Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 20:30 Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. Þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson keyptu sér vínberjaklasa í Krónunni í Garðabæ fyrir nokkrum dögum og höfðu gætt sér aðeins á honum daginn sem þau keyptu berin. Í gærkvöldi ætluðu þau að fá sér að nýju þegar óboðinn gestur skaut upp kollinum eða fótunum öllu heldur. „Ég var búin að taka berin úr pokanum og var að skola þau í skál þegar ég sá svarta fætur skríða fram,“ segir Anya sem segist ekki vilja ljúga því að hún sé ekki hrædd við þessa eitruðu könguló. Þau þekktu tegundina á rauða stundarglasinuJón Helgi segist hafa áttað sig á um hvaða tegund var að ræða þegar hann sá rauða lit á búknum sem lítur út eins og stundarglas. En þetta einkennir kvenköngulærnar sem éta yfirleitt karlanna eftir mök. „Við settum brauðbretti á hana og ég fór í hanska og setti hana í krukku,“ segir Jón Helgi. Svarta ekkjan var hjá þeim í nótt og í morgun fór Jón í dýrabúð og keypti orma handa köngulónni. „Hún hefur eitthvað lítið gætt sér á þeim, er líklega eitthvað feimin,“ segir Jón og brosir. Þau létu Matvælastofnun vita og vonuðust til að starfsmaður þaðan tæki köngulónna en skylt er að láta stofnunina vita. Þá létu þau Krónuna þar sem berin voru keypt vita og ætlaði starfsfólk þaðan að bæta þeim berin. Anya ætlar hinsvegar að láta eitthvað hjá líða þangað til hún fær sér vínber á ný. „Ég ætla að bíða aðeins þar til ég fæ mér aftur vínber,“ sagði Anya. „Það er alla vega vissara að skola berin vel,“ sagði Jón Helgi að lokum. Dýr Garðabær Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. Þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson keyptu sér vínberjaklasa í Krónunni í Garðabæ fyrir nokkrum dögum og höfðu gætt sér aðeins á honum daginn sem þau keyptu berin. Í gærkvöldi ætluðu þau að fá sér að nýju þegar óboðinn gestur skaut upp kollinum eða fótunum öllu heldur. „Ég var búin að taka berin úr pokanum og var að skola þau í skál þegar ég sá svarta fætur skríða fram,“ segir Anya sem segist ekki vilja ljúga því að hún sé ekki hrædd við þessa eitruðu könguló. Þau þekktu tegundina á rauða stundarglasinuJón Helgi segist hafa áttað sig á um hvaða tegund var að ræða þegar hann sá rauða lit á búknum sem lítur út eins og stundarglas. En þetta einkennir kvenköngulærnar sem éta yfirleitt karlanna eftir mök. „Við settum brauðbretti á hana og ég fór í hanska og setti hana í krukku,“ segir Jón Helgi. Svarta ekkjan var hjá þeim í nótt og í morgun fór Jón í dýrabúð og keypti orma handa köngulónni. „Hún hefur eitthvað lítið gætt sér á þeim, er líklega eitthvað feimin,“ segir Jón og brosir. Þau létu Matvælastofnun vita og vonuðust til að starfsmaður þaðan tæki köngulónna en skylt er að láta stofnunina vita. Þá létu þau Krónuna þar sem berin voru keypt vita og ætlaði starfsfólk þaðan að bæta þeim berin. Anya ætlar hinsvegar að láta eitthvað hjá líða þangað til hún fær sér vínber á ný. „Ég ætla að bíða aðeins þar til ég fæ mér aftur vínber,“ sagði Anya. „Það er alla vega vissara að skola berin vel,“ sagði Jón Helgi að lokum.
Dýr Garðabær Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent