða maki,“ segir Kleppestø. „Að missa stjórn á hreyfingum okkar getur verið tengt við að eldast eða veikjast.“Við viljum ekki fá neikvæða athygli og að fólk hlægi að okkur. Við viljum heldur ekki virðast berskjölduð eða þurfandi gagnvart ókunnugum.„Við viljum ekki fá neikvæða athygli og að fólk hlæi að okkur,“ segir Johanna Katarina Blomster, annar doktorsnemi við sálfræðideild Óslóarháskóla, sem gerði meistaraverkefnið sitt um þórðargleði. „Við viljum heldur ekki virðast berskjölduð eða þurfandi gagnvart ókunnugum og erum þess vegna fljót að segja að það sé allt í lagi, jafnvel þó að svo sé ekki.“Sum dýr upplifa það sama Þessar tilfinningar stríða ekki bara okkur mannfólkinu, heldur virðast dýr sem hafa flókna félagshegðun líka finna fyrir þessu, samkvæmt Petter Bøckman, dýrafræðingi og fyrirlesara við náttúrusögusafn Óslóarháskóla. „Við vitum að nokkuð mörg dýr, sérstaklega prímatar, sýna merki um að finnast sumt vandræðalegt. Þau líta niður eða hylja andlitið með höndunum þegar þau gerast sek um félagslegt klúður,“ segir Bøckman. „Stundum sjáum við þau meira að segja roðna.“ Hundar og kettir sýna líka oft merki um að fara hjá sér. En ætli það sem við þekkjum sem merki um að fara hjá sér sé tengt sömu tilfinningum hjá þessum dýrum eins og okkur, eða erum við að eigna þeim mennskar tilfinningar? „Að fara hjá sér er alltaf tengt félagslegum aðstæðum og þess vegna gerum við ráð fyrir að finna þessa tilfinningu bara hjá dýrum sem hafa háþróað og stigveldisbundið valdakerfi,“ segir Bøckman. „Það er ekki mjög stór hópur en í honum eru apar, dýr sem veiða í hópum eins og ljón og úlfar, sjávarspendýr og mögulega líka félagslyndir fuglar eins og krákur. Það að fara hjá sér er frekar sterk tilfinning, sem þýðir að þetta sé hluti af félagslegri eðlisávísun okkar,“ segir Bøckman. „Þetta er ekki lært viðbragð, heldur meðfætt.“ Bøckman segir líka að það sé vel hægt að fara hjá sér fyrir hönd annarra. „Það tengist líklega spegilfrumum í heilanum, sem eru hannaðar til að bera kennsl á tilfinningar annarra og herma eftir þeim,“ segir hann. „Þetta er eiginleiki sem er forsenda þess að geta lifað í hóp, þú þarft að geta skilið hvernig öðrum í hópnum líður og það er auðvelt ef manni líður eins.“ Það eru einmitt þessar spegilfrumur sem bera ábyrgð á því að það er stundum svona pínlegt að horfa á sjónvarpsþætti eins og Fleabag eða The Office. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Þegar fólk dettur og meiðir sig fyrir framan aðra óttast það oft frekar að líta asnalega út en að meiðast. Þetta hefur að gera með ótta við félagslegan sársauka og hann stingur ekki bara fólk. Flest höfum við upplifað það að detta og meiða okkur en hafa meiri áhyggjur af því hvernig við lítum út en hvort við höfum meitt okkur. Á vefsíðunni Science Nordic var nýlega fjallað um þetta fyrirbæri og nokkrir sérfræðingar fengnir til að hjálpa til við að útskýra það. Leif Edward Ottesen Kennair er prófessor í sálfræði við norskan háskóla. Hann segir að fólk sé stöðugt að bera sig saman við og keppa við aðra. „Við veljum vini, maka og félaga út frá áliti okkar á öðrum og þetta mat byggir á persónuleika, útliti og félagslegri stöðu einstaklinga,“ segir hann. „Flestir hafa áhyggjur af því hvernig aðrir dæma þá félagslega og þess vegna finnst okkur vandræðalegt að sýna veikleikamerki eða skort á stjórn. Við viljum ekki virðast klaufaleg eða ósjálfbjarga eða brjóta félagslega samþykkt viðmið.Okkur finnst vandræðalegt að sýna veikleikamerki eða skort á stjórn.Það sem fólki finnst vandræðalegt eru hlutir sem allir gera. Allir detta, allir prumpa, allir ropa og allir roðna. En þetta er það sem fólki finnst mest vandræðalegt,“ segir Kennair. „Ég held að mjög mörgum finnist bara rosalega vandræðalegt að vera mennskur. Fólk sem er djúpt þenkjandi og hefur of miklar áhyggjur af þessu er líklegast til að þróa með sér félagskvíða,“ segir Kennair.Félagslegur sársauki sker jafnvel dýpra en líkamlegur Thomas Haarklau Kleppestø, doktorsnemi í sálfræði við Óslóarháskóla, segir að ástæðan fyrir því að við höfum meiri áhyggjur af því hvort einhver hafi séð okkur detta en hvort við höfum meitt okkur sé að okkur finnist oft mikilvægara að forðast félagslegan sársauka en líkamlegan. „Að skammast sín er ein tegund af félagslegum sársauka og rannsóknir hafa sýnt að félagslegur sársauki virkjar sömu heilastöðvar og líkamlegur sársauki,“ segir Kleppestø. En hvers vegna skammast fólk sín fyrir að detta? Kleppestø telur að það gæti verið vegna þess að við viljum virðast heilbrigð. „Við viljum líta út fyrir að vera við góða líkamlega og andlega heilsu og sýna þannig að við séum aðlaðandi kostur sem vinur eða maki,“ segir Kleppestø. „Að missa stjórn á hreyfingum okkar getur verið tengt við að eldast eða veikjast.“Við viljum ekki fá neikvæða athygli og að fólk hlægi að okkur. Við viljum heldur ekki virðast berskjölduð eða þurfandi gagnvart ókunnugum.„Við viljum ekki fá neikvæða athygli og að fólk hlæi að okkur,“ segir Johanna Katarina Blomster, annar doktorsnemi við sálfræðideild Óslóarháskóla, sem gerði meistaraverkefnið sitt um þórðargleði. „Við viljum heldur ekki virðast berskjölduð eða þurfandi gagnvart ókunnugum og erum þess vegna fljót að segja að það sé allt í lagi, jafnvel þó að svo sé ekki.“Sum dýr upplifa það sama Þessar tilfinningar stríða ekki bara okkur mannfólkinu, heldur virðast dýr sem hafa flókna félagshegðun líka finna fyrir þessu, samkvæmt Petter Bøckman, dýrafræðingi og fyrirlesara við náttúrusögusafn Óslóarháskóla. „Við vitum að nokkuð mörg dýr, sérstaklega prímatar, sýna merki um að finnast sumt vandræðalegt. Þau líta niður eða hylja andlitið með höndunum þegar þau gerast sek um félagslegt klúður,“ segir Bøckman. „Stundum sjáum við þau meira að segja roðna.“ Hundar og kettir sýna líka oft merki um að fara hjá sér. En ætli það sem við þekkjum sem merki um að fara hjá sér sé tengt sömu tilfinningum hjá þessum dýrum eins og okkur, eða erum við að eigna þeim mennskar tilfinningar? „Að fara hjá sér er alltaf tengt félagslegum aðstæðum og þess vegna gerum við ráð fyrir að finna þessa tilfinningu bara hjá dýrum sem hafa háþróað og stigveldisbundið valdakerfi,“ segir Bøckman. „Það er ekki mjög stór hópur en í honum eru apar, dýr sem veiða í hópum eins og ljón og úlfar, sjávarspendýr og mögulega líka félagslyndir fuglar eins og krákur. Það að fara hjá sér er frekar sterk tilfinning, sem þýðir að þetta sé hluti af félagslegri eðlisávísun okkar,“ segir Bøckman. „Þetta er ekki lært viðbragð, heldur meðfætt.“ Bøckman segir líka að það sé vel hægt að fara hjá sér fyrir hönd annarra. „Það tengist líklega spegilfrumum í heilanum, sem eru hannaðar til að bera kennsl á tilfinningar annarra og herma eftir þeim,“ segir hann. „Þetta er eiginleiki sem er forsenda þess að geta lifað í hóp, þú þarft að geta skilið hvernig öðrum í hópnum líður og það er auðvelt ef manni líður eins.“ Það eru einmitt þessar spegilfrumur sem bera ábyrgð á því að það er stundum svona pínlegt að horfa á sjónvarpsþætti eins og Fleabag eða The Office.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda