Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja uggandi um störf sín Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 14:24 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mynd/Heilbrigðisstofnun suðurnesja Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er uggandi um störf sín vegna samskiptaleysis við framkvæmdastjórn stofnunarinnar en samskipti hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í greinagerð sem hjúkrunarfræðingur á HSS sendi Öldungaráði Suðurnesja. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum Suðurnes. Mikil ólga hefur verið á meðal starfsfólks á HSS síðan nýr forstjóri tók við rekstri stofnunarinnar og skrifuðu á annan tug starfsmanna undir vantraustsyfirlýsingu á forstjórann. Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru deildarstjórar og skrifuðu allir deildarstjórar stofnunarinnar undir yfirlýsinguna. Aðrir starfsmenn skrifuðu ekki undir hana samkvæmt heimildum fréttastofu. Í greinargerðinni er samskiptum á milli almenns starfsfólks og nýs forstjóra lýst og fer þar ekki góðum sögum, en hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði greinargerðina segir þau vera ófagmannleg. Starfsmenn hafi heyrt það á göngum stofnunarinnar að loka eigi deildum, þar á meðal fæðingardeildar og hvíldar- og endurhæfingarpláss á stofnuninni. Auk þess virðist herferð í gangi þar sem dregið sé úr hjúkrunarstjórnun, lítið sé gert úr hjúkrunarfræðingum og að forstjórinn lýsi áhyggjum þeirra sem „kerlingarvæli í hjúkkum sem höndla ekki breytingar.“ Þegar hafi tveir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum við deildina og margir séu að hugsa sinn gang. Markús Ingólfur við doktorsvörn sína í Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann fjallaði um starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun.Háskólinn í Reykjavík Þá lýsir hún því að verulegur söknuður sé eftir fráfarandi framkvæmdarstjóra hjúkrunar, Ingibjörgu Steindórsdóttir. Hún hafi sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika við umræddan forstjóra. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Markús Ingólfur Eiríksson en hann var skipaður í stöðuna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í febrúar síðastliðnum. Markús tók við starfinu 1. mars síðastliðinn og er skipaður í það til fimm ára. Ráðherra skipaði Markús að undangengnu mati hæfisnefndar. Markús er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og doktorspróf í endurskoðun með áherslu á stjórnarhætti fyrirtækja. Hann starfaði frá árinu 2016 hjá Ríkisendurskoðun sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði. Áður starfaði hann hjá Ernst & Young Reykjavík, fyrst sem sérfræðingur í endurskoðun en síðan sem verkefnastjóri. Í niðurstöðum hæfnisnefndar segir að Markús hafi yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu. Hann hafi í starfi sínu hjá Ríkisendurskoðun unnið að stjórnsýsluúttektum sem m.a. tengjast heilbrigðisþjónustunni, s.s. heilsugæslu á landsbyggðinni, Sjúkratryggingum íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og nýlega Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þess er einnig getið í niðurstöðu hæfnisnefndar að Markús hafi afar skýra sýn á áskoranir stofnunarinnar til skemmri og lengri tíma litið. Fréttin var uppfærð kl. 17. 10 þann 25. nóvember. Fréttastofu barst ábending um að allir deildarstjórar, og aðeins þeir, hafi skrifað undir vantraustyfirlýsingu gegn forstjóra. Grindavík Heilbrigðismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er uggandi um störf sín vegna samskiptaleysis við framkvæmdastjórn stofnunarinnar en samskipti hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í greinagerð sem hjúkrunarfræðingur á HSS sendi Öldungaráði Suðurnesja. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum Suðurnes. Mikil ólga hefur verið á meðal starfsfólks á HSS síðan nýr forstjóri tók við rekstri stofnunarinnar og skrifuðu á annan tug starfsmanna undir vantraustsyfirlýsingu á forstjórann. Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru deildarstjórar og skrifuðu allir deildarstjórar stofnunarinnar undir yfirlýsinguna. Aðrir starfsmenn skrifuðu ekki undir hana samkvæmt heimildum fréttastofu. Í greinargerðinni er samskiptum á milli almenns starfsfólks og nýs forstjóra lýst og fer þar ekki góðum sögum, en hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði greinargerðina segir þau vera ófagmannleg. Starfsmenn hafi heyrt það á göngum stofnunarinnar að loka eigi deildum, þar á meðal fæðingardeildar og hvíldar- og endurhæfingarpláss á stofnuninni. Auk þess virðist herferð í gangi þar sem dregið sé úr hjúkrunarstjórnun, lítið sé gert úr hjúkrunarfræðingum og að forstjórinn lýsi áhyggjum þeirra sem „kerlingarvæli í hjúkkum sem höndla ekki breytingar.“ Þegar hafi tveir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum við deildina og margir séu að hugsa sinn gang. Markús Ingólfur við doktorsvörn sína í Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann fjallaði um starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun.Háskólinn í Reykjavík Þá lýsir hún því að verulegur söknuður sé eftir fráfarandi framkvæmdarstjóra hjúkrunar, Ingibjörgu Steindórsdóttir. Hún hafi sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika við umræddan forstjóra. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Markús Ingólfur Eiríksson en hann var skipaður í stöðuna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í febrúar síðastliðnum. Markús tók við starfinu 1. mars síðastliðinn og er skipaður í það til fimm ára. Ráðherra skipaði Markús að undangengnu mati hæfisnefndar. Markús er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og doktorspróf í endurskoðun með áherslu á stjórnarhætti fyrirtækja. Hann starfaði frá árinu 2016 hjá Ríkisendurskoðun sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði. Áður starfaði hann hjá Ernst & Young Reykjavík, fyrst sem sérfræðingur í endurskoðun en síðan sem verkefnastjóri. Í niðurstöðum hæfnisnefndar segir að Markús hafi yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu. Hann hafi í starfi sínu hjá Ríkisendurskoðun unnið að stjórnsýsluúttektum sem m.a. tengjast heilbrigðisþjónustunni, s.s. heilsugæslu á landsbyggðinni, Sjúkratryggingum íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og nýlega Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þess er einnig getið í niðurstöðu hæfnisnefndar að Markús hafi afar skýra sýn á áskoranir stofnunarinnar til skemmri og lengri tíma litið. Fréttin var uppfærð kl. 17. 10 þann 25. nóvember. Fréttastofu barst ábending um að allir deildarstjórar, og aðeins þeir, hafi skrifað undir vantraustyfirlýsingu gegn forstjóra.
Grindavík Heilbrigðismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira