Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:12 Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Vísir/Vilhelm Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. Þetta segir forstjóri Kauphallarinnar. Feimni við upplýsingagjöf kunni að skýra hversu fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu skráð á markað. Menn ofmeti ef til vill fyrirhöfnina en vanáætli ávinninginn. Þegar mest lét voru 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á markað á Íslandi en núna er Brim eina íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð í Kauphöll. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna þau eru ekki fleiri en raun ber vitni. „Einhverju leiti held ég að þetta hljóti að byggjast á því að menn átti sig ekki alveg á ávinningnum og ofmeti hugsanlega flækjustigið við að vera á markaði líka,“ segir Magnús. Í einhverjum tilfellum geti þó verið góðar og gildar ástæður fyrir því að fyrirtæki séu ekki skráð á markað. „Einhverja hluta vegna kann þetta bara að vera feimni við upplýsingagjöf og mig grunar nú að kynslóðaskipti kunni nú að breyta því að einhverju leyti. Nýja kynslóðin virðist ekki jafn hrædd við gagnsæið eins og fyrri kynslóðir.“ Hann telur ljóst að fyrirtæki í sjávarútvegi gætu haft mikið gagn af skráningu á markað, ekki síður nú í ljósi Samherjamálsins. „Þessi togsteita milli myndi ég segja, og sem hefur verið við líði í nokkuð lengi milli sjávarútvegarins og almennings, ég held að skráning á markað og dreifð eignaraðild almennings að þessum fyrirtækjum verði svona grundvöllur sáttar um greinina,“ segir Magnús. Það sé ljóst að Samherjamálið hafi þegar skaðað traust og orðspor. „Skráning þessara fyrirtækja og það gagnsæi sem skráningunni fylgir væri tvímælalaust fallið til þess að auka traust á fyrirtækjunum,“ segir Magnús. Markaðir Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. Þetta segir forstjóri Kauphallarinnar. Feimni við upplýsingagjöf kunni að skýra hversu fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu skráð á markað. Menn ofmeti ef til vill fyrirhöfnina en vanáætli ávinninginn. Þegar mest lét voru 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á markað á Íslandi en núna er Brim eina íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð í Kauphöll. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna þau eru ekki fleiri en raun ber vitni. „Einhverju leiti held ég að þetta hljóti að byggjast á því að menn átti sig ekki alveg á ávinningnum og ofmeti hugsanlega flækjustigið við að vera á markaði líka,“ segir Magnús. Í einhverjum tilfellum geti þó verið góðar og gildar ástæður fyrir því að fyrirtæki séu ekki skráð á markað. „Einhverja hluta vegna kann þetta bara að vera feimni við upplýsingagjöf og mig grunar nú að kynslóðaskipti kunni nú að breyta því að einhverju leyti. Nýja kynslóðin virðist ekki jafn hrædd við gagnsæið eins og fyrri kynslóðir.“ Hann telur ljóst að fyrirtæki í sjávarútvegi gætu haft mikið gagn af skráningu á markað, ekki síður nú í ljósi Samherjamálsins. „Þessi togsteita milli myndi ég segja, og sem hefur verið við líði í nokkuð lengi milli sjávarútvegarins og almennings, ég held að skráning á markað og dreifð eignaraðild almennings að þessum fyrirtækjum verði svona grundvöllur sáttar um greinina,“ segir Magnús. Það sé ljóst að Samherjamálið hafi þegar skaðað traust og orðspor. „Skráning þessara fyrirtækja og það gagnsæi sem skráningunni fylgir væri tvímælalaust fallið til þess að auka traust á fyrirtækjunum,“ segir Magnús.
Markaðir Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira