Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja uggandi um störf sín Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 14:24 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mynd/Heilbrigðisstofnun suðurnesja Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er uggandi um störf sín vegna samskiptaleysis við framkvæmdastjórn stofnunarinnar en samskipti hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í greinagerð sem hjúkrunarfræðingur á HSS sendi Öldungaráði Suðurnesja. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum Suðurnes. Mikil ólga hefur verið á meðal starfsfólks á HSS síðan nýr forstjóri tók við rekstri stofnunarinnar og skrifuðu á annan tug starfsmanna undir vantraustsyfirlýsingu á forstjórann. Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru deildarstjórar og skrifuðu allir deildarstjórar stofnunarinnar undir yfirlýsinguna. Aðrir starfsmenn skrifuðu ekki undir hana samkvæmt heimildum fréttastofu. Í greinargerðinni er samskiptum á milli almenns starfsfólks og nýs forstjóra lýst og fer þar ekki góðum sögum, en hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði greinargerðina segir þau vera ófagmannleg. Starfsmenn hafi heyrt það á göngum stofnunarinnar að loka eigi deildum, þar á meðal fæðingardeildar og hvíldar- og endurhæfingarpláss á stofnuninni. Auk þess virðist herferð í gangi þar sem dregið sé úr hjúkrunarstjórnun, lítið sé gert úr hjúkrunarfræðingum og að forstjórinn lýsi áhyggjum þeirra sem „kerlingarvæli í hjúkkum sem höndla ekki breytingar.“ Þegar hafi tveir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum við deildina og margir séu að hugsa sinn gang. Markús Ingólfur við doktorsvörn sína í Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann fjallaði um starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun.Háskólinn í Reykjavík Þá lýsir hún því að verulegur söknuður sé eftir fráfarandi framkvæmdarstjóra hjúkrunar, Ingibjörgu Steindórsdóttir. Hún hafi sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika við umræddan forstjóra. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Markús Ingólfur Eiríksson en hann var skipaður í stöðuna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í febrúar síðastliðnum. Markús tók við starfinu 1. mars síðastliðinn og er skipaður í það til fimm ára. Ráðherra skipaði Markús að undangengnu mati hæfisnefndar. Markús er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og doktorspróf í endurskoðun með áherslu á stjórnarhætti fyrirtækja. Hann starfaði frá árinu 2016 hjá Ríkisendurskoðun sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði. Áður starfaði hann hjá Ernst & Young Reykjavík, fyrst sem sérfræðingur í endurskoðun en síðan sem verkefnastjóri. Í niðurstöðum hæfnisnefndar segir að Markús hafi yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu. Hann hafi í starfi sínu hjá Ríkisendurskoðun unnið að stjórnsýsluúttektum sem m.a. tengjast heilbrigðisþjónustunni, s.s. heilsugæslu á landsbyggðinni, Sjúkratryggingum íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og nýlega Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þess er einnig getið í niðurstöðu hæfnisnefndar að Markús hafi afar skýra sýn á áskoranir stofnunarinnar til skemmri og lengri tíma litið. Fréttin var uppfærð kl. 17. 10 þann 25. nóvember. Fréttastofu barst ábending um að allir deildarstjórar, og aðeins þeir, hafi skrifað undir vantraustyfirlýsingu gegn forstjóra. Grindavík Heilbrigðismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er uggandi um störf sín vegna samskiptaleysis við framkvæmdastjórn stofnunarinnar en samskipti hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í greinagerð sem hjúkrunarfræðingur á HSS sendi Öldungaráði Suðurnesja. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum Suðurnes. Mikil ólga hefur verið á meðal starfsfólks á HSS síðan nýr forstjóri tók við rekstri stofnunarinnar og skrifuðu á annan tug starfsmanna undir vantraustsyfirlýsingu á forstjórann. Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru deildarstjórar og skrifuðu allir deildarstjórar stofnunarinnar undir yfirlýsinguna. Aðrir starfsmenn skrifuðu ekki undir hana samkvæmt heimildum fréttastofu. Í greinargerðinni er samskiptum á milli almenns starfsfólks og nýs forstjóra lýst og fer þar ekki góðum sögum, en hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði greinargerðina segir þau vera ófagmannleg. Starfsmenn hafi heyrt það á göngum stofnunarinnar að loka eigi deildum, þar á meðal fæðingardeildar og hvíldar- og endurhæfingarpláss á stofnuninni. Auk þess virðist herferð í gangi þar sem dregið sé úr hjúkrunarstjórnun, lítið sé gert úr hjúkrunarfræðingum og að forstjórinn lýsi áhyggjum þeirra sem „kerlingarvæli í hjúkkum sem höndla ekki breytingar.“ Þegar hafi tveir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum við deildina og margir séu að hugsa sinn gang. Markús Ingólfur við doktorsvörn sína í Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann fjallaði um starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun.Háskólinn í Reykjavík Þá lýsir hún því að verulegur söknuður sé eftir fráfarandi framkvæmdarstjóra hjúkrunar, Ingibjörgu Steindórsdóttir. Hún hafi sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika við umræddan forstjóra. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Markús Ingólfur Eiríksson en hann var skipaður í stöðuna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í febrúar síðastliðnum. Markús tók við starfinu 1. mars síðastliðinn og er skipaður í það til fimm ára. Ráðherra skipaði Markús að undangengnu mati hæfisnefndar. Markús er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og doktorspróf í endurskoðun með áherslu á stjórnarhætti fyrirtækja. Hann starfaði frá árinu 2016 hjá Ríkisendurskoðun sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði. Áður starfaði hann hjá Ernst & Young Reykjavík, fyrst sem sérfræðingur í endurskoðun en síðan sem verkefnastjóri. Í niðurstöðum hæfnisnefndar segir að Markús hafi yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu. Hann hafi í starfi sínu hjá Ríkisendurskoðun unnið að stjórnsýsluúttektum sem m.a. tengjast heilbrigðisþjónustunni, s.s. heilsugæslu á landsbyggðinni, Sjúkratryggingum íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og nýlega Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þess er einnig getið í niðurstöðu hæfnisnefndar að Markús hafi afar skýra sýn á áskoranir stofnunarinnar til skemmri og lengri tíma litið. Fréttin var uppfærð kl. 17. 10 þann 25. nóvember. Fréttastofu barst ábending um að allir deildarstjórar, og aðeins þeir, hafi skrifað undir vantraustyfirlýsingu gegn forstjóra.
Grindavík Heilbrigðismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira