Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var valin frjálsíþróttakona ársins og sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson frjálsíþróttakarl ársins.
Kjörið var kunngjört á uppskeruátið Frjálsíþróttasambandsins í gærkvöld þar sem ýsmar viðurkenningar voru veittar.
Guðbjörg Jóa bætti Íslandsmeti í bæði 100 og 200 metra spretthlaupi og jafnaði Íslandsmet Tiönu Óskar Whitworth í 60 metra hlaupi. Hún var hluti af 4x200 metra boðhlaupssvetinni sem setti nýtt Íslandsmet á Reykjavík International Games.
Einnig setti hún nokkur aldursflokkamet, bæði sem einstaklingur og í boðhlaupi. Guðbjörg keppti á EM U20 þar sem hún varð fjórða í 200 metra hlaupi og var hluti af íslenska Evrópubikarliðinu sem kom sér upp um deild í sumar.
Á uppskeruhátíðinni fékk Guðbjörg einnig Jónsbikarinn fyrir besta spretthlaupsafrekið og var valinn stúlka ársins 19 ára og yngri.
Hilmar Örn bætti Íslandsmetið í sleggjukasti á árinu með því að kasta 75,26 metra. Hilmar keppir fyrir University of Virginia og varð ACC svæðismeistari fjórða árið í röð og sá fyrsti í sögunni til þess að ná þeim áfanga. Hann sigraði svo Austurdeildina og var þriðji á bandaríska háskólameistaramótinu.
Hilmar var hluti af íslenska Evrópubikarliðinu sem kom sér upp um deild í sumar og svo er hann efstur Íslendinga á heimslistanum eða í 41. sæti í sinni grein. Á uppskeruhátíðnni var Hilmar einnig valinn kastari ársins í karlaflokki.
Guðbjörg og Hilmar frjálsíþróttafólk ársins
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti